Segir breytingar á greiðsluþátttöku við tæknifrjóvganir færa okkur lengra frá Norðurlöndunum Nadine Guðrún Yaghi skrifar 6. janúar 2019 14:07 Breytingin hefur verið harðlega gagnrýnd. Vísir/Getty Reglugerð um greiðsluþátttöku við tæknifrjóvganir tók breytingum nú um áramót. Fyrir breytinguna var engin greiðsluþátttaka af hendi ríkisins í fyrsta skipti tæknifrjóvgunar en fimmtíu prósent þátttaka ef framkvæma þurfti aðgerðina í annað, þriðja og fjórða sinn. Eftir breytingu tekur ríkið þátt í kostnaði sem nemur fimm prósent í fyrsta skipti, þrjátíu prósent ef farið er í annað skipti en ríkið tekur engan þátt ef farið er í þriðja eða fjórða skipti. Breytingin hefur verið harðlega gagnrýnd og hún sögð hafa slæm áhrif á þá sem þurfa að fara í margar meðferðir sem er meirihluti þeirra sem hyggjast fara í tæknifrjóvgun. Fólk hefur nú þegar hætt við að fara í meðferð vegna þessa óvænta aukins kostnaðar. Snorri Einarsson, ófrjósemislæknir og yfirlæknir á Livio, segir að það hafi lengi verið þannig að niðurgreiðslur séu talsvert lægri hér á landi en á hinum Norðurlöndunum. „Grunnreglan er sú að fólk fær aðstoð við að eignast fyrsta barn og fær að fullu niðurgreiddar fyrstu þrjár meðferðirnar og þar að auki allar uppsetningar á frystum fósturvísum. Það er gríðarlegur munur og þetta er fyrir þá sem þurfa að fara í margar meðferðir áður en langþráð barn fæðist, þetta hleypur á mörg hundruð þúsund og alveg upp í milljón.“ Snorri segir að það virðist vanta upp á skilning yfirvalda á sjúkdómnum ófrjósemi. „Líka að til verða fleiri börn sem verða hraustir og virkir þátttakendur í samfélaginu og þetta held ég að fólk sé búið að sjá og er til í að horfa nógu langt fram á veginn á hinum Norðurlöndunum til þess að leyfa sér að styðja við þessa tegund,“ segir Snorri. Aðspurð um það hvers vegna ekki sé horft til nágrannaþjóðanna segir Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra að þetta snúist um forgangsröðin. „Við erum auðvitað bara að horfa á hvernig við viljum ráðstafa því fé sem við erum að leggja til varðandi greiðsluþátttöku sjúklinga og mín markmið hafa fyrst og fremst snúið um almenna heilbrigðisþjónustu. Núna um síðustu áramót erum við að falla frá gjaldtöku í heilsugæslunni fyrir öryrkja og aldraða og það er auðvitað ákvörðun sem varðar mjög marga,“ segir Svandís. Frjósemi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Hafnar því að verið sé að draga úr greiðsluþátttöku ríkisins vegna tæknifrjóvgana Fæðingartíðni á Íslandi hefur jafnt og þétt minnkað og er nú um 1,71 barn á hverja konu. Yfirleitt er miðað við að frjósemi þurfi að vera um 2,1 barn til þess að viðhalda mannfjöldanum til lengri tíma litið. 4. janúar 2019 18:45 Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Reglugerð um greiðsluþátttöku við tæknifrjóvganir tók breytingum nú um áramót. Fyrir breytinguna var engin greiðsluþátttaka af hendi ríkisins í fyrsta skipti tæknifrjóvgunar en fimmtíu prósent þátttaka ef framkvæma þurfti aðgerðina í annað, þriðja og fjórða sinn. Eftir breytingu tekur ríkið þátt í kostnaði sem nemur fimm prósent í fyrsta skipti, þrjátíu prósent ef farið er í annað skipti en ríkið tekur engan þátt ef farið er í þriðja eða fjórða skipti. Breytingin hefur verið harðlega gagnrýnd og hún sögð hafa slæm áhrif á þá sem þurfa að fara í margar meðferðir sem er meirihluti þeirra sem hyggjast fara í tæknifrjóvgun. Fólk hefur nú þegar hætt við að fara í meðferð vegna þessa óvænta aukins kostnaðar. Snorri Einarsson, ófrjósemislæknir og yfirlæknir á Livio, segir að það hafi lengi verið þannig að niðurgreiðslur séu talsvert lægri hér á landi en á hinum Norðurlöndunum. „Grunnreglan er sú að fólk fær aðstoð við að eignast fyrsta barn og fær að fullu niðurgreiddar fyrstu þrjár meðferðirnar og þar að auki allar uppsetningar á frystum fósturvísum. Það er gríðarlegur munur og þetta er fyrir þá sem þurfa að fara í margar meðferðir áður en langþráð barn fæðist, þetta hleypur á mörg hundruð þúsund og alveg upp í milljón.“ Snorri segir að það virðist vanta upp á skilning yfirvalda á sjúkdómnum ófrjósemi. „Líka að til verða fleiri börn sem verða hraustir og virkir þátttakendur í samfélaginu og þetta held ég að fólk sé búið að sjá og er til í að horfa nógu langt fram á veginn á hinum Norðurlöndunum til þess að leyfa sér að styðja við þessa tegund,“ segir Snorri. Aðspurð um það hvers vegna ekki sé horft til nágrannaþjóðanna segir Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra að þetta snúist um forgangsröðin. „Við erum auðvitað bara að horfa á hvernig við viljum ráðstafa því fé sem við erum að leggja til varðandi greiðsluþátttöku sjúklinga og mín markmið hafa fyrst og fremst snúið um almenna heilbrigðisþjónustu. Núna um síðustu áramót erum við að falla frá gjaldtöku í heilsugæslunni fyrir öryrkja og aldraða og það er auðvitað ákvörðun sem varðar mjög marga,“ segir Svandís.
Frjósemi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Hafnar því að verið sé að draga úr greiðsluþátttöku ríkisins vegna tæknifrjóvgana Fæðingartíðni á Íslandi hefur jafnt og þétt minnkað og er nú um 1,71 barn á hverja konu. Yfirleitt er miðað við að frjósemi þurfi að vera um 2,1 barn til þess að viðhalda mannfjöldanum til lengri tíma litið. 4. janúar 2019 18:45 Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Hafnar því að verið sé að draga úr greiðsluþátttöku ríkisins vegna tæknifrjóvgana Fæðingartíðni á Íslandi hefur jafnt og þétt minnkað og er nú um 1,71 barn á hverja konu. Yfirleitt er miðað við að frjósemi þurfi að vera um 2,1 barn til þess að viðhalda mannfjöldanum til lengri tíma litið. 4. janúar 2019 18:45