Ráðgjafanefnd um blóðgjöf skilar afstöðu sinni eftir um tvær vikur Atli Ísleifsson skrifar 4. janúar 2019 10:32 Hérlendis hefur karlmönnum sem einhvern tímann hafa stundað kynlíf með öðrum körlum alfarið bannað að gefa blóð. Getty Ráðgjafanefnd um fagleg málefni í blóðbankaþjónustu mun heilbrigðisráðherra afstöðu sinni til þess hvort slaka beri á þeim reglum sem gilda hér á landi um blóðgjafir samkynhneigðra karlmanna í kjölfar fundar síns sem fyrirhugaður er 17. janúar næstkomandi. Þetta kemur fram í frétt á vef heilbrigðisráðuneytisins. Málið hafi verið til umfjöllunar hjá fagráðinu að ósk ráðherra. Bjóðgjöf samkynhneigðra karlmanna hefur talsvert verið til umræðu á ný í kjölfar Áramótaskaupsins þar sem grín var gert að reglum sem meina samkynhneigðum karlmönnum að gefa blóð. Birtust þar landsþekktir samkynhneigðir söngvarar inn á skurðstofu þar sem skorti blóð í miðri aðgerð. „Hlutverk nefndarinnar er að vera heilbrigðisyfirvöldum, Landspítala og blóðbanka til ráðuneytis um hvaðeina er lýtur að faglegum þáttum og öryggissjónarmiðum blóðbankaþjónustunnar. Heilbrigðisráðherra skipaði nefndina 15. október síðastliðinn. Formaður nefndarinnar er Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómalækninga. Fljótlega eftir skipun ráðgjafanefndarinnar fór ráðherra þess á leit að hún myndi taka til umfjöllunar hvort slaka beri á gildandi reglum um blóðgjafir samkynhneigðra karlmanna líkt og ýmsar þjóðir hafa gert, meðal annars grannþjóðir á Norðurlöndunum. Einnig óskaði ráðherra eftir áliti nefndarinnar á því hvaða ráðstafanir séu nauðsynlegar til að tryggja öryggi blóðþega verði bann við blóðgjöfum samkynhneigðra karlmanna afnumið,“ segir í fréttinni.Álíka hlutfall Hérlendis hefur karlmönnum sem einhvern tímann hafa stundað kynlíf með öðrum körlum alfarið bannað að gefa blóð. Hefur fyrirkomulagið verið á þann veg þar sem samkynhneigðir karlar eru sagðir vera í svokölluðum áhættuhóp hvað varðar blóðgjafir, þar sem meiri líkur eru taldar á að þeir séu smitaðir af alnæmisveirunni HIV.Samkvæmt tölum frá Landlækni segir að tilkynnt sé um álíka mörg tilvik um HIV-veiru í samkynhneigðum og gagnkynhneigðum. Á síðasta ári reyndust alls 150 samkynhneigðir smitaðir en 148 gagnkynhneigðir. Heilbrigðismál Tengdar fréttir „Þeir sem fá blóð eiga rétt á því að fá öruggt blóð“ Ísland er eitt fárra Evrópulanda þar sem samkynhneigðum karlmönnum er alfarið meinað að gefa blóð. Enginn á rétt á því að gefa blóð en sá sem þiggur blóð á rétt á því að fá öruggt blóð segir sóttvarnarlæknir. 2. janúar 2019 19:24 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira
Ráðgjafanefnd um fagleg málefni í blóðbankaþjónustu mun heilbrigðisráðherra afstöðu sinni til þess hvort slaka beri á þeim reglum sem gilda hér á landi um blóðgjafir samkynhneigðra karlmanna í kjölfar fundar síns sem fyrirhugaður er 17. janúar næstkomandi. Þetta kemur fram í frétt á vef heilbrigðisráðuneytisins. Málið hafi verið til umfjöllunar hjá fagráðinu að ósk ráðherra. Bjóðgjöf samkynhneigðra karlmanna hefur talsvert verið til umræðu á ný í kjölfar Áramótaskaupsins þar sem grín var gert að reglum sem meina samkynhneigðum karlmönnum að gefa blóð. Birtust þar landsþekktir samkynhneigðir söngvarar inn á skurðstofu þar sem skorti blóð í miðri aðgerð. „Hlutverk nefndarinnar er að vera heilbrigðisyfirvöldum, Landspítala og blóðbanka til ráðuneytis um hvaðeina er lýtur að faglegum þáttum og öryggissjónarmiðum blóðbankaþjónustunnar. Heilbrigðisráðherra skipaði nefndina 15. október síðastliðinn. Formaður nefndarinnar er Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómalækninga. Fljótlega eftir skipun ráðgjafanefndarinnar fór ráðherra þess á leit að hún myndi taka til umfjöllunar hvort slaka beri á gildandi reglum um blóðgjafir samkynhneigðra karlmanna líkt og ýmsar þjóðir hafa gert, meðal annars grannþjóðir á Norðurlöndunum. Einnig óskaði ráðherra eftir áliti nefndarinnar á því hvaða ráðstafanir séu nauðsynlegar til að tryggja öryggi blóðþega verði bann við blóðgjöfum samkynhneigðra karlmanna afnumið,“ segir í fréttinni.Álíka hlutfall Hérlendis hefur karlmönnum sem einhvern tímann hafa stundað kynlíf með öðrum körlum alfarið bannað að gefa blóð. Hefur fyrirkomulagið verið á þann veg þar sem samkynhneigðir karlar eru sagðir vera í svokölluðum áhættuhóp hvað varðar blóðgjafir, þar sem meiri líkur eru taldar á að þeir séu smitaðir af alnæmisveirunni HIV.Samkvæmt tölum frá Landlækni segir að tilkynnt sé um álíka mörg tilvik um HIV-veiru í samkynhneigðum og gagnkynhneigðum. Á síðasta ári reyndust alls 150 samkynhneigðir smitaðir en 148 gagnkynhneigðir.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir „Þeir sem fá blóð eiga rétt á því að fá öruggt blóð“ Ísland er eitt fárra Evrópulanda þar sem samkynhneigðum karlmönnum er alfarið meinað að gefa blóð. Enginn á rétt á því að gefa blóð en sá sem þiggur blóð á rétt á því að fá öruggt blóð segir sóttvarnarlæknir. 2. janúar 2019 19:24 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira
„Þeir sem fá blóð eiga rétt á því að fá öruggt blóð“ Ísland er eitt fárra Evrópulanda þar sem samkynhneigðum karlmönnum er alfarið meinað að gefa blóð. Enginn á rétt á því að gefa blóð en sá sem þiggur blóð á rétt á því að fá öruggt blóð segir sóttvarnarlæknir. 2. janúar 2019 19:24