Vítabaninn Björgvin vaknaður Kristinn Páll Teitsson skrifar 19. janúar 2019 10:00 Fréttablaðið Enginn markvörður hefur varið fleiri víti en Björgvin Páll Gústavsson eftir riðlakeppnina á HM í handbolta. Vafasöm vítaköst Barein virtust kveikja á Björgvini sem hefur ekki litið um öxl eftir það. Eftir slaka frammistöðu í fyrsta leik Íslands á HM í handbolta gegn Króatíu hefur Björgvin Páll Gústavsson hrokkið í gang og átti reynslumesti leikmaður Íslands stóran þátt í því að ungt lið Íslands komst í milliriðlana sem hefjast í dag. Hinn 33 ára gamli Björgvin Páll er síðasti meðlimur silfurhópsins frá Peking sem er enn í liðinu og lang reynslumesti leikmaður liðsins með 217 landsleiki, 83 leikjum meira en næsti maður sem er Aron Pálmarsson. Björgvin hefur átt það til í gegnum tíðina að stíga upp á stórmótum í handbolta og er það vonandi fyrir íslenska liðið að Björgvin haldi áfram á sömu braut í næstu leikjum. Þegar rýnt er í tölfræðina kemur í ljós að hann er sá markvörður sem varði flest vítaköst í riðlakeppninni sem lauk á fimmtudaginn. Alls varði hann sjö af þeim sautján vítaköstum sem mótherjar Íslands hafa fengið í keppninni. Í fyrstu tveimur leikjum Íslands í keppninni gegn Króötum og Spánverjum varði Björgvin Páll aðeins eitt víti af fimm og náði sér ekki á strik í leikjunum en lærisveinum Arons Kristjánssonar tókst að skjóta Björgvin Pál í stuð. Mohamed Habib var réttilega vísað upp í stúku á fyrstu mínútum leiksins þegar hann skaut beint í höfuðið á Björgvini og áttu Bareinar eftir að skjóta tvisvar til viðbótar í höfuðhæð hjá Björgvini án þess að þeim væri refsað. Það efldi Björgvin sem átti besta leik sinn til þessa á mótinu gegn Barein og fylgdi því eftir með góðum leikjum gegn Japan og Makedóníu þar sem hann hefur haldið áfram 50% markvörslu úr vítaköstum andstæðinganna. Hann er því samtals með sjö varin víti af sautján eða 41% markvörslu eftir riðlakeppnina. Enginn markvörður á HM hefur varið fleiri víti til þessa og aðeins þrír markverðir, Nikola Marinovic frá Austurríki, Niklas Landin frá Danmörku og Leonel Carlos Maciel frá Argentínu eru með betra hlutfall þegar kemur að því að verja vítaköst eftir riðlakeppnina. Birtist í Fréttablaðinu HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Fleiri fréttir Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael Sjá meira
Enginn markvörður hefur varið fleiri víti en Björgvin Páll Gústavsson eftir riðlakeppnina á HM í handbolta. Vafasöm vítaköst Barein virtust kveikja á Björgvini sem hefur ekki litið um öxl eftir það. Eftir slaka frammistöðu í fyrsta leik Íslands á HM í handbolta gegn Króatíu hefur Björgvin Páll Gústavsson hrokkið í gang og átti reynslumesti leikmaður Íslands stóran þátt í því að ungt lið Íslands komst í milliriðlana sem hefjast í dag. Hinn 33 ára gamli Björgvin Páll er síðasti meðlimur silfurhópsins frá Peking sem er enn í liðinu og lang reynslumesti leikmaður liðsins með 217 landsleiki, 83 leikjum meira en næsti maður sem er Aron Pálmarsson. Björgvin hefur átt það til í gegnum tíðina að stíga upp á stórmótum í handbolta og er það vonandi fyrir íslenska liðið að Björgvin haldi áfram á sömu braut í næstu leikjum. Þegar rýnt er í tölfræðina kemur í ljós að hann er sá markvörður sem varði flest vítaköst í riðlakeppninni sem lauk á fimmtudaginn. Alls varði hann sjö af þeim sautján vítaköstum sem mótherjar Íslands hafa fengið í keppninni. Í fyrstu tveimur leikjum Íslands í keppninni gegn Króötum og Spánverjum varði Björgvin Páll aðeins eitt víti af fimm og náði sér ekki á strik í leikjunum en lærisveinum Arons Kristjánssonar tókst að skjóta Björgvin Pál í stuð. Mohamed Habib var réttilega vísað upp í stúku á fyrstu mínútum leiksins þegar hann skaut beint í höfuðið á Björgvini og áttu Bareinar eftir að skjóta tvisvar til viðbótar í höfuðhæð hjá Björgvini án þess að þeim væri refsað. Það efldi Björgvin sem átti besta leik sinn til þessa á mótinu gegn Barein og fylgdi því eftir með góðum leikjum gegn Japan og Makedóníu þar sem hann hefur haldið áfram 50% markvörslu úr vítaköstum andstæðinganna. Hann er því samtals með sjö varin víti af sautján eða 41% markvörslu eftir riðlakeppnina. Enginn markvörður á HM hefur varið fleiri víti til þessa og aðeins þrír markverðir, Nikola Marinovic frá Austurríki, Niklas Landin frá Danmörku og Leonel Carlos Maciel frá Argentínu eru með betra hlutfall þegar kemur að því að verja vítaköst eftir riðlakeppnina.
Birtist í Fréttablaðinu HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Fleiri fréttir Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða