Fasteignaverð ekki hækkað minna milli ára síðan 2011 Stefán Ó. Jónsson skrifar 18. janúar 2019 10:17 Þrátt fyrir allt var fasteignamarkaðurinn nokkuð líflegur á síðasta ári að sögn hagfræðideildar Landsbankans. Vísir/vilhelm Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 6,2% milli 2017 og 2018. Það er minnsta hækkun frá árinu 2011 og mikil breyting frá árinu áður, þegar fasteignaverð hækkaði um 18,9%. Samkvæmt tölum Þjóðskrár, sem vísað er til í nýrri Hagsjá Landsbankans, hækkaði verð á fjölbýli um 5,5% á síðustu 12 mánuðum og verð á sérbýli um 6,3%. Árshækkun húsnæðisverðs nemur nú 5,9%. Hagfræðideild Landsbankans segist hafa gert ráð fyrir, í ljósi þess að húsnæðismarkaðurinn „fór rólega af stað“ í upphafi síðasta árs, að hækkun húsnæðisverðs yrði um 4,3% á ársgrundvelli. Verðhækkanir á síðari hluta ársins hafi þó verið meiri en áætlun hagfræðideildarinnar gerði ráð fyrir - „og því er spá okkar töluvert undir raunverulegri hækkun.“ Engu að síður voru töluvert færri viðskipti með íbúðarhúsnæði í desember en í sama mánuði árið á undan, 413 viðskipti árið 2017 samanborið við 268 í fyrra. Engu að síður fjölgaði viðskiptum sé litið yfir árið 2018 í heild.Kjaraviðræður orsakavaldur? Þrátt fyrir verulega minni verðhækkanir á árinu en fyrri ár hefur raunverð íbúðarhúsnæðis verið nokkuð stöðugt. Í því samhengi nefnir hagfræðideildin að raunverð íbúðarhúsnæðis hafi aldrei verið hærra en í síðastliðnum nóvember. „Það hefur orðið mikil breyting á fasteignamarkaðnum á höfuðborgarsvæðinu á síðustu misserum, en kannski eru merki um að þróunin sé heldur að snúast við. Óvissa eins og nú ríkir í tengslum við kjarasamninga verður oft til þess að fólk kýs að bíða og sjá hvernig mál þróast. Mögulega er raunin að verða sú nú í upphafi ársins 2019,“ segir jafnframt í Hagsjánni sem nálgast má í heild sinni hér. Húsnæðismál Mest lesið Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Fleiri fréttir Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Sjá meira
Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 6,2% milli 2017 og 2018. Það er minnsta hækkun frá árinu 2011 og mikil breyting frá árinu áður, þegar fasteignaverð hækkaði um 18,9%. Samkvæmt tölum Þjóðskrár, sem vísað er til í nýrri Hagsjá Landsbankans, hækkaði verð á fjölbýli um 5,5% á síðustu 12 mánuðum og verð á sérbýli um 6,3%. Árshækkun húsnæðisverðs nemur nú 5,9%. Hagfræðideild Landsbankans segist hafa gert ráð fyrir, í ljósi þess að húsnæðismarkaðurinn „fór rólega af stað“ í upphafi síðasta árs, að hækkun húsnæðisverðs yrði um 4,3% á ársgrundvelli. Verðhækkanir á síðari hluta ársins hafi þó verið meiri en áætlun hagfræðideildarinnar gerði ráð fyrir - „og því er spá okkar töluvert undir raunverulegri hækkun.“ Engu að síður voru töluvert færri viðskipti með íbúðarhúsnæði í desember en í sama mánuði árið á undan, 413 viðskipti árið 2017 samanborið við 268 í fyrra. Engu að síður fjölgaði viðskiptum sé litið yfir árið 2018 í heild.Kjaraviðræður orsakavaldur? Þrátt fyrir verulega minni verðhækkanir á árinu en fyrri ár hefur raunverð íbúðarhúsnæðis verið nokkuð stöðugt. Í því samhengi nefnir hagfræðideildin að raunverð íbúðarhúsnæðis hafi aldrei verið hærra en í síðastliðnum nóvember. „Það hefur orðið mikil breyting á fasteignamarkaðnum á höfuðborgarsvæðinu á síðustu misserum, en kannski eru merki um að þróunin sé heldur að snúast við. Óvissa eins og nú ríkir í tengslum við kjarasamninga verður oft til þess að fólk kýs að bíða og sjá hvernig mál þróast. Mögulega er raunin að verða sú nú í upphafi ársins 2019,“ segir jafnframt í Hagsjánni sem nálgast má í heild sinni hér.
Húsnæðismál Mest lesið Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Fleiri fréttir Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Sjá meira