„Þeir sem fá blóð eiga rétt á því að fá öruggt blóð“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. janúar 2019 19:24 Atriðið hefur vakið mikla athygli. Skjáskot/RÚV - Fréttablaðið/Stefán Ísland er eitt fárra Evrópulanda þar sem samkynhneigðum karlmönnum er alfarið meinað að gefa blóð. Enginn á rétt á því að gefa blóð en sá sem þiggur blóð á rétt á því að fá öruggt blóð segir sóttvarnarlæknir. Til skoðunar er að breyta reglunum. Atriði í Áramótaskaupinu þar sem landsþekktir samkynhneigðir listamenn birtust í skurðstofu þar sem skortur var á blóði í miðri aðgerð hefur vakið mikla athygli. Gert var grín að því að ekki mætti nota blóð úr samkynhneigðum karlmönnum, jafn vel þótt að líf lægi við. Hoft hefur verið á atriðið 44 þúsund sinnum á Facebook-síðu Rúv. „Mér fannst það bæði mjög skemmtilegt og flott atriði. Það var vel gert og spaugilegt en kannski svolítið sorglegt líka, undir niðri,“ sagði Þórólfor Guðnason sóttvarnarlæknir í samtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag um atriðið. Hann segir að Blóðbankinn ráði ferðinni þegar kemur að því að ákveða hverjir megi gefa blóð. Ýmsar takmarkanir séu á því.Til skoðunar að breyta reglunum „Tilgangur þess er að reyna að tryggja það að það blóð er gefið sé eins öruggt og mögulegt er. Það er náttúrulega aðalatriði málsins í sjálfu sér. Það er ekki hægt að tala um í sjálfu sér að einhver eigi rétt á því að gefa blóð. Það er alls ekki þannig en þeir sem fá blóð eiga rétt á því að fá öruggt blóð. Það er meginstefið í þessu,“ sagði Þórólfur.Ástæða þess að samkynhneigðum karlmönnum er meinað að gefa blóð hér á landi er að sögn Þórólfs sú að ákveðnir blóðbornir sjúkdómar séu algengari hjá karlmönnum sem stunda kynlíf með öðrum karlmönnum.„Núna á seinni árum hefur það komið í ljós, eins og menn vita, að þessi hópur, karlmenn sem stunda kynlíf með karlmönnum, er bara mjög misleitur hópur. Það er bara fólk sem þar sem stundar heiðarlegt og ábyrgt kynlíf. Svo eru aðrir sem gera það ekki og það eru aðallega þeir sem eru að fá þessa blóðbornu smitsjúkdóma,“ sagði Þórólfur.Því hafi verið ákveðið í mörgum Evrópulöndum að leyfa samkynhneigðum karlmönnum að gefa blóð að því gefnu að þeir hafi verið í kynlífsbindindi í ákveðin tíma, mismunandi eftir löndum, til að mynda í fjóra mánuðu í Danmörku.Að sögn Þórólfs er ástæðan sú að það geti tekið allt að tvö til þrjá mánuði frá því að smit á sér stað þar til hægt sé að greina það með prófi.„Við erum eitt fárra landa í Evrópu sem eru með algjört bann,“ sagði Þórólfur en bætti þó við að ráðgjafaráð Blóðbankans væri nú meðal annars að fjalla um þetta mál. Greint var frá því síðastliðið haust að til skoðunar væri að breyta reglunum banna samkynhneigðum karlmönnum að gefa blóð á Íslandi. Í tímaritinu Farsóttafréttum sem kom út í haust kom einnig fram að það væri mat sóttvarnarlæknis að vel kæmi til greina að heimila samkynhneigðum karlmönnum að gefa blóð hér á landi, að undangengnu kynlífsbindindi til sex mánaða. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Skilyrði um skírlífi umhugsunarvert Heilbrigðisráðherra segir mögulegt skilyrði um að samkynhneigðir karlmenn þurfi að hafa verið skírlífir í sex mánuði fyrir blóðgjöf vera umhugunarvert og nauðsynlegt að skoða með tilliti til mannréttindasjónarmiða. Breytingar á reglum um blóðgjöf eru í umsagnarferli hjá ráðuneytinu. 6. nóvember 2018 12:30 Tímaskekkja að skilyrða blóðgjafir við kynhegðun að mati þingmanns Þingmaður Framsóknarflokksins telur óraunhæft að starfsfólk Blóðbanka geti metið kynhneigð og kynhegðun fólks sem vill gefa blóð. 4. október 2018 21:19 Hálfs árs kynlífsbindindi forsenda fyrir blóðgjöf homma á Íslandi Vel kemur til greina að heimila samkynhneigðum karlmönnum að gefa blóð hér á landi að undangengnu kynlífsbindindi til sex mánaða. 4. október 2018 11:35 Mest lesið „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Erlent Fleiri fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Sjá meira
Ísland er eitt fárra Evrópulanda þar sem samkynhneigðum karlmönnum er alfarið meinað að gefa blóð. Enginn á rétt á því að gefa blóð en sá sem þiggur blóð á rétt á því að fá öruggt blóð segir sóttvarnarlæknir. Til skoðunar er að breyta reglunum. Atriði í Áramótaskaupinu þar sem landsþekktir samkynhneigðir listamenn birtust í skurðstofu þar sem skortur var á blóði í miðri aðgerð hefur vakið mikla athygli. Gert var grín að því að ekki mætti nota blóð úr samkynhneigðum karlmönnum, jafn vel þótt að líf lægi við. Hoft hefur verið á atriðið 44 þúsund sinnum á Facebook-síðu Rúv. „Mér fannst það bæði mjög skemmtilegt og flott atriði. Það var vel gert og spaugilegt en kannski svolítið sorglegt líka, undir niðri,“ sagði Þórólfor Guðnason sóttvarnarlæknir í samtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag um atriðið. Hann segir að Blóðbankinn ráði ferðinni þegar kemur að því að ákveða hverjir megi gefa blóð. Ýmsar takmarkanir séu á því.Til skoðunar að breyta reglunum „Tilgangur þess er að reyna að tryggja það að það blóð er gefið sé eins öruggt og mögulegt er. Það er náttúrulega aðalatriði málsins í sjálfu sér. Það er ekki hægt að tala um í sjálfu sér að einhver eigi rétt á því að gefa blóð. Það er alls ekki þannig en þeir sem fá blóð eiga rétt á því að fá öruggt blóð. Það er meginstefið í þessu,“ sagði Þórólfur.Ástæða þess að samkynhneigðum karlmönnum er meinað að gefa blóð hér á landi er að sögn Þórólfs sú að ákveðnir blóðbornir sjúkdómar séu algengari hjá karlmönnum sem stunda kynlíf með öðrum karlmönnum.„Núna á seinni árum hefur það komið í ljós, eins og menn vita, að þessi hópur, karlmenn sem stunda kynlíf með karlmönnum, er bara mjög misleitur hópur. Það er bara fólk sem þar sem stundar heiðarlegt og ábyrgt kynlíf. Svo eru aðrir sem gera það ekki og það eru aðallega þeir sem eru að fá þessa blóðbornu smitsjúkdóma,“ sagði Þórólfur.Því hafi verið ákveðið í mörgum Evrópulöndum að leyfa samkynhneigðum karlmönnum að gefa blóð að því gefnu að þeir hafi verið í kynlífsbindindi í ákveðin tíma, mismunandi eftir löndum, til að mynda í fjóra mánuðu í Danmörku.Að sögn Þórólfs er ástæðan sú að það geti tekið allt að tvö til þrjá mánuði frá því að smit á sér stað þar til hægt sé að greina það með prófi.„Við erum eitt fárra landa í Evrópu sem eru með algjört bann,“ sagði Þórólfur en bætti þó við að ráðgjafaráð Blóðbankans væri nú meðal annars að fjalla um þetta mál. Greint var frá því síðastliðið haust að til skoðunar væri að breyta reglunum banna samkynhneigðum karlmönnum að gefa blóð á Íslandi. Í tímaritinu Farsóttafréttum sem kom út í haust kom einnig fram að það væri mat sóttvarnarlæknis að vel kæmi til greina að heimila samkynhneigðum karlmönnum að gefa blóð hér á landi, að undangengnu kynlífsbindindi til sex mánaða.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Skilyrði um skírlífi umhugsunarvert Heilbrigðisráðherra segir mögulegt skilyrði um að samkynhneigðir karlmenn þurfi að hafa verið skírlífir í sex mánuði fyrir blóðgjöf vera umhugunarvert og nauðsynlegt að skoða með tilliti til mannréttindasjónarmiða. Breytingar á reglum um blóðgjöf eru í umsagnarferli hjá ráðuneytinu. 6. nóvember 2018 12:30 Tímaskekkja að skilyrða blóðgjafir við kynhegðun að mati þingmanns Þingmaður Framsóknarflokksins telur óraunhæft að starfsfólk Blóðbanka geti metið kynhneigð og kynhegðun fólks sem vill gefa blóð. 4. október 2018 21:19 Hálfs árs kynlífsbindindi forsenda fyrir blóðgjöf homma á Íslandi Vel kemur til greina að heimila samkynhneigðum karlmönnum að gefa blóð hér á landi að undangengnu kynlífsbindindi til sex mánaða. 4. október 2018 11:35 Mest lesið „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Erlent Fleiri fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Sjá meira
Skilyrði um skírlífi umhugsunarvert Heilbrigðisráðherra segir mögulegt skilyrði um að samkynhneigðir karlmenn þurfi að hafa verið skírlífir í sex mánuði fyrir blóðgjöf vera umhugunarvert og nauðsynlegt að skoða með tilliti til mannréttindasjónarmiða. Breytingar á reglum um blóðgjöf eru í umsagnarferli hjá ráðuneytinu. 6. nóvember 2018 12:30
Tímaskekkja að skilyrða blóðgjafir við kynhegðun að mati þingmanns Þingmaður Framsóknarflokksins telur óraunhæft að starfsfólk Blóðbanka geti metið kynhneigð og kynhegðun fólks sem vill gefa blóð. 4. október 2018 21:19
Hálfs árs kynlífsbindindi forsenda fyrir blóðgjöf homma á Íslandi Vel kemur til greina að heimila samkynhneigðum karlmönnum að gefa blóð hér á landi að undangengnu kynlífsbindindi til sex mánaða. 4. október 2018 11:35