Hafa ekki val um annað en að fara í þriðju meðferðina Stefán Ó. Jónsson skrifar 7. janúar 2019 10:00 Gunnar Ásgeir Ásgeirsson og Guðfinna Jakobsdóttir Hjarðar ræddu sögu sína í kvöldfréttum Stöðvar 2. Vísir/Arnar Pari sem hefur farið í tvær misheppnaðar glasafrjóvganir líður eins og annars flokks þegnum eftir breytingar á greiðsluþátttöku við tæknifrjóvganir. Ófrjósemi sé að aukast og fæðingum að fækka og því skjóti skökku við að stjórnvöld leggi stein í götu þeirra sem vilja ráðast í barneignir. Reglugerð um greiðsluþátttöku við tæknifrjóvganir tók breytingum nú um áramót. Eftir breytingu tekur ríkið þátt í kostnaði sem nemur fimm prósent í fyrsta skipti, þrjátíu prósent ef farið er í annað skipti en ríkið tekur engan þátt ef farið er í þriðja eða fjórða skipti. Guðfinna Jakobsdóttir Hjarðar er með sjúkdóminn legslímuflakk, eða endómetríósu, sem valdið hefur miklum skaða á líffærum í kviðarholi hennar. Hún og unnusti hennar höfðu farið í tvær glasameðferðir til að reyna að eignast barn meðan gömlu reglugerðarinnar naut við og hafa þau fyrirhugað að fara í þá þriðju nú í upphafi árs. Með tilkomu nýja fyrirkomulagsins verður þeim gert að greiða þá meðferð, og aðrar ef til þess kemur, að fullu. Það gerir um 480 þúsund í hvert sinn.Sjá einnig: Segir breytingar á greiðsluþátttöku við tæknifrjóvganir færa okkur lengra frá Norðurlöndunum„Læknirinn minn telur að endómetríósan hafi haft mun meiri áhrif heldur en við gerðum okkur grein fyrir í upphafi. Þannig að núna er ég bara að bíða eftir símtali frá Landspítala um aðgerð en það á að fjarlægja vef í kviðarholinu. Í kjölfarið verðum við keyrð strax í þriðju meðferð,“ segir Guðfinna. Eitt af hverjum sex pörum berst við ófrjósemi Breytingarnar á fyrirkomulagi greiðsluþátttökunnar hafa þó ekki áhrif á áform þeirra Guðfinnu og Gunnars Ásgeirs Ásgeirssonar, unnusta hennar. „Nei, því við erum bara í kapphlaupi við tímann. Ég er orðin 31 árs, eftir fjögur ár þá fer frjósemi mín að dala eins og allra kvenna í heiminum. Þannig að við höfum ekki val, við verðum að fara í þriðju meðferðina ef við ætlum að gera þetta svona,“ segir Guðfinna. Þeim Guðfinnu og Gunnari þykir skjóta skökku við að ríkið komi ekki meira til móts við fólk sem hyggur á barneignir. Ófrjósemi sé sjúkdómur 21. aldarinnar og við því verði að bregðast. „Maður er alltaf að sjá fréttir um það að fæðingartíðni á Íslandi hafi aldrei verið minni,“ segir Gunnar. Fólk sé í auknum mæli farið að kjósa vinnuferil fram yfir barneignir. „Þetta línurit sem að er sýnt, það er alltaf á leiðinni niður,“ bætir Gunnar við og Guðfinna tekur í sama streng. „Eitt af hverjum sex pörum glímir við ófrjósemi. Það er tæplega 17 prósent af fólki á Íslandi í dag. Þetta er meira en fólk gerir sér grein fyrir.“ Ófrjósemi sé sjúkdómur eins og hver annar. Guðfinnu og Gunnari segjast því líða eins og annars flokks þegnum eftir að stjórnvöld ákváðu að leggja stein í götu þeirra - og annarra sem vilja eignast börn. Rætt var við Guðfinnu og Gunnar í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær, viðtalið við þau má sjá í spilaranum hér að ofan. Fjölskyldumál Frjósemi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Segir breytingar á greiðsluþátttöku við tæknifrjóvganir færa okkur lengra frá Norðurlöndunum Eftir breytingu tekur ríkið þátt í kostnaði sem nemur fimm prósent í fyrsta skipti, þrjátíu prósent ef farið er í annað skipti en ríkið tekur engan þátt ef farið er í þriðja eða fjórða skipti. 6. janúar 2019 14:07 Hafnar því að verið sé að draga úr greiðsluþátttöku ríkisins vegna tæknifrjóvgana Fæðingartíðni á Íslandi hefur jafnt og þétt minnkað og er nú um 1,71 barn á hverja konu. Yfirleitt er miðað við að frjósemi þurfi að vera um 2,1 barn til þess að viðhalda mannfjöldanum til lengri tíma litið. 4. janúar 2019 18:45 Mest lesið „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Erlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Innlent Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Innlent Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Erlent Fleiri fréttir Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Eftirlýstur náðist á nöglunum Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Sjá meira
Pari sem hefur farið í tvær misheppnaðar glasafrjóvganir líður eins og annars flokks þegnum eftir breytingar á greiðsluþátttöku við tæknifrjóvganir. Ófrjósemi sé að aukast og fæðingum að fækka og því skjóti skökku við að stjórnvöld leggi stein í götu þeirra sem vilja ráðast í barneignir. Reglugerð um greiðsluþátttöku við tæknifrjóvganir tók breytingum nú um áramót. Eftir breytingu tekur ríkið þátt í kostnaði sem nemur fimm prósent í fyrsta skipti, þrjátíu prósent ef farið er í annað skipti en ríkið tekur engan þátt ef farið er í þriðja eða fjórða skipti. Guðfinna Jakobsdóttir Hjarðar er með sjúkdóminn legslímuflakk, eða endómetríósu, sem valdið hefur miklum skaða á líffærum í kviðarholi hennar. Hún og unnusti hennar höfðu farið í tvær glasameðferðir til að reyna að eignast barn meðan gömlu reglugerðarinnar naut við og hafa þau fyrirhugað að fara í þá þriðju nú í upphafi árs. Með tilkomu nýja fyrirkomulagsins verður þeim gert að greiða þá meðferð, og aðrar ef til þess kemur, að fullu. Það gerir um 480 þúsund í hvert sinn.Sjá einnig: Segir breytingar á greiðsluþátttöku við tæknifrjóvganir færa okkur lengra frá Norðurlöndunum„Læknirinn minn telur að endómetríósan hafi haft mun meiri áhrif heldur en við gerðum okkur grein fyrir í upphafi. Þannig að núna er ég bara að bíða eftir símtali frá Landspítala um aðgerð en það á að fjarlægja vef í kviðarholinu. Í kjölfarið verðum við keyrð strax í þriðju meðferð,“ segir Guðfinna. Eitt af hverjum sex pörum berst við ófrjósemi Breytingarnar á fyrirkomulagi greiðsluþátttökunnar hafa þó ekki áhrif á áform þeirra Guðfinnu og Gunnars Ásgeirs Ásgeirssonar, unnusta hennar. „Nei, því við erum bara í kapphlaupi við tímann. Ég er orðin 31 árs, eftir fjögur ár þá fer frjósemi mín að dala eins og allra kvenna í heiminum. Þannig að við höfum ekki val, við verðum að fara í þriðju meðferðina ef við ætlum að gera þetta svona,“ segir Guðfinna. Þeim Guðfinnu og Gunnari þykir skjóta skökku við að ríkið komi ekki meira til móts við fólk sem hyggur á barneignir. Ófrjósemi sé sjúkdómur 21. aldarinnar og við því verði að bregðast. „Maður er alltaf að sjá fréttir um það að fæðingartíðni á Íslandi hafi aldrei verið minni,“ segir Gunnar. Fólk sé í auknum mæli farið að kjósa vinnuferil fram yfir barneignir. „Þetta línurit sem að er sýnt, það er alltaf á leiðinni niður,“ bætir Gunnar við og Guðfinna tekur í sama streng. „Eitt af hverjum sex pörum glímir við ófrjósemi. Það er tæplega 17 prósent af fólki á Íslandi í dag. Þetta er meira en fólk gerir sér grein fyrir.“ Ófrjósemi sé sjúkdómur eins og hver annar. Guðfinnu og Gunnari segjast því líða eins og annars flokks þegnum eftir að stjórnvöld ákváðu að leggja stein í götu þeirra - og annarra sem vilja eignast börn. Rætt var við Guðfinnu og Gunnar í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær, viðtalið við þau má sjá í spilaranum hér að ofan.
Fjölskyldumál Frjósemi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Segir breytingar á greiðsluþátttöku við tæknifrjóvganir færa okkur lengra frá Norðurlöndunum Eftir breytingu tekur ríkið þátt í kostnaði sem nemur fimm prósent í fyrsta skipti, þrjátíu prósent ef farið er í annað skipti en ríkið tekur engan þátt ef farið er í þriðja eða fjórða skipti. 6. janúar 2019 14:07 Hafnar því að verið sé að draga úr greiðsluþátttöku ríkisins vegna tæknifrjóvgana Fæðingartíðni á Íslandi hefur jafnt og þétt minnkað og er nú um 1,71 barn á hverja konu. Yfirleitt er miðað við að frjósemi þurfi að vera um 2,1 barn til þess að viðhalda mannfjöldanum til lengri tíma litið. 4. janúar 2019 18:45 Mest lesið „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Erlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Innlent Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Innlent Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Erlent Fleiri fréttir Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Eftirlýstur náðist á nöglunum Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Sjá meira
Segir breytingar á greiðsluþátttöku við tæknifrjóvganir færa okkur lengra frá Norðurlöndunum Eftir breytingu tekur ríkið þátt í kostnaði sem nemur fimm prósent í fyrsta skipti, þrjátíu prósent ef farið er í annað skipti en ríkið tekur engan þátt ef farið er í þriðja eða fjórða skipti. 6. janúar 2019 14:07
Hafnar því að verið sé að draga úr greiðsluþátttöku ríkisins vegna tæknifrjóvgana Fæðingartíðni á Íslandi hefur jafnt og þétt minnkað og er nú um 1,71 barn á hverja konu. Yfirleitt er miðað við að frjósemi þurfi að vera um 2,1 barn til þess að viðhalda mannfjöldanum til lengri tíma litið. 4. janúar 2019 18:45