Tvö gömul tré fá að standa eftir í nýjum miðbæ á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 7. janúar 2019 20:15 Tvö reyniviðatré vekja athygli bæjarbúa á Selfossi þessa dagana því þau standa ein og sér þar sem nýr miðbær mun byggjast upp. Framkvæmdir við nýja miðbæinn ganga vel en búið er að grafa stóra og djúpa holu þar sem mjólkursafn og aðrar byggingar munu rísa. Jarðvegsframkvæmdir í nýja miðbænum ganga vel en það er ansi langt á fast og því hefur risa hola myndast á svæðinu sem á eftir að fylla upp í. Tvö tré standa þó eftir í holunni sem eiga að vera hluti af nýja miðbænum til minningar um það sem áður var. Sigtún Þróunarfélag er að byggja nýja miðbæinn. „Þetta voru tré, annars vegar alpareynir og reyniviður sem voru í bakgarðinum á Ingólfi, frægu húsi sem stóð hér við brúarsporðinn. Líklega hefur trjánum verið plantað í kringum 1930. Þau standa á skemmtilegum stað gagnvart verkefninu, standa á miðju torginu við mjólkurbúið. Það var upplagt að vernda þessi tré og hafa þau sem hluta af nýrri heild í miðbænum,“ segir Leó Árnason, framkvæmdastjóri Sigtún Þróunarfélags Vísir/Magnús HlynurEn stóð alltaf til að trén fengju að vera eða áttu þau að fara ?„Verktakarnir voru ánægðir og tilbúnir að gera þetta með okkur, auðvitað verða trén fyrir á meðan á framkvæmdum stendur en þeir voru tilbúnir að hliðra til. Það er mjög gaman að hafa þetta tækifæri því það er algengt þegar maður er í svona verkefnum að maður neyðist til þess að taka muni, hluti eða tré í þessu tilfelli, sem væri skemmtilegra ef þeir fengju að halda sér á sínum stað og það er því frábært að geta gert það hér,“ bætir Leó við. Leó segist heyra það víða að bæjarbúar á Selfossi séu mjög ánægðir með að trén skulu fá að halda sér. Árborg Skipulag Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Fleiri fréttir Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Sjá meira
Tvö reyniviðatré vekja athygli bæjarbúa á Selfossi þessa dagana því þau standa ein og sér þar sem nýr miðbær mun byggjast upp. Framkvæmdir við nýja miðbæinn ganga vel en búið er að grafa stóra og djúpa holu þar sem mjólkursafn og aðrar byggingar munu rísa. Jarðvegsframkvæmdir í nýja miðbænum ganga vel en það er ansi langt á fast og því hefur risa hola myndast á svæðinu sem á eftir að fylla upp í. Tvö tré standa þó eftir í holunni sem eiga að vera hluti af nýja miðbænum til minningar um það sem áður var. Sigtún Þróunarfélag er að byggja nýja miðbæinn. „Þetta voru tré, annars vegar alpareynir og reyniviður sem voru í bakgarðinum á Ingólfi, frægu húsi sem stóð hér við brúarsporðinn. Líklega hefur trjánum verið plantað í kringum 1930. Þau standa á skemmtilegum stað gagnvart verkefninu, standa á miðju torginu við mjólkurbúið. Það var upplagt að vernda þessi tré og hafa þau sem hluta af nýrri heild í miðbænum,“ segir Leó Árnason, framkvæmdastjóri Sigtún Þróunarfélags Vísir/Magnús HlynurEn stóð alltaf til að trén fengju að vera eða áttu þau að fara ?„Verktakarnir voru ánægðir og tilbúnir að gera þetta með okkur, auðvitað verða trén fyrir á meðan á framkvæmdum stendur en þeir voru tilbúnir að hliðra til. Það er mjög gaman að hafa þetta tækifæri því það er algengt þegar maður er í svona verkefnum að maður neyðist til þess að taka muni, hluti eða tré í þessu tilfelli, sem væri skemmtilegra ef þeir fengju að halda sér á sínum stað og það er því frábært að geta gert það hér,“ bætir Leó við. Leó segist heyra það víða að bæjarbúar á Selfossi séu mjög ánægðir með að trén skulu fá að halda sér.
Árborg Skipulag Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Fleiri fréttir Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Sjá meira