Þeir elstu bæði einmana og vannærðir Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 3. janúar 2019 06:00 Berglind Soffía Blöndal kynnir niðurstöður rannsóknar sinnar í Háskóla Íslands eftir hádegi í dag. Fréttablaðið/Ernir Vannæring, einmanaleiki og depurð, lágar tekjur og lítil matarinntaka einkenna þann hóp sjúklinga hér á landi sem útskrifast af öldrunardeild Landspítala og býr heima. Þetta sýna niðurstöður rannsóknar Berglindar Soffíu Blöndal, doktorsnema í næringarfræði við matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands, um næringarástand aldraðra eftir úrskrift af öldrunardeild. „Þetta er alveg svakalegt. Það var um það bil kíló á viku sem fólk var að missa að meðaltali hjá þessum hóp sem ég skoðaði, sumir aðeins minna og sumir aðeins meira,“ segir Berglind sem fylgdi 13 einstaklingum eftir í nokkrar vikur eftir útskrift af öldrunardeild. „Við sjáum þetta líka í öllum rannsóknum erlendis, fólk kemur kannski vannært inn á spítalann en dvölin þar er svo stutt að það gefst ekki tími til næra það almennilega upp og svo fer fólkið heim og heldur áfram að versna.“ Berglind segir þetta fjölþættan vanda en skortur á hjúkrunarrýmum og þrýstingur á spítalann alls staðar frá að útskrifa fólk sem fyrst valdi því meðal annars að ekki tekst að leysa hann. „Þegar fólkið er inni á spítalanum fær það nægilegt magn að borða og í rauninni ofboðslega vel passað upp á það. Það eru flestir komnir á orku- og próteinbætt fæði, þannig að þar er allt í flottu standi en dvölin á spítalanum er bara svo stutt og það tekur langan tíma að vinna upp vannæringu; miklu lengri tíma en bara einn til tvo daga.“ Berglind gerir grein fyrir niðurstöðum rannsóknar sinnar á Líf- og heilbrigðisvísindaráðstefnunni sem fer fram í Háskóla Íslands í dag og á morgun. „Það er einkennandi fyrir þessa kynslóð að kvarta ekki,“ segir Berglind Soffía Blöndal um niðurstöður rannsóknar sinnar um næringarástand aldraðra eftir útskrift af öldrunardeild Landspítalans, en hún skoðaði meðal annars félagshagfræðilega stöðu þeirra, fæðuöryggi og fæðuframboð. Niðurstöðurnar, sem kynntar verða í Háskóla Íslands í dag, sýna ekki aðeins ótryggt fæðuöryggi og slæmt næringarástand þátttakenda heldur einnig mikið þunglyndi, depurð og einmanaleika meðal þátttakenda sem áttu það einnig sameiginlegt að hafa allir minna en 200 þúsund krónur til ráðstöfunar á mánuði. Þátttakendur voru sjúklingar á aldrinum 77 til 93 ára sem útskrifuðust heim af öldrunardeild Landspítalans. Gerðar voru mælingar við heimför og þátttakendur svo heimsóttir tvisvar eftir útskrift með viku millibili. Hún segir þátttakendur almennt hafa borið sig vel og til dæmis sagst hafa nóg fyrir stafni, en svo komi jafnvel í ljós þegar þeir svari spurningalista um þunglyndi og hversu oft þeir séu einmana, að svarið sé gjarnan: „Allan sólarhringinn.“ „Það er líka algengt að þau eigi engan að sem þau geta treyst fyrir öllu, svona trúnaðarvin sem er eflaust líka mjög erfitt og gerir mann einmana, ef maður er að bera hluti einn sem maður hefur engan til að ræða um við,“ segir Berglind en tekur þó fram að flestir þátttakenda hafi átt ágætt bakland og aðstandendur yfirleitt allir af vilja gerðir en breytingar í samfélaginu valdi samt þessari einangrun og það að fólk vilji ekki láta hafa fyrir sér. „Mín upplifun er sú að aðstandendur séu mjög viljugir en fólkið sjálft segir bara: Nei, nei, það er allt í góðu hjá mér, ég á nóg til, engar áhyggjur.“ Hópurinn sem Berglind skoðaði var nokkuð fjölbreyttur. Af þeim þrettán sem hún fylgdi eftir var einn einstæðingur sem átti hvorki börn né maka. Um það bil helmingur hafði misst maka sinn en í hópnum voru einnig einstaklingar sem áttu sjálfir mjög veikan maka. „Þeim, sem eru sjálf í vöðvaniðurbroti af því að þau borða ekki nóg, og voru líka að sjá um mjög veikan maka, leið enn verr á sálinni,“ segir Berglind. „Það veldur þunglyndi hjá öllum aldurshópum að fá ekki nóg af kaloríum. Þegar fólk eldist fara vöðvarnir að rýrna sem minnkar hreyfigetu og þá getur allt orðið rosalega erfitt, ekki síst þegar fólk er líka að hugsa um veikan maka.“ Berglind segir mikilvægast að ná tökum á vannæringunni. „Vannæringin leiðir af sér pirring, óróa, minnisleysi, þunglyndi, kvíða, minnkaða hreyfifærni og þetta er mjög slæmt þannig að best er að lenda aldrei í þessu og ná að fyrirbyggja þetta.“ Aðspurð segir Berglind alla þátttakendurna hafa einhverja heimaþjónustu en mismikla þó. „Það er mín tilfinning að staðan sé betri úti á landi, en hér á höfuðborgarsvæðinu er erfiðara að manna félagsþjónustuna enda láglaunastörf." Rót vandans að mati Berglindar liggur í alvarlegum skorti á hjúkrunarrýmum og þrýstingi alls staðar frá á spítalann að útskrifa fólk sem fyrst, því jafnvel þótt fólkið fái góða næringu inni á spítalanum sé dvölin alltof stutt til að tími gefist til þess að vinna upp vannæringuna. „Í fyrsta lagi bráðvantar hjúkrunarrými til að spítalinn geti starfað eins og hann á að gera. Það er mikið af öldruðu fólki sem liggur inni á spítölum mánuðum saman meðan það bíður eftir hjúkrunarrými og tekur á meðan upp pláss sem aðrir þurfa á að halda. Það er eitt af stóru vandamálunum,“ segir Berglind. Hún segir að það megi bæta mikið með aukinni eftirfylgni. „Ef fólk kemur inn á spítala og er vannært í legunni ætti næringarfræðingur að fylgja fólki heim ekkert síður en til dæmis iðjuþjálfar. Ef næringarfræðingur kemur heim með fólki á fyrsta eða öðrum degi eftir útskrift þá getur hann tekið út eldhúsið og ísskápinn, veitt ráð um hvernig megi auka matarlyst og fleira,“ segir Berglind, sem vinnur nú að íhlutandi rannsókn um næringareftirfylgni, heimsækir fólk eftir útskrift af öldrunardeild og gefur þeim sem þurfa orku- og próteinbætta fæðu, þróaða sérstaklega fyrir rannsóknina.Ellert B. Schram tók sæti á Alþing sem varamaður í veturi.Kynslóðin sem lætur ekki hafa fyrir sér „Þetta er vandamálið sem við eigum við að etja. Þessi kynslóð er stolt fólk sem vill ekki væla við ókunnuga. Fólk bara þegir og unir við þá fátækt sem það býr við,“ segir Ellert B. Schram, formaður félags eldri borgara í Reykjavík. Hann segir niðurstöður rannsóknarinnar samt koma sér á óvart. „Vandamál okkar sem viljum þeim vel og viljum hjálpa er að okkur er ekki sagt nógu mikið. Fólk vill vera beint í baki og vera þátttakendur í þjóðfélaginu en ekki vera að kvarta og kveina,“ segir Ellert og telur þetta hafa verið svona lengi og minnist afa síns og ömmu sem lifað hafi af litlu og aldrei talað um það. „Barátta okkar í Félagi eldri borgara snýst um að vekja athygli ráðamanna á því að það þurfi að taka tillit til þessa hóps í samfélaginu sem er ekki alltaf kvartandi og kveinandi en þarf á hjálp að halda. Fólk tekur mér alltaf kurteislega en svo er aldrei neitt gert,“ segir Ellert. Hann segist þó vona að rannsóknir eins og þessi og barátta eldri borgara skili sér einhvern tíma. „Það á ekkert að gera það með einhverjum látum heldur bara þegjandi og hljóðalaust,“ segir Ellert. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Fleiri fréttir Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Sjá meira
Vannæring, einmanaleiki og depurð, lágar tekjur og lítil matarinntaka einkenna þann hóp sjúklinga hér á landi sem útskrifast af öldrunardeild Landspítala og býr heima. Þetta sýna niðurstöður rannsóknar Berglindar Soffíu Blöndal, doktorsnema í næringarfræði við matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands, um næringarástand aldraðra eftir úrskrift af öldrunardeild. „Þetta er alveg svakalegt. Það var um það bil kíló á viku sem fólk var að missa að meðaltali hjá þessum hóp sem ég skoðaði, sumir aðeins minna og sumir aðeins meira,“ segir Berglind sem fylgdi 13 einstaklingum eftir í nokkrar vikur eftir útskrift af öldrunardeild. „Við sjáum þetta líka í öllum rannsóknum erlendis, fólk kemur kannski vannært inn á spítalann en dvölin þar er svo stutt að það gefst ekki tími til næra það almennilega upp og svo fer fólkið heim og heldur áfram að versna.“ Berglind segir þetta fjölþættan vanda en skortur á hjúkrunarrýmum og þrýstingur á spítalann alls staðar frá að útskrifa fólk sem fyrst valdi því meðal annars að ekki tekst að leysa hann. „Þegar fólkið er inni á spítalanum fær það nægilegt magn að borða og í rauninni ofboðslega vel passað upp á það. Það eru flestir komnir á orku- og próteinbætt fæði, þannig að þar er allt í flottu standi en dvölin á spítalanum er bara svo stutt og það tekur langan tíma að vinna upp vannæringu; miklu lengri tíma en bara einn til tvo daga.“ Berglind gerir grein fyrir niðurstöðum rannsóknar sinnar á Líf- og heilbrigðisvísindaráðstefnunni sem fer fram í Háskóla Íslands í dag og á morgun. „Það er einkennandi fyrir þessa kynslóð að kvarta ekki,“ segir Berglind Soffía Blöndal um niðurstöður rannsóknar sinnar um næringarástand aldraðra eftir útskrift af öldrunardeild Landspítalans, en hún skoðaði meðal annars félagshagfræðilega stöðu þeirra, fæðuöryggi og fæðuframboð. Niðurstöðurnar, sem kynntar verða í Háskóla Íslands í dag, sýna ekki aðeins ótryggt fæðuöryggi og slæmt næringarástand þátttakenda heldur einnig mikið þunglyndi, depurð og einmanaleika meðal þátttakenda sem áttu það einnig sameiginlegt að hafa allir minna en 200 þúsund krónur til ráðstöfunar á mánuði. Þátttakendur voru sjúklingar á aldrinum 77 til 93 ára sem útskrifuðust heim af öldrunardeild Landspítalans. Gerðar voru mælingar við heimför og þátttakendur svo heimsóttir tvisvar eftir útskrift með viku millibili. Hún segir þátttakendur almennt hafa borið sig vel og til dæmis sagst hafa nóg fyrir stafni, en svo komi jafnvel í ljós þegar þeir svari spurningalista um þunglyndi og hversu oft þeir séu einmana, að svarið sé gjarnan: „Allan sólarhringinn.“ „Það er líka algengt að þau eigi engan að sem þau geta treyst fyrir öllu, svona trúnaðarvin sem er eflaust líka mjög erfitt og gerir mann einmana, ef maður er að bera hluti einn sem maður hefur engan til að ræða um við,“ segir Berglind en tekur þó fram að flestir þátttakenda hafi átt ágætt bakland og aðstandendur yfirleitt allir af vilja gerðir en breytingar í samfélaginu valdi samt þessari einangrun og það að fólk vilji ekki láta hafa fyrir sér. „Mín upplifun er sú að aðstandendur séu mjög viljugir en fólkið sjálft segir bara: Nei, nei, það er allt í góðu hjá mér, ég á nóg til, engar áhyggjur.“ Hópurinn sem Berglind skoðaði var nokkuð fjölbreyttur. Af þeim þrettán sem hún fylgdi eftir var einn einstæðingur sem átti hvorki börn né maka. Um það bil helmingur hafði misst maka sinn en í hópnum voru einnig einstaklingar sem áttu sjálfir mjög veikan maka. „Þeim, sem eru sjálf í vöðvaniðurbroti af því að þau borða ekki nóg, og voru líka að sjá um mjög veikan maka, leið enn verr á sálinni,“ segir Berglind. „Það veldur þunglyndi hjá öllum aldurshópum að fá ekki nóg af kaloríum. Þegar fólk eldist fara vöðvarnir að rýrna sem minnkar hreyfigetu og þá getur allt orðið rosalega erfitt, ekki síst þegar fólk er líka að hugsa um veikan maka.“ Berglind segir mikilvægast að ná tökum á vannæringunni. „Vannæringin leiðir af sér pirring, óróa, minnisleysi, þunglyndi, kvíða, minnkaða hreyfifærni og þetta er mjög slæmt þannig að best er að lenda aldrei í þessu og ná að fyrirbyggja þetta.“ Aðspurð segir Berglind alla þátttakendurna hafa einhverja heimaþjónustu en mismikla þó. „Það er mín tilfinning að staðan sé betri úti á landi, en hér á höfuðborgarsvæðinu er erfiðara að manna félagsþjónustuna enda láglaunastörf." Rót vandans að mati Berglindar liggur í alvarlegum skorti á hjúkrunarrýmum og þrýstingi alls staðar frá á spítalann að útskrifa fólk sem fyrst, því jafnvel þótt fólkið fái góða næringu inni á spítalanum sé dvölin alltof stutt til að tími gefist til þess að vinna upp vannæringuna. „Í fyrsta lagi bráðvantar hjúkrunarrými til að spítalinn geti starfað eins og hann á að gera. Það er mikið af öldruðu fólki sem liggur inni á spítölum mánuðum saman meðan það bíður eftir hjúkrunarrými og tekur á meðan upp pláss sem aðrir þurfa á að halda. Það er eitt af stóru vandamálunum,“ segir Berglind. Hún segir að það megi bæta mikið með aukinni eftirfylgni. „Ef fólk kemur inn á spítala og er vannært í legunni ætti næringarfræðingur að fylgja fólki heim ekkert síður en til dæmis iðjuþjálfar. Ef næringarfræðingur kemur heim með fólki á fyrsta eða öðrum degi eftir útskrift þá getur hann tekið út eldhúsið og ísskápinn, veitt ráð um hvernig megi auka matarlyst og fleira,“ segir Berglind, sem vinnur nú að íhlutandi rannsókn um næringareftirfylgni, heimsækir fólk eftir útskrift af öldrunardeild og gefur þeim sem þurfa orku- og próteinbætta fæðu, þróaða sérstaklega fyrir rannsóknina.Ellert B. Schram tók sæti á Alþing sem varamaður í veturi.Kynslóðin sem lætur ekki hafa fyrir sér „Þetta er vandamálið sem við eigum við að etja. Þessi kynslóð er stolt fólk sem vill ekki væla við ókunnuga. Fólk bara þegir og unir við þá fátækt sem það býr við,“ segir Ellert B. Schram, formaður félags eldri borgara í Reykjavík. Hann segir niðurstöður rannsóknarinnar samt koma sér á óvart. „Vandamál okkar sem viljum þeim vel og viljum hjálpa er að okkur er ekki sagt nógu mikið. Fólk vill vera beint í baki og vera þátttakendur í þjóðfélaginu en ekki vera að kvarta og kveina,“ segir Ellert og telur þetta hafa verið svona lengi og minnist afa síns og ömmu sem lifað hafi af litlu og aldrei talað um það. „Barátta okkar í Félagi eldri borgara snýst um að vekja athygli ráðamanna á því að það þurfi að taka tillit til þessa hóps í samfélaginu sem er ekki alltaf kvartandi og kveinandi en þarf á hjálp að halda. Fólk tekur mér alltaf kurteislega en svo er aldrei neitt gert,“ segir Ellert. Hann segist þó vona að rannsóknir eins og þessi og barátta eldri borgara skili sér einhvern tíma. „Það á ekkert að gera það með einhverjum látum heldur bara þegjandi og hljóðalaust,“ segir Ellert.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Fleiri fréttir Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Sjá meira