Minni ársins Þorbjörg Gunnlaugsdóttir skrifar 3. janúar 2019 08:30 Ég var að reyna að rifja upp þar sem ég sat yfir heiðarlegu og á að giska meterslöngu rækjusmurbrauði og jólabjór hvort ég hefði strengt áramótaheit í fyrra. Ég man það ómögulega en rámar í að hafa verið með hugann við markmiðið um að lærin hristist minna þegar ég geng á sundlaugarbakkanum eins og dóttir mín benti mér einu sinni á að væri reyndin. Janúar er erfiður mánuður. Grænir drykkir leysa af brauð og vín desembermánaðar sem eru afleit skipti. Meirihluti þjóðarinnar er svangur og pirringurinn í samræmi við það. Blessunarlega ganga heitin oftast yfir í febrúar. Þá veit hvert mannsbarn að það er dónaskapur að inna fólk um áramótaheit. Og menn sem spyrja um heitin á bolludaginn kunna ekki að lesa salinn. Minnisleysi mitt tengist reyndar ekki bara áramótaheitinu, ég man ekki heldur hvað ég var að gera síðasta vor eða bara í síðustu viku. Ég fer inn í herbergi að sækja eitthvað sem ég man svo ekki hvað var. Þess vegna ber ég djúpa virðingu fyrir hinum stálminnugu sem geta í lok árs sagt okkur frá helstu atburðum ársins. Maður ársins í mínum huga er oftast bara álitsgjafinn sem getur þulið þindarlaust upp merkilegustu atburði ársins og á góðum degi jafnvel flokkað þá líka. Ég trúi því reyndar að álitsgjafinn muni þetta kannski ekki alltaf upp á 10 og að það sé ekki tilviljun að stærstu fréttapunktarnir eiga sér stað í lok árs. Þess vegna held ég að það hafi reynst Hannesi dýrkeypt að hann varði vítið frá Messi í júnímánuði en ekki í nóvember. Þetta var nefnilega árið þar sem 100 daga rigning tók við af maraþonstormi og svo sumarið sem Hannes varði vítið frá Messi. Nefni þetta bara af því að enginn spurði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Reddarinn Geiri í Glaumbæ - gömul saga og ný Jakob Frímann Magnússon Skoðun Varist eftirlíkingar Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Pólitíska umhverfið í dag – sviðsett leiksýning Ágústa Árnadóttir Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson Skoðun Halldór 16.11.2024 Halldór Skoðun Skoðun Samfélag fyrir okkur öll Alexandra Briem skrifar Skoðun Pólitíska umhverfið í dag – sviðsett leiksýning Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Reddarinn Geiri í Glaumbæ - gömul saga og ný Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson skrifar Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Skoðun Varist eftirlíkingar Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Íslenskan okkar allra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Skyldan við ungt fólk og framtíðina Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Tökum aftur völdin í sjávarútvegi Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Forarpyttur fordómanna – forðumst hann! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Örugg og fagleg lyfjaendurnýjun – hagur sjúklinga Már Egilsson skrifar Skoðun Rangar lögheimilisskráningar og skynsemishyggja Ingibjörg Bernhöft skrifar Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson skrifar Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Sjá meira
Ég var að reyna að rifja upp þar sem ég sat yfir heiðarlegu og á að giska meterslöngu rækjusmurbrauði og jólabjór hvort ég hefði strengt áramótaheit í fyrra. Ég man það ómögulega en rámar í að hafa verið með hugann við markmiðið um að lærin hristist minna þegar ég geng á sundlaugarbakkanum eins og dóttir mín benti mér einu sinni á að væri reyndin. Janúar er erfiður mánuður. Grænir drykkir leysa af brauð og vín desembermánaðar sem eru afleit skipti. Meirihluti þjóðarinnar er svangur og pirringurinn í samræmi við það. Blessunarlega ganga heitin oftast yfir í febrúar. Þá veit hvert mannsbarn að það er dónaskapur að inna fólk um áramótaheit. Og menn sem spyrja um heitin á bolludaginn kunna ekki að lesa salinn. Minnisleysi mitt tengist reyndar ekki bara áramótaheitinu, ég man ekki heldur hvað ég var að gera síðasta vor eða bara í síðustu viku. Ég fer inn í herbergi að sækja eitthvað sem ég man svo ekki hvað var. Þess vegna ber ég djúpa virðingu fyrir hinum stálminnugu sem geta í lok árs sagt okkur frá helstu atburðum ársins. Maður ársins í mínum huga er oftast bara álitsgjafinn sem getur þulið þindarlaust upp merkilegustu atburði ársins og á góðum degi jafnvel flokkað þá líka. Ég trúi því reyndar að álitsgjafinn muni þetta kannski ekki alltaf upp á 10 og að það sé ekki tilviljun að stærstu fréttapunktarnir eiga sér stað í lok árs. Þess vegna held ég að það hafi reynst Hannesi dýrkeypt að hann varði vítið frá Messi í júnímánuði en ekki í nóvember. Þetta var nefnilega árið þar sem 100 daga rigning tók við af maraþonstormi og svo sumarið sem Hannes varði vítið frá Messi. Nefni þetta bara af því að enginn spurði.
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen skrifar
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun