Fiskistofa sviptir Kleifarberg veiðileyfi vegna brottkasts Vésteinn Örn Pétursson skrifar 4. janúar 2019 22:59 Fiskistofa svipti Kleifarberg veiðileyfi í þrjá mánuði. Vísir/Eyþór Fiskistofa hefur ákveðið að svipta fiskiskipið Kleifarberg RE veiðileyfi í þrjá mánuði frá og með 4. febrúar á þessu ári. Ástæða sviptingarinnar eru brot á lögum um brottkast. Útgerðarfélag Reykjavíkur segist ætla að kæra úrskurðinn. Fiskistofa tilkynnti 2. janúar að stofnunin hefði komist að þeirri niðurstöðu að áhöfn á Kleifarbergi hefði gerst sek um brot á lögum um brottkast afla. Þetta hafi myndskeið sem skipverji á skipinu lét Fiskistofu í té árið 2017 sýnt. Brotin hafi verið framin á árunum 2008 til 2016. Í tilkynningu frá ÚR kemur fram að félagið muni kæra úrskurð Fiskistofu til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins. Útgerðin telji málatilbúnað Fiskistofu ekki standast þar sem úrskurður hennar byggi á „lýsingu eins manns og myndskeiðum sem auðvelt er að eiga við og bjaga.“ Þá telur ÚR að þau brot sem Fiskistofa segir að hafi átt sér stað á árunum 2008 og 2010 séu löngu fyrnd, með vísan til laga um umgengni um nytjastofna sjávar. Í úrskurði Fiskistofu kemur einnig fram að athugasemdir lögmanns ÚR hafi aðeins snúið að því að auðvelt væri að falsa myndböndin og að myndskeið af meintu brottkasti frá árinu 2016 hafi verið sviðsett. Hins vegar hafi ekkert í athugasemdum lögmannsins snúið að því sem fram komi í myndskeiðunum sjálfum, þar sem brottkastið ku vera sýnt. Í yfirlýsingu ÚR segir að þrátt fyrir að útgerðin hafi ákveðið að kæra úrskurðinn fresti það ekki leyfissviptingunni. Telur ÚR að tap útgerðarinnar vegna bannsins geti numið allt að einum milljarði króna og að óvíst sé hvort að Kleifarberg haldi velli þegar leyfið er fengið að nýju. Runólfur Viðar Guðmundsson, framkvæmdastjóri ÚR, segir í tilkynningunni að vinnubrögð Fiskistofu séu hörð, og að leyfissviptingin sé „dauðadómur“ yfir skipinu þar sem líklegt sé að skipverjar þess finni sér aðra vinnu meðan bannið varir. „Ef skipið stoppar í 3 mánuði eru allar líkur á að sjómenn á Kleifabergi fái vinnu á öðrum skipum. Með þessari ákvörðun er verið að leggja niður 52 manna vinnustað.“ Sjávarútvegur Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira
Fiskistofa hefur ákveðið að svipta fiskiskipið Kleifarberg RE veiðileyfi í þrjá mánuði frá og með 4. febrúar á þessu ári. Ástæða sviptingarinnar eru brot á lögum um brottkast. Útgerðarfélag Reykjavíkur segist ætla að kæra úrskurðinn. Fiskistofa tilkynnti 2. janúar að stofnunin hefði komist að þeirri niðurstöðu að áhöfn á Kleifarbergi hefði gerst sek um brot á lögum um brottkast afla. Þetta hafi myndskeið sem skipverji á skipinu lét Fiskistofu í té árið 2017 sýnt. Brotin hafi verið framin á árunum 2008 til 2016. Í tilkynningu frá ÚR kemur fram að félagið muni kæra úrskurð Fiskistofu til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins. Útgerðin telji málatilbúnað Fiskistofu ekki standast þar sem úrskurður hennar byggi á „lýsingu eins manns og myndskeiðum sem auðvelt er að eiga við og bjaga.“ Þá telur ÚR að þau brot sem Fiskistofa segir að hafi átt sér stað á árunum 2008 og 2010 séu löngu fyrnd, með vísan til laga um umgengni um nytjastofna sjávar. Í úrskurði Fiskistofu kemur einnig fram að athugasemdir lögmanns ÚR hafi aðeins snúið að því að auðvelt væri að falsa myndböndin og að myndskeið af meintu brottkasti frá árinu 2016 hafi verið sviðsett. Hins vegar hafi ekkert í athugasemdum lögmannsins snúið að því sem fram komi í myndskeiðunum sjálfum, þar sem brottkastið ku vera sýnt. Í yfirlýsingu ÚR segir að þrátt fyrir að útgerðin hafi ákveðið að kæra úrskurðinn fresti það ekki leyfissviptingunni. Telur ÚR að tap útgerðarinnar vegna bannsins geti numið allt að einum milljarði króna og að óvíst sé hvort að Kleifarberg haldi velli þegar leyfið er fengið að nýju. Runólfur Viðar Guðmundsson, framkvæmdastjóri ÚR, segir í tilkynningunni að vinnubrögð Fiskistofu séu hörð, og að leyfissviptingin sé „dauðadómur“ yfir skipinu þar sem líklegt sé að skipverjar þess finni sér aðra vinnu meðan bannið varir. „Ef skipið stoppar í 3 mánuði eru allar líkur á að sjómenn á Kleifabergi fái vinnu á öðrum skipum. Með þessari ákvörðun er verið að leggja niður 52 manna vinnustað.“
Sjávarútvegur Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira