Tvö gömul tré fá að standa eftir í nýjum miðbæ á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 7. janúar 2019 20:15 Tvö reyniviðatré vekja athygli bæjarbúa á Selfossi þessa dagana því þau standa ein og sér þar sem nýr miðbær mun byggjast upp. Framkvæmdir við nýja miðbæinn ganga vel en búið er að grafa stóra og djúpa holu þar sem mjólkursafn og aðrar byggingar munu rísa. Jarðvegsframkvæmdir í nýja miðbænum ganga vel en það er ansi langt á fast og því hefur risa hola myndast á svæðinu sem á eftir að fylla upp í. Tvö tré standa þó eftir í holunni sem eiga að vera hluti af nýja miðbænum til minningar um það sem áður var. Sigtún Þróunarfélag er að byggja nýja miðbæinn. „Þetta voru tré, annars vegar alpareynir og reyniviður sem voru í bakgarðinum á Ingólfi, frægu húsi sem stóð hér við brúarsporðinn. Líklega hefur trjánum verið plantað í kringum 1930. Þau standa á skemmtilegum stað gagnvart verkefninu, standa á miðju torginu við mjólkurbúið. Það var upplagt að vernda þessi tré og hafa þau sem hluta af nýrri heild í miðbænum,“ segir Leó Árnason, framkvæmdastjóri Sigtún Þróunarfélags Vísir/Magnús HlynurEn stóð alltaf til að trén fengju að vera eða áttu þau að fara ?„Verktakarnir voru ánægðir og tilbúnir að gera þetta með okkur, auðvitað verða trén fyrir á meðan á framkvæmdum stendur en þeir voru tilbúnir að hliðra til. Það er mjög gaman að hafa þetta tækifæri því það er algengt þegar maður er í svona verkefnum að maður neyðist til þess að taka muni, hluti eða tré í þessu tilfelli, sem væri skemmtilegra ef þeir fengju að halda sér á sínum stað og það er því frábært að geta gert það hér,“ bætir Leó við. Leó segist heyra það víða að bæjarbúar á Selfossi séu mjög ánægðir með að trén skulu fá að halda sér. Árborg Skipulag Skógrækt og landgræðsla Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Tvö reyniviðatré vekja athygli bæjarbúa á Selfossi þessa dagana því þau standa ein og sér þar sem nýr miðbær mun byggjast upp. Framkvæmdir við nýja miðbæinn ganga vel en búið er að grafa stóra og djúpa holu þar sem mjólkursafn og aðrar byggingar munu rísa. Jarðvegsframkvæmdir í nýja miðbænum ganga vel en það er ansi langt á fast og því hefur risa hola myndast á svæðinu sem á eftir að fylla upp í. Tvö tré standa þó eftir í holunni sem eiga að vera hluti af nýja miðbænum til minningar um það sem áður var. Sigtún Þróunarfélag er að byggja nýja miðbæinn. „Þetta voru tré, annars vegar alpareynir og reyniviður sem voru í bakgarðinum á Ingólfi, frægu húsi sem stóð hér við brúarsporðinn. Líklega hefur trjánum verið plantað í kringum 1930. Þau standa á skemmtilegum stað gagnvart verkefninu, standa á miðju torginu við mjólkurbúið. Það var upplagt að vernda þessi tré og hafa þau sem hluta af nýrri heild í miðbænum,“ segir Leó Árnason, framkvæmdastjóri Sigtún Þróunarfélags Vísir/Magnús HlynurEn stóð alltaf til að trén fengju að vera eða áttu þau að fara ?„Verktakarnir voru ánægðir og tilbúnir að gera þetta með okkur, auðvitað verða trén fyrir á meðan á framkvæmdum stendur en þeir voru tilbúnir að hliðra til. Það er mjög gaman að hafa þetta tækifæri því það er algengt þegar maður er í svona verkefnum að maður neyðist til þess að taka muni, hluti eða tré í þessu tilfelli, sem væri skemmtilegra ef þeir fengju að halda sér á sínum stað og það er því frábært að geta gert það hér,“ bætir Leó við. Leó segist heyra það víða að bæjarbúar á Selfossi séu mjög ánægðir með að trén skulu fá að halda sér.
Árborg Skipulag Skógrækt og landgræðsla Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira