Hvalir með júmbóþotu til Keflavíkurflugvallar Garðar Örn Úlfarsson skrifar 8. janúar 2019 07:30 Mjaldrarnir Litla-Hvít og Litla-Grá flytja til Heimaeyjar í vor. Fréttablaðið/GVA Flugfélagið Cargolux ætlar að kosta ferð Boeing 747 flutningavélar, svokallaðrar júmbóþotu, með tvo hvali nærri 10 þúsund kílómetra leið frá Kína til Vestmannaeyja. Fram kemur á flugvefnum aircargonews.net að flogið verði með hvalina tvo, sem eru mjaldrar, til Íslands, vorið 2019. Mjaldrarnir tveir, Litla-Grá og Litla-Hvít, eru nú í sjávardýragarði í Sjanghaí í Kína. Frá og með næsta vori eiga hvalirnir að fá athvarf í og við Heimaey og þar er nú unnið að því að búa þeim samastað. Það er fyrirtækið Merlin Entertainments sem stendur að baki verkefninu. „Þetta er flókið en sannarlega gefandi verkefni að vinna að og við erum Cargolux sérstaklega þakklát fyrir örlæti þeirra að verða opinber samstarfsaðili okkar og hjálpa okkur og koma Litlu-Hvít og Litlu-Grá í sitt nýja, náttúrulega heimili,“ hefur aircargonews.net eftir Andy Bool, formanni Sea Life Trust. Bool segir enn fremur við aircargonews.net að hvalirnir tveir hafi á síðustu mánuðum verið í þjálfun fyrir flutninginn. Þegar að honum komi verði lið sérfræðinga á sólarhringsvakt til að tryggja að allt gangi vel. Áætlað er að ferðalagið frá Kína til Heimaeyjar taki 24 klukkustundir. „Mjöldrunum verður lyft hvorum fyrir sig á sérhannaðar börur og þeir settir varlega í sérsmíðuð búr áður en þeim er lyft úr lauginni með krana og komið varlega fyrir á tveimur flutningabílum,“ segir aircargonews.net. Síðan verði hvalirnir fluttir landleiðina til Pu Dong-alþjóðaflugvallarins þaðan sem flogið verður með þá til Keflavíkurflugvallar. Síðan bíði þeirra bílferð og 30 mínútna ferjuferð til Vestmannaeyja. Að lokum sé síðan stutt bílferð að nýju heimkynnunum. „Vonin er sú að þetta verkefni hvetji til þess að í framtíðinni verði fönguðum hvölum fundin ný heimkynni í náttúrulegra umhverfi og eins til þess að einn daginn verði bundinn endi á nýtingu hvala og höfrunga til að skemmta mönnum,“ segir Cathy Williamson hjá dýraverndunarsamtökunum WDC við aircargonews.net. Cargolux var stofnað árið 1970 af forvera Icelandair, Loftleiðum, Luxair og fleirum. Íslenska félagið seldi síðar hlut sinn í Cargolux. Birtist í Fréttablaðinu Boeing Dýr Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Mjaldrar í Eyjum Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Vilja koma upp hvalaathvarfi í Vestmannaeyjum Vestmannaeyjabær og fyrirtækið Merlin Entertainment kanna nú möguleikann á því að koma upp hvalaathvarfi í Vestmannaeyjum. 13. júní 2017 19:11 Nýja Keikó ævintýrið farið að taka á sig mynd Fyrsta opna griðasvæðið í heiminum fyrir hvali mun líta dagsins ljós í Vestmannaeyjum í mars á næsta ári. Leigusamningur hefur verið undirritaður og munu tveir mjaldrar, þær Litla-Hvít og Litla-Grá, synda allt að því frjálsir og sælar. 30. júní 2018 07:00 Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Erlent Fleiri fréttir Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Sjá meira
Flugfélagið Cargolux ætlar að kosta ferð Boeing 747 flutningavélar, svokallaðrar júmbóþotu, með tvo hvali nærri 10 þúsund kílómetra leið frá Kína til Vestmannaeyja. Fram kemur á flugvefnum aircargonews.net að flogið verði með hvalina tvo, sem eru mjaldrar, til Íslands, vorið 2019. Mjaldrarnir tveir, Litla-Grá og Litla-Hvít, eru nú í sjávardýragarði í Sjanghaí í Kína. Frá og með næsta vori eiga hvalirnir að fá athvarf í og við Heimaey og þar er nú unnið að því að búa þeim samastað. Það er fyrirtækið Merlin Entertainments sem stendur að baki verkefninu. „Þetta er flókið en sannarlega gefandi verkefni að vinna að og við erum Cargolux sérstaklega þakklát fyrir örlæti þeirra að verða opinber samstarfsaðili okkar og hjálpa okkur og koma Litlu-Hvít og Litlu-Grá í sitt nýja, náttúrulega heimili,“ hefur aircargonews.net eftir Andy Bool, formanni Sea Life Trust. Bool segir enn fremur við aircargonews.net að hvalirnir tveir hafi á síðustu mánuðum verið í þjálfun fyrir flutninginn. Þegar að honum komi verði lið sérfræðinga á sólarhringsvakt til að tryggja að allt gangi vel. Áætlað er að ferðalagið frá Kína til Heimaeyjar taki 24 klukkustundir. „Mjöldrunum verður lyft hvorum fyrir sig á sérhannaðar börur og þeir settir varlega í sérsmíðuð búr áður en þeim er lyft úr lauginni með krana og komið varlega fyrir á tveimur flutningabílum,“ segir aircargonews.net. Síðan verði hvalirnir fluttir landleiðina til Pu Dong-alþjóðaflugvallarins þaðan sem flogið verður með þá til Keflavíkurflugvallar. Síðan bíði þeirra bílferð og 30 mínútna ferjuferð til Vestmannaeyja. Að lokum sé síðan stutt bílferð að nýju heimkynnunum. „Vonin er sú að þetta verkefni hvetji til þess að í framtíðinni verði fönguðum hvölum fundin ný heimkynni í náttúrulegra umhverfi og eins til þess að einn daginn verði bundinn endi á nýtingu hvala og höfrunga til að skemmta mönnum,“ segir Cathy Williamson hjá dýraverndunarsamtökunum WDC við aircargonews.net. Cargolux var stofnað árið 1970 af forvera Icelandair, Loftleiðum, Luxair og fleirum. Íslenska félagið seldi síðar hlut sinn í Cargolux.
Birtist í Fréttablaðinu Boeing Dýr Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Mjaldrar í Eyjum Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Vilja koma upp hvalaathvarfi í Vestmannaeyjum Vestmannaeyjabær og fyrirtækið Merlin Entertainment kanna nú möguleikann á því að koma upp hvalaathvarfi í Vestmannaeyjum. 13. júní 2017 19:11 Nýja Keikó ævintýrið farið að taka á sig mynd Fyrsta opna griðasvæðið í heiminum fyrir hvali mun líta dagsins ljós í Vestmannaeyjum í mars á næsta ári. Leigusamningur hefur verið undirritaður og munu tveir mjaldrar, þær Litla-Hvít og Litla-Grá, synda allt að því frjálsir og sælar. 30. júní 2018 07:00 Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Erlent Fleiri fréttir Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Sjá meira
Vilja koma upp hvalaathvarfi í Vestmannaeyjum Vestmannaeyjabær og fyrirtækið Merlin Entertainment kanna nú möguleikann á því að koma upp hvalaathvarfi í Vestmannaeyjum. 13. júní 2017 19:11
Nýja Keikó ævintýrið farið að taka á sig mynd Fyrsta opna griðasvæðið í heiminum fyrir hvali mun líta dagsins ljós í Vestmannaeyjum í mars á næsta ári. Leigusamningur hefur verið undirritaður og munu tveir mjaldrar, þær Litla-Hvít og Litla-Grá, synda allt að því frjálsir og sælar. 30. júní 2018 07:00