Lífgjöf Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 8. janúar 2019 07:00 Í Áramótaskaupinu, þegar sungið var í spurn hvort hommar væru kannski menn, var enn á ný, og vonandi í síðasta skipti, kallað eftir nútímalegri nálgun til blóðgjafa karla sem stunda kynlíf með öðrum körlum (MSM). Það er fyrir löngu orðið tímabært að innleiða nýjar aðferðir og viðhorf í blóðgjöf á Íslandi. Vert er að minna á það að í umfjöllun síðustu daga um blóðgjöf hefur ítrekað verið rætt um blóðgjafir homma. Kynhneigð kemur á engan hátt málinu við. Allir hommar stunda kynlíf með körlum, en ekki allir karlmenn sem stunda kynlíf með körlum eru hommar. Spurningin snýst um vissa áhættuhegðun, ekki kynverund. Síðar í þessum mánuði er von á áliti frá ráðgjafarnefnd um blóðgjafaþjónustu um hvort slaka beri á þeim reglum sem gilda hér á landi um blóðgjafir þessa hóps. Á meðan þessi vinna stóð yfir lýsti sóttvarnalæknir þeirri skoðun að, með teknu tilliti til reynslu og áhættumats annarra þjóða, „þá komi vel til álita að heimila MSM að gefa blóð að undangengnu 6 mánaða kynlífsbindindi“. Í dag er karlmönnum sem stundað hafa kynlíf með öðrum körlum alfarið bannað að gefa blóð. Þessi aðferð, sem vissulega mátti færa rök fyrir á sínum tíma, er fyrst og fremst varúðarráðstöfun sem gripið var til þegar aðstæður voru sannarlega aðrar en þær eru í dag. Í dag, í krafti nútíma greiningartækni og dýpri þekkingar á þeim blóðsjúkdómum (HIV, lifrarbólgu B og C) sem algengari eru í þessum hópi en öðrum, er vel hægt að færa áhersluna frá varúðarráðstöfun og í kerfi sem byggir á áhættustýringu; kerfi sem grundvallað er á nýjustu vísindaþekkingu, umhyggju og skilningi. Þetta er fordæmi sem margar þjóðir hafa sett á síðustu 20 árum með því að útrýma altæku banni við blóðgjöf MSM-hópsins, eða takmarka frestanir á blóðgjöfum og þess í stað innleitt persónubundið áhættumat sem byggir á skimunum. Almennt séð hafa þessar breytingar gefið góða raun. Réttur blóðþegans til að fá örugga blóðgjöf er og verður frumskilyrði blóðgjafakerfisins. Á því verður engin breyting. En hornsteinn þessa kerfis er blóðgjafinn og lífgjöf hans. Og sem slíkir eiga blóðgjafar skilið að tekið sé tillit til ábendinga og áhyggja þeirra. Ósérplægni, eða einfaldlega mannkærleikur, er einstaklingsbundin tilhneiging, en um leið mikið samfélagslegt mótunarafl. Þessa tilhneigingu núverandi og mögulegra blóðgjafa verður að vernda. Hún er, rétt eins og blóðið sem rennur í æðum þeirra, sjaldgæf verðmæti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Reddarinn Geiri í Glaumbæ - gömul saga og ný Jakob Frímann Magnússon Skoðun Varist eftirlíkingar Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Pólitíska umhverfið í dag – sviðsett leiksýning Ágústa Árnadóttir Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson Skoðun Halldór 16.11.2024 Halldór Skoðun Skoðun Samfélag fyrir okkur öll Alexandra Briem skrifar Skoðun Pólitíska umhverfið í dag – sviðsett leiksýning Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Reddarinn Geiri í Glaumbæ - gömul saga og ný Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson skrifar Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Skoðun Varist eftirlíkingar Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Íslenskan okkar allra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Skyldan við ungt fólk og framtíðina Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Tökum aftur völdin í sjávarútvegi Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Forarpyttur fordómanna – forðumst hann! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Örugg og fagleg lyfjaendurnýjun – hagur sjúklinga Már Egilsson skrifar Skoðun Rangar lögheimilisskráningar og skynsemishyggja Ingibjörg Bernhöft skrifar Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson skrifar Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Sjá meira
Í Áramótaskaupinu, þegar sungið var í spurn hvort hommar væru kannski menn, var enn á ný, og vonandi í síðasta skipti, kallað eftir nútímalegri nálgun til blóðgjafa karla sem stunda kynlíf með öðrum körlum (MSM). Það er fyrir löngu orðið tímabært að innleiða nýjar aðferðir og viðhorf í blóðgjöf á Íslandi. Vert er að minna á það að í umfjöllun síðustu daga um blóðgjöf hefur ítrekað verið rætt um blóðgjafir homma. Kynhneigð kemur á engan hátt málinu við. Allir hommar stunda kynlíf með körlum, en ekki allir karlmenn sem stunda kynlíf með körlum eru hommar. Spurningin snýst um vissa áhættuhegðun, ekki kynverund. Síðar í þessum mánuði er von á áliti frá ráðgjafarnefnd um blóðgjafaþjónustu um hvort slaka beri á þeim reglum sem gilda hér á landi um blóðgjafir þessa hóps. Á meðan þessi vinna stóð yfir lýsti sóttvarnalæknir þeirri skoðun að, með teknu tilliti til reynslu og áhættumats annarra þjóða, „þá komi vel til álita að heimila MSM að gefa blóð að undangengnu 6 mánaða kynlífsbindindi“. Í dag er karlmönnum sem stundað hafa kynlíf með öðrum körlum alfarið bannað að gefa blóð. Þessi aðferð, sem vissulega mátti færa rök fyrir á sínum tíma, er fyrst og fremst varúðarráðstöfun sem gripið var til þegar aðstæður voru sannarlega aðrar en þær eru í dag. Í dag, í krafti nútíma greiningartækni og dýpri þekkingar á þeim blóðsjúkdómum (HIV, lifrarbólgu B og C) sem algengari eru í þessum hópi en öðrum, er vel hægt að færa áhersluna frá varúðarráðstöfun og í kerfi sem byggir á áhættustýringu; kerfi sem grundvallað er á nýjustu vísindaþekkingu, umhyggju og skilningi. Þetta er fordæmi sem margar þjóðir hafa sett á síðustu 20 árum með því að útrýma altæku banni við blóðgjöf MSM-hópsins, eða takmarka frestanir á blóðgjöfum og þess í stað innleitt persónubundið áhættumat sem byggir á skimunum. Almennt séð hafa þessar breytingar gefið góða raun. Réttur blóðþegans til að fá örugga blóðgjöf er og verður frumskilyrði blóðgjafakerfisins. Á því verður engin breyting. En hornsteinn þessa kerfis er blóðgjafinn og lífgjöf hans. Og sem slíkir eiga blóðgjafar skilið að tekið sé tillit til ábendinga og áhyggja þeirra. Ósérplægni, eða einfaldlega mannkærleikur, er einstaklingsbundin tilhneiging, en um leið mikið samfélagslegt mótunarafl. Þessa tilhneigingu núverandi og mögulegra blóðgjafa verður að vernda. Hún er, rétt eins og blóðið sem rennur í æðum þeirra, sjaldgæf verðmæti.
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen skrifar
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun