Er verkalýðsforystan blind fyrir stærsta hagsmunamálinu? Ole Anton Bieltvedt skrifar 3. janúar 2019 07:30 Á síðustu mánuðum hafa launþegasamtökin verið að setja fram kröfur sínar, en, eins og kunnugt er, eru kjarasamningar að renna út. Það vekur athygli, að leiðtogar launþega hafa forðast umræðuna um gjaldmiðilinn, krónuna, en þeir eru samt – og það réttilega – að fárast mikið yfir þeim okurvöxtum, sem hún veldur. Sér þetta ágæta fólk ekki beint samband krónu og okurvaxta? Skilur þetta fólk ekki, að orsakavaldur hárra vaxta er fyrst og fremst veik, sveiflukennd og óútreiknanleg króna, og, að ekki verður komizt fyrir rætur vaxtavandans, nema með því að skipta um gjaldmiðil; fara yfir í evruna, sem reyndar er stöðugasti og sterkasti gjaldmiðill heims. Forysta launþega virðist halda, að Seðlabanki og ríkisstjórn beri aðalábyrgð á þeim yfirkeyrðu vöxtum, sem í gangi eru. Að nokkru er þetta rétt. Stefna Seðlabanka í vaxtamálum er með öllu úrelt, og samræmist engan veginn þeirri lágvaxtastefnu, sem aðrir vestrænir seðlabankar hafa fylgt síðustu 10 árin. Enginn nema íslenzkur Seðlabankastjóri hefur lagt raunvexti til grundvallar sinni vaxtastefnu, auk þess, sem þessir raunvextir hafa verið reiknaðir út á mjög vafasaman hátt; með því að taka húsnæðiskostnað inn í vísitöluútreikning og reikna síðan raunvexti ofan á þá vísitölu. Ef húsnæðiskostnaður hefði ekki verið inn í íslenzkri framfærsluvísitölu, hefði verðbólga hér síðustu 4 árin verið lítil eða engin, oft í mínus. Svo, þó að Seðlabankastjóri hefði viljað halda sínu úrelta raunvaxtastriki, þá hefðu stýrivextir ekki þurft að vera nema 1-2%. Að þessu leyti má réttilega sakast við Seðlabanka um þá miklu vaxtabyrði, sem skuldarar landsins hafa mátt bera, margfalt það, sem gerist í nágrannalöndunum, en, þó að forsætisráðherra sé yfir Seðlabanka og geti haft þar áhrif á ákveðna þætti, getur hann ekki hlutast mikið til um vaxtastefnuna, vegna sjálfstæðis Seðlabanka. Ríkisstjórnin getur þó haft óbein áhrif á vaxtastefnuna með vali manna í Peningastefnunefnd. Hinn stórfelldi vaxtavandi er því fyrst og fremst afleiðing af handónýtum gjaldmiðli, krónunni, sem hoppar upp og niður, oft án nokkurra réttra ástæðna, og enginn veit, hvert fer eða hvar endar. Sjá forustumenn launþega og verkalýðshreyfingarinnar þetta virkilega ekki!? Og, ef þeir sjá það, af hverju í ósköpunum setja þeir þá nýjan og traustan lágvaxtagjaldmiðil, evruna, ekki efst á sinn baráttulista? Treystir þetta fólk sér ekki í stóra slaginn? Það þarf ekki mikla reiknimeistara til að sjá, hverjar klyfjar hávextir krónunnar leggja á herðar skuldara landsins. Nú síðustu mánuði hefur krónan fallið um 10%. Reynslan sýnir, að um helmingur slíks gengisfalls fer fljótlega út í verðlagið; 5%. Það blessaða fólk, sem álpaðist til að taka verðtryggt lán, og skuldar, kannski, 40 milljónir, er nú í einu vetfangi orðið 2 milljónum króna fátækara. Venjulegt fólk, sem kaupir sér íbúð á 50 milljónir, tekur lán upp á 40 milljónir og þarf að borga af því 6,5% vexti, er með vaxtabyrði upp á 2,6 milljónir á ári; 217 þúsund á mánuði. Í evrulandi mætti fá svona lán með 1,5% vöxtum, sem þýðir vaxtabyrði upp á 600 þúsund á ári af 40 milljóna króna láni; 50 þúsund á mánuði. Umframgreiðsla Íslendingsins kr. 167 þúsund á mánuði. Hvar annars staðar finnur forusta launþega annan eins ávinning fyrir sína umbjóðendur, svo að ekki sé nú talað um þann stöðugleika og það öryggi, sem evru myndi fylgja? Öryggi og vissa um það, hvar maður stendur, er auðvitað stórfellt velferðarmál. Á sama hátt og hávextir kýla upp kostnað húsnæðiskaupenda, heldur það auðvitað uppi leiguverði, en húsbyggjendur og þeir, sem fjárfesta í húsnæði, leigusalarnir, verða líka að borga okurvexti krónunnar. Það sama gildir um vaxtabyrði verzlunar- og þjónustufyrirtækja, sem að sjálfsögðu verða að hækka sitt vöru- eða þjónustuverð til samræmis. Vaxtaokrið gegnumsýrir allt þjóðfélagið, en í lok dags eru það launþegar og neytendur, almenningur í landinu, sem verða að greiða þennan kostnað. Skuldsetning Íslendinga mun vera um 6.000 milljarðar. Ef meðalvextir, sem almenningur, fyrirtæki, sveitarfélög og ríkissjóður þurfa að greiða af þessari skuld er 6%, þá eru vextir einir 300 milljarðar á ári. Á evrusvæðinu gætu þessir vextir verið 2%. Sparnaður 4%, sem jafngildir 240 milljörðum á ári. Fyrir það fé mætti endurbyggja allt vegakerfi landins, árlega, eða byggja 3 nýja Landspítala, líka árlega, svo dæmi séu nefnd. Drífa, Ragnar Þór og Sólveig Anna; í guðanna bænum opnið þið augun!Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslumaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ole Anton Bieltvedt Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Á síðustu mánuðum hafa launþegasamtökin verið að setja fram kröfur sínar, en, eins og kunnugt er, eru kjarasamningar að renna út. Það vekur athygli, að leiðtogar launþega hafa forðast umræðuna um gjaldmiðilinn, krónuna, en þeir eru samt – og það réttilega – að fárast mikið yfir þeim okurvöxtum, sem hún veldur. Sér þetta ágæta fólk ekki beint samband krónu og okurvaxta? Skilur þetta fólk ekki, að orsakavaldur hárra vaxta er fyrst og fremst veik, sveiflukennd og óútreiknanleg króna, og, að ekki verður komizt fyrir rætur vaxtavandans, nema með því að skipta um gjaldmiðil; fara yfir í evruna, sem reyndar er stöðugasti og sterkasti gjaldmiðill heims. Forysta launþega virðist halda, að Seðlabanki og ríkisstjórn beri aðalábyrgð á þeim yfirkeyrðu vöxtum, sem í gangi eru. Að nokkru er þetta rétt. Stefna Seðlabanka í vaxtamálum er með öllu úrelt, og samræmist engan veginn þeirri lágvaxtastefnu, sem aðrir vestrænir seðlabankar hafa fylgt síðustu 10 árin. Enginn nema íslenzkur Seðlabankastjóri hefur lagt raunvexti til grundvallar sinni vaxtastefnu, auk þess, sem þessir raunvextir hafa verið reiknaðir út á mjög vafasaman hátt; með því að taka húsnæðiskostnað inn í vísitöluútreikning og reikna síðan raunvexti ofan á þá vísitölu. Ef húsnæðiskostnaður hefði ekki verið inn í íslenzkri framfærsluvísitölu, hefði verðbólga hér síðustu 4 árin verið lítil eða engin, oft í mínus. Svo, þó að Seðlabankastjóri hefði viljað halda sínu úrelta raunvaxtastriki, þá hefðu stýrivextir ekki þurft að vera nema 1-2%. Að þessu leyti má réttilega sakast við Seðlabanka um þá miklu vaxtabyrði, sem skuldarar landsins hafa mátt bera, margfalt það, sem gerist í nágrannalöndunum, en, þó að forsætisráðherra sé yfir Seðlabanka og geti haft þar áhrif á ákveðna þætti, getur hann ekki hlutast mikið til um vaxtastefnuna, vegna sjálfstæðis Seðlabanka. Ríkisstjórnin getur þó haft óbein áhrif á vaxtastefnuna með vali manna í Peningastefnunefnd. Hinn stórfelldi vaxtavandi er því fyrst og fremst afleiðing af handónýtum gjaldmiðli, krónunni, sem hoppar upp og niður, oft án nokkurra réttra ástæðna, og enginn veit, hvert fer eða hvar endar. Sjá forustumenn launþega og verkalýðshreyfingarinnar þetta virkilega ekki!? Og, ef þeir sjá það, af hverju í ósköpunum setja þeir þá nýjan og traustan lágvaxtagjaldmiðil, evruna, ekki efst á sinn baráttulista? Treystir þetta fólk sér ekki í stóra slaginn? Það þarf ekki mikla reiknimeistara til að sjá, hverjar klyfjar hávextir krónunnar leggja á herðar skuldara landsins. Nú síðustu mánuði hefur krónan fallið um 10%. Reynslan sýnir, að um helmingur slíks gengisfalls fer fljótlega út í verðlagið; 5%. Það blessaða fólk, sem álpaðist til að taka verðtryggt lán, og skuldar, kannski, 40 milljónir, er nú í einu vetfangi orðið 2 milljónum króna fátækara. Venjulegt fólk, sem kaupir sér íbúð á 50 milljónir, tekur lán upp á 40 milljónir og þarf að borga af því 6,5% vexti, er með vaxtabyrði upp á 2,6 milljónir á ári; 217 þúsund á mánuði. Í evrulandi mætti fá svona lán með 1,5% vöxtum, sem þýðir vaxtabyrði upp á 600 þúsund á ári af 40 milljóna króna láni; 50 þúsund á mánuði. Umframgreiðsla Íslendingsins kr. 167 þúsund á mánuði. Hvar annars staðar finnur forusta launþega annan eins ávinning fyrir sína umbjóðendur, svo að ekki sé nú talað um þann stöðugleika og það öryggi, sem evru myndi fylgja? Öryggi og vissa um það, hvar maður stendur, er auðvitað stórfellt velferðarmál. Á sama hátt og hávextir kýla upp kostnað húsnæðiskaupenda, heldur það auðvitað uppi leiguverði, en húsbyggjendur og þeir, sem fjárfesta í húsnæði, leigusalarnir, verða líka að borga okurvexti krónunnar. Það sama gildir um vaxtabyrði verzlunar- og þjónustufyrirtækja, sem að sjálfsögðu verða að hækka sitt vöru- eða þjónustuverð til samræmis. Vaxtaokrið gegnumsýrir allt þjóðfélagið, en í lok dags eru það launþegar og neytendur, almenningur í landinu, sem verða að greiða þennan kostnað. Skuldsetning Íslendinga mun vera um 6.000 milljarðar. Ef meðalvextir, sem almenningur, fyrirtæki, sveitarfélög og ríkissjóður þurfa að greiða af þessari skuld er 6%, þá eru vextir einir 300 milljarðar á ári. Á evrusvæðinu gætu þessir vextir verið 2%. Sparnaður 4%, sem jafngildir 240 milljörðum á ári. Fyrir það fé mætti endurbyggja allt vegakerfi landins, árlega, eða byggja 3 nýja Landspítala, líka árlega, svo dæmi séu nefnd. Drífa, Ragnar Þór og Sólveig Anna; í guðanna bænum opnið þið augun!Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslumaður.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar