Símreikningurinn fjórfalt hærri en lagt var upp með Stefán Ó. Jónsson skrifar 7. janúar 2019 14:40 Margir könnuðust við raunir konunnar sem reyndi að átta sig á símareikningunum í Áramótaskaupinu. RÚV Neytendasamtökin segjast hafa fengið „margar ábendingar og kvartanir“ vegna breytinga á þjónustuleiðum fjarskiptafélaga. Þá segja samtökin oft erfitt að skilja reikningana sem frá fjarskiptafyrirtækjunum koma, og vitna til atriðis úr Áramótaskaupinu. Dæmi eru um að fólk hafi þurft að greiða fjórfalt hærri símreikning en þjónustuleiðin kvað á um. „Ýmist er gagnamagn aukið eða minnkað, mismunandi leiðir eru farnar í að mæla notkun og símtöl eru annað hvort ókeypis eða gjaldskyld,“ segir í frétt á vef Neytendasamtakanna og bætt við að því sé algengt að fólk sem byrjaði í viðskiptum við fjarskiptafélag í ákveðinni þjónustuleið sé allt í einu farið að borga mun hærra verð fyrir þjónustu sem það notfærir sér ekki að öllu leyti. „Þetta telja Neytendasamtökin grafalvarlegt og þá sérstaklega þegar tilkynningar frá fjarskiptafélögum koma einungis fram á greiðsluseðlum,“ sem oft geti verið erfitt að skilja sem fyrr segir.Fékk gagnamagn sem hann gat ekki notað Í frétt Neytendasamtakanna er reifað mál félagsmanns sem sagður er hafa verið í viðskiptum við ónefnt fjarskiptafélag til margra ára. Á hann að hafa greitt upphaflega 890 krónur á mánuði. „Þegar hann skoðaði reikningsyfirlit sitt kom í ljós að undanfarna 17 mánuði hafði hann greitt 3.870 krónur á mánuði. Þegar leitað var skýringa frá fjarskiptafélaginu kom í ljós að þjónustuleiðum hafði verið breytt þannig að „minnsti pakkinn” hafði verið stækkaður og gagnamagni upp á 30GB bætt við.“ Síðar átti nýr, minni pakki eftir að líta dagsins ljós sem er sagður hafa hentað umræddum félagsmanni betur. „Það sem er athyglisvert í þessu máli er að félagsmaður var færður upp úr minnsta pakkanum í stærri pakka, sem var þó enn minnstur, en síðan þegar nýr minni pakki var búinn til var hann ekki færður þangað aftur þrátt fyrir að hafa aldrei nýtt sér nokkuð af því gagnamagni sem fylgdi á öllu þessu tímabili, enda með eldri gerð af farsíma en ekki snjallsíma.“ Þessi frásögn þykir svipa til fyrrnefnds atriðis úr Áramótaskaupinu síðasta, þar sem par veltir fyrir sér óræðum reikningum sem borist hafa frá fjarskiptafyrirtækjum. Neytendur Mest lesið Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Sjá meira
Neytendasamtökin segjast hafa fengið „margar ábendingar og kvartanir“ vegna breytinga á þjónustuleiðum fjarskiptafélaga. Þá segja samtökin oft erfitt að skilja reikningana sem frá fjarskiptafyrirtækjunum koma, og vitna til atriðis úr Áramótaskaupinu. Dæmi eru um að fólk hafi þurft að greiða fjórfalt hærri símreikning en þjónustuleiðin kvað á um. „Ýmist er gagnamagn aukið eða minnkað, mismunandi leiðir eru farnar í að mæla notkun og símtöl eru annað hvort ókeypis eða gjaldskyld,“ segir í frétt á vef Neytendasamtakanna og bætt við að því sé algengt að fólk sem byrjaði í viðskiptum við fjarskiptafélag í ákveðinni þjónustuleið sé allt í einu farið að borga mun hærra verð fyrir þjónustu sem það notfærir sér ekki að öllu leyti. „Þetta telja Neytendasamtökin grafalvarlegt og þá sérstaklega þegar tilkynningar frá fjarskiptafélögum koma einungis fram á greiðsluseðlum,“ sem oft geti verið erfitt að skilja sem fyrr segir.Fékk gagnamagn sem hann gat ekki notað Í frétt Neytendasamtakanna er reifað mál félagsmanns sem sagður er hafa verið í viðskiptum við ónefnt fjarskiptafélag til margra ára. Á hann að hafa greitt upphaflega 890 krónur á mánuði. „Þegar hann skoðaði reikningsyfirlit sitt kom í ljós að undanfarna 17 mánuði hafði hann greitt 3.870 krónur á mánuði. Þegar leitað var skýringa frá fjarskiptafélaginu kom í ljós að þjónustuleiðum hafði verið breytt þannig að „minnsti pakkinn” hafði verið stækkaður og gagnamagni upp á 30GB bætt við.“ Síðar átti nýr, minni pakki eftir að líta dagsins ljós sem er sagður hafa hentað umræddum félagsmanni betur. „Það sem er athyglisvert í þessu máli er að félagsmaður var færður upp úr minnsta pakkanum í stærri pakka, sem var þó enn minnstur, en síðan þegar nýr minni pakki var búinn til var hann ekki færður þangað aftur þrátt fyrir að hafa aldrei nýtt sér nokkuð af því gagnamagni sem fylgdi á öllu þessu tímabili, enda með eldri gerð af farsíma en ekki snjallsíma.“ Þessi frásögn þykir svipa til fyrrnefnds atriðis úr Áramótaskaupinu síðasta, þar sem par veltir fyrir sér óræðum reikningum sem borist hafa frá fjarskiptafyrirtækjum.
Neytendur Mest lesið Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Sjá meira