Neytendur hugsi um notagildi á útsölunum Sighvatur Arnmundsson skrifar 4. janúar 2019 07:30 Formaður Neytendasamtakanna segir að þótt vörur séu á góðu verði sé ekki alltaf um góð kaup að ræða. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR „Helstu ráðin til neytenda eru kannski þau að reyna að kaupa ekki einhvern óþarfa. Fólk þarf að gera sér grein fyrir því að allt sem við kaupum skilur eftir sig einhver spor. Þetta er kannski flutt yfir hálfan heiminn og það er sorglegt ef það endar svo bara úti í bílskúr við hliðina á fótanuddtækinu engum til gagns eða gleði. Jafnvel þótt eitthvað sé á mjög góðu verði þá eru það ekkert endilega góð kaup,“ segir Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, en janúarútsölurnar eru nú komnar fullt. Breki segir að Neytendasamtökin séu á tánum varðandi útsölurnar og hvetur félagsmenn til að senda inn upplýsingar verði þeir varir við eitthvað misjafnt. Samtökin hafi fengið sendar ábendingar á svörtum föstudegi. Þar á meðal hafi verið dæmi um vöru sem hafi hækkað um 20 þúsund krónur en svo verið lækkuð um 10 þúsund. „Við sendum fyrirspurn varðandi það mál en fengum þau svör að þetta væri vegna gengismunar. Þetta hefði verið ný sending sem hefði komið á hærra verði. Við getum svo sem ekkert sagt við því.“ Samtökunum berast einnig reglulega erindi varðandi skilarétt á vörum. „Eins og kom fram hjá okkur fyrir jól þá ná engin lög yfir skilarétt á ógallaðri vöru. Verslunum er þetta svolítið í sjálfsvald sett nema þú hafir keypt vöruna á netinu. Þá færðu 14 daga fortakslausan skilarétt jafnvel þótt þú hafir keypt vöruna á netinu og sótt svo í verslun.“ Ástæðan sé sú að hér á landi hafi verið innleidd tilskipun ESB um netverslun en ekki sé enn búið að innleiða tilskipun um almenn kaup. „Við köllum eftir því að það verði gert og viljum að það sé sami réttur þegar þú kaupir vöru í verslun og á netinu.“ Breki, sem var kjörinn formaður Neytendasamtakanna í lok október, segir þennan stutta tíma hafa verið mjög lærdómsríkan. „Mér finnst ég vera að læra eitthvað nýtt á hverjum degi sem er ótrúlega skemmtilegt en mikil forréttindi líka. Ég finn ákveðinn meðbyr með neytendamálum og mér finnst þau vera að fá meira vægi í þjóðfélagsumræðunni. Fólk er farið að sjá fleiri vinkla en bara verðlagningu og farið að hugsa meira um þætti eins og áhrif á loftslagið og notagildi hluta.“ Hann segir einstaklinga í nýkjörinni stjórn samtakanna koma úr mjög ólíkum áttum sem sé frábært. „Þessi stjórn virðist ætla að verða mjög virk. Ef það er eitthvað eitt sem sameinar þennan kór margra radda í stjórninni þá er það áherslan á siðræna neyslu. Að fólk geri sér grein fyrir þeim sporum sem við skiljum eftir okkur við kaup á vörum og þjónustu.“ Í því skyni bendir hann á þá staðreynd að hver Íslendingur hendi um tíu kílóum af fötum og efnisbútum á hverju ári. „Það er gífurlegt magn. Við höfum áhrif á lífið í kringum okkur með allri okkar kauphegðun. Það er eitthvað sem við neytendur erum smátt og smátt að gera okkur grein fyrir og ég finn fyrir mikilli vakningu í þessum málum.“ Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Mest lesið Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Viðskipti innlent Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Viðskipti erlent Bláa lónið kaupir Hoffell og stefnir á baðlón Viðskipti innlent Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Sjá meira
„Helstu ráðin til neytenda eru kannski þau að reyna að kaupa ekki einhvern óþarfa. Fólk þarf að gera sér grein fyrir því að allt sem við kaupum skilur eftir sig einhver spor. Þetta er kannski flutt yfir hálfan heiminn og það er sorglegt ef það endar svo bara úti í bílskúr við hliðina á fótanuddtækinu engum til gagns eða gleði. Jafnvel þótt eitthvað sé á mjög góðu verði þá eru það ekkert endilega góð kaup,“ segir Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, en janúarútsölurnar eru nú komnar fullt. Breki segir að Neytendasamtökin séu á tánum varðandi útsölurnar og hvetur félagsmenn til að senda inn upplýsingar verði þeir varir við eitthvað misjafnt. Samtökin hafi fengið sendar ábendingar á svörtum föstudegi. Þar á meðal hafi verið dæmi um vöru sem hafi hækkað um 20 þúsund krónur en svo verið lækkuð um 10 þúsund. „Við sendum fyrirspurn varðandi það mál en fengum þau svör að þetta væri vegna gengismunar. Þetta hefði verið ný sending sem hefði komið á hærra verði. Við getum svo sem ekkert sagt við því.“ Samtökunum berast einnig reglulega erindi varðandi skilarétt á vörum. „Eins og kom fram hjá okkur fyrir jól þá ná engin lög yfir skilarétt á ógallaðri vöru. Verslunum er þetta svolítið í sjálfsvald sett nema þú hafir keypt vöruna á netinu. Þá færðu 14 daga fortakslausan skilarétt jafnvel þótt þú hafir keypt vöruna á netinu og sótt svo í verslun.“ Ástæðan sé sú að hér á landi hafi verið innleidd tilskipun ESB um netverslun en ekki sé enn búið að innleiða tilskipun um almenn kaup. „Við köllum eftir því að það verði gert og viljum að það sé sami réttur þegar þú kaupir vöru í verslun og á netinu.“ Breki, sem var kjörinn formaður Neytendasamtakanna í lok október, segir þennan stutta tíma hafa verið mjög lærdómsríkan. „Mér finnst ég vera að læra eitthvað nýtt á hverjum degi sem er ótrúlega skemmtilegt en mikil forréttindi líka. Ég finn ákveðinn meðbyr með neytendamálum og mér finnst þau vera að fá meira vægi í þjóðfélagsumræðunni. Fólk er farið að sjá fleiri vinkla en bara verðlagningu og farið að hugsa meira um þætti eins og áhrif á loftslagið og notagildi hluta.“ Hann segir einstaklinga í nýkjörinni stjórn samtakanna koma úr mjög ólíkum áttum sem sé frábært. „Þessi stjórn virðist ætla að verða mjög virk. Ef það er eitthvað eitt sem sameinar þennan kór margra radda í stjórninni þá er það áherslan á siðræna neyslu. Að fólk geri sér grein fyrir þeim sporum sem við skiljum eftir okkur við kaup á vörum og þjónustu.“ Í því skyni bendir hann á þá staðreynd að hver Íslendingur hendi um tíu kílóum af fötum og efnisbútum á hverju ári. „Það er gífurlegt magn. Við höfum áhrif á lífið í kringum okkur með allri okkar kauphegðun. Það er eitthvað sem við neytendur erum smátt og smátt að gera okkur grein fyrir og ég finn fyrir mikilli vakningu í þessum málum.“
Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Mest lesið Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Viðskipti innlent Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Viðskipti erlent Bláa lónið kaupir Hoffell og stefnir á baðlón Viðskipti innlent Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Sjá meira