Missum yfirleitt tökin á toppi hagsveiflunnar Kristinn Ingi Jónsson skrifar 5. janúar 2019 09:00 Halldór Benjamín Þorbergsson á fundinum í gær. Fréttablaðið/Eyþór Eftir ríflegar launahækkanir á umliðnum árum er hlutfall launa af verðmætasköpun atvinnulífsins orðið það hæsta hér á landi á meðal aðildarríkja Efnahags- og framfarastofnunarinnar. Rými til frekari hækkana er af þeim sökum augljóslega minna en það var í síðustu kjaraviðræðum fyrir hátt í fjórum árum. Þetta var á meðal þess sem fram kom í máli Halldórs Benjamíns Þorbergssonar, framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins, á fundi með fjölmiðlum í húsakynnum samtakanna í gær. „Þetta er staðreynd sem við getum ekki litið fram hjá,“ sagði Halldór Benjamín um launahlutfallið, það er hlutfall launa af vergum þáttatekjum, sem var árið 2017 tæplega 65 prósent hér á landi. Til samanburðar var umrætt hlutfall ríflega 55 prósent árið 2011. Tölfræðin þýddi að hvergi innan OECD rynni stærri hluti virðisaukans í samfélaginu til launþega en hér á landi. Halldór Benjamín benti á að núverandi hagvaxtarskeið, sem nú sæi fyrir endann á, væri það lengsta í íslenskri hagsögu eða um átta ár. Venjulega vöruðu uppsveiflur í þrjú til fimm ár. Staðan í hagkerfinu væri því brothætt og fara þyrfti með gát. „Ef við reynum með sanngirni að draga saman íslenska hagsögu í hnotskurn þá lýsir hún sér á þann veg að við höfum alltaf farið fram úr sjálfum okkur á toppi hagsveiflunnar,“ sagði Halldór Benjamín. Illa hefði gengið að ná sátt við verkalýðshreyfinguna um að byggja upp nýtt samningalíkan að norrænni fyrirmynd. Í stað þess að miða launahækkanir við stöðu útflutningsatvinnuveganna, líkt og á Norðurlöndunum, væri vanalega ekkert tillit tekið til efnahagsþróunarinnar. „Vandinn við þessa nálgun er að við vitum fyrir fram hver niðurstaðan verður. Við munum fara fram úr okkur eins og við höfum alltaf gert. Mismunurinn á því sem er til skiptanna og þeim innistæðulausu tékkum sem skrifaðir eru á takmörkuð verðmæti leiða alltaf til sömu niðurstöðu: Gengi krónunnar gefur eftir og verðbólga eykst því ekkert verður til úr engu. Við getum ekki skipt þeim verðmætum sem við erum ekki að framleiða,“ nefndi hann. Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Kjaramál Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Sjá meira
Eftir ríflegar launahækkanir á umliðnum árum er hlutfall launa af verðmætasköpun atvinnulífsins orðið það hæsta hér á landi á meðal aðildarríkja Efnahags- og framfarastofnunarinnar. Rými til frekari hækkana er af þeim sökum augljóslega minna en það var í síðustu kjaraviðræðum fyrir hátt í fjórum árum. Þetta var á meðal þess sem fram kom í máli Halldórs Benjamíns Þorbergssonar, framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins, á fundi með fjölmiðlum í húsakynnum samtakanna í gær. „Þetta er staðreynd sem við getum ekki litið fram hjá,“ sagði Halldór Benjamín um launahlutfallið, það er hlutfall launa af vergum þáttatekjum, sem var árið 2017 tæplega 65 prósent hér á landi. Til samanburðar var umrætt hlutfall ríflega 55 prósent árið 2011. Tölfræðin þýddi að hvergi innan OECD rynni stærri hluti virðisaukans í samfélaginu til launþega en hér á landi. Halldór Benjamín benti á að núverandi hagvaxtarskeið, sem nú sæi fyrir endann á, væri það lengsta í íslenskri hagsögu eða um átta ár. Venjulega vöruðu uppsveiflur í þrjú til fimm ár. Staðan í hagkerfinu væri því brothætt og fara þyrfti með gát. „Ef við reynum með sanngirni að draga saman íslenska hagsögu í hnotskurn þá lýsir hún sér á þann veg að við höfum alltaf farið fram úr sjálfum okkur á toppi hagsveiflunnar,“ sagði Halldór Benjamín. Illa hefði gengið að ná sátt við verkalýðshreyfinguna um að byggja upp nýtt samningalíkan að norrænni fyrirmynd. Í stað þess að miða launahækkanir við stöðu útflutningsatvinnuveganna, líkt og á Norðurlöndunum, væri vanalega ekkert tillit tekið til efnahagsþróunarinnar. „Vandinn við þessa nálgun er að við vitum fyrir fram hver niðurstaðan verður. Við munum fara fram úr okkur eins og við höfum alltaf gert. Mismunurinn á því sem er til skiptanna og þeim innistæðulausu tékkum sem skrifaðir eru á takmörkuð verðmæti leiða alltaf til sömu niðurstöðu: Gengi krónunnar gefur eftir og verðbólga eykst því ekkert verður til úr engu. Við getum ekki skipt þeim verðmætum sem við erum ekki að framleiða,“ nefndi hann.
Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Kjaramál Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Sjá meira