Hvalir með júmbóþotu til Keflavíkurflugvallar Garðar Örn Úlfarsson skrifar 8. janúar 2019 07:30 Mjaldrarnir Litla-Hvít og Litla-Grá flytja til Heimaeyjar í vor. Fréttablaðið/GVA Flugfélagið Cargolux ætlar að kosta ferð Boeing 747 flutningavélar, svokallaðrar júmbóþotu, með tvo hvali nærri 10 þúsund kílómetra leið frá Kína til Vestmannaeyja. Fram kemur á flugvefnum aircargonews.net að flogið verði með hvalina tvo, sem eru mjaldrar, til Íslands, vorið 2019. Mjaldrarnir tveir, Litla-Grá og Litla-Hvít, eru nú í sjávardýragarði í Sjanghaí í Kína. Frá og með næsta vori eiga hvalirnir að fá athvarf í og við Heimaey og þar er nú unnið að því að búa þeim samastað. Það er fyrirtækið Merlin Entertainments sem stendur að baki verkefninu. „Þetta er flókið en sannarlega gefandi verkefni að vinna að og við erum Cargolux sérstaklega þakklát fyrir örlæti þeirra að verða opinber samstarfsaðili okkar og hjálpa okkur og koma Litlu-Hvít og Litlu-Grá í sitt nýja, náttúrulega heimili,“ hefur aircargonews.net eftir Andy Bool, formanni Sea Life Trust. Bool segir enn fremur við aircargonews.net að hvalirnir tveir hafi á síðustu mánuðum verið í þjálfun fyrir flutninginn. Þegar að honum komi verði lið sérfræðinga á sólarhringsvakt til að tryggja að allt gangi vel. Áætlað er að ferðalagið frá Kína til Heimaeyjar taki 24 klukkustundir. „Mjöldrunum verður lyft hvorum fyrir sig á sérhannaðar börur og þeir settir varlega í sérsmíðuð búr áður en þeim er lyft úr lauginni með krana og komið varlega fyrir á tveimur flutningabílum,“ segir aircargonews.net. Síðan verði hvalirnir fluttir landleiðina til Pu Dong-alþjóðaflugvallarins þaðan sem flogið verður með þá til Keflavíkurflugvallar. Síðan bíði þeirra bílferð og 30 mínútna ferjuferð til Vestmannaeyja. Að lokum sé síðan stutt bílferð að nýju heimkynnunum. „Vonin er sú að þetta verkefni hvetji til þess að í framtíðinni verði fönguðum hvölum fundin ný heimkynni í náttúrulegra umhverfi og eins til þess að einn daginn verði bundinn endi á nýtingu hvala og höfrunga til að skemmta mönnum,“ segir Cathy Williamson hjá dýraverndunarsamtökunum WDC við aircargonews.net. Cargolux var stofnað árið 1970 af forvera Icelandair, Loftleiðum, Luxair og fleirum. Íslenska félagið seldi síðar hlut sinn í Cargolux. Birtist í Fréttablaðinu Boeing Dýr Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Mjaldrar í Eyjum Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Vilja koma upp hvalaathvarfi í Vestmannaeyjum Vestmannaeyjabær og fyrirtækið Merlin Entertainment kanna nú möguleikann á því að koma upp hvalaathvarfi í Vestmannaeyjum. 13. júní 2017 19:11 Nýja Keikó ævintýrið farið að taka á sig mynd Fyrsta opna griðasvæðið í heiminum fyrir hvali mun líta dagsins ljós í Vestmannaeyjum í mars á næsta ári. Leigusamningur hefur verið undirritaður og munu tveir mjaldrar, þær Litla-Hvít og Litla-Grá, synda allt að því frjálsir og sælar. 30. júní 2018 07:00 Mest lesið Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Fleiri fréttir Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Sjá meira
Flugfélagið Cargolux ætlar að kosta ferð Boeing 747 flutningavélar, svokallaðrar júmbóþotu, með tvo hvali nærri 10 þúsund kílómetra leið frá Kína til Vestmannaeyja. Fram kemur á flugvefnum aircargonews.net að flogið verði með hvalina tvo, sem eru mjaldrar, til Íslands, vorið 2019. Mjaldrarnir tveir, Litla-Grá og Litla-Hvít, eru nú í sjávardýragarði í Sjanghaí í Kína. Frá og með næsta vori eiga hvalirnir að fá athvarf í og við Heimaey og þar er nú unnið að því að búa þeim samastað. Það er fyrirtækið Merlin Entertainments sem stendur að baki verkefninu. „Þetta er flókið en sannarlega gefandi verkefni að vinna að og við erum Cargolux sérstaklega þakklát fyrir örlæti þeirra að verða opinber samstarfsaðili okkar og hjálpa okkur og koma Litlu-Hvít og Litlu-Grá í sitt nýja, náttúrulega heimili,“ hefur aircargonews.net eftir Andy Bool, formanni Sea Life Trust. Bool segir enn fremur við aircargonews.net að hvalirnir tveir hafi á síðustu mánuðum verið í þjálfun fyrir flutninginn. Þegar að honum komi verði lið sérfræðinga á sólarhringsvakt til að tryggja að allt gangi vel. Áætlað er að ferðalagið frá Kína til Heimaeyjar taki 24 klukkustundir. „Mjöldrunum verður lyft hvorum fyrir sig á sérhannaðar börur og þeir settir varlega í sérsmíðuð búr áður en þeim er lyft úr lauginni með krana og komið varlega fyrir á tveimur flutningabílum,“ segir aircargonews.net. Síðan verði hvalirnir fluttir landleiðina til Pu Dong-alþjóðaflugvallarins þaðan sem flogið verður með þá til Keflavíkurflugvallar. Síðan bíði þeirra bílferð og 30 mínútna ferjuferð til Vestmannaeyja. Að lokum sé síðan stutt bílferð að nýju heimkynnunum. „Vonin er sú að þetta verkefni hvetji til þess að í framtíðinni verði fönguðum hvölum fundin ný heimkynni í náttúrulegra umhverfi og eins til þess að einn daginn verði bundinn endi á nýtingu hvala og höfrunga til að skemmta mönnum,“ segir Cathy Williamson hjá dýraverndunarsamtökunum WDC við aircargonews.net. Cargolux var stofnað árið 1970 af forvera Icelandair, Loftleiðum, Luxair og fleirum. Íslenska félagið seldi síðar hlut sinn í Cargolux.
Birtist í Fréttablaðinu Boeing Dýr Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Mjaldrar í Eyjum Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Vilja koma upp hvalaathvarfi í Vestmannaeyjum Vestmannaeyjabær og fyrirtækið Merlin Entertainment kanna nú möguleikann á því að koma upp hvalaathvarfi í Vestmannaeyjum. 13. júní 2017 19:11 Nýja Keikó ævintýrið farið að taka á sig mynd Fyrsta opna griðasvæðið í heiminum fyrir hvali mun líta dagsins ljós í Vestmannaeyjum í mars á næsta ári. Leigusamningur hefur verið undirritaður og munu tveir mjaldrar, þær Litla-Hvít og Litla-Grá, synda allt að því frjálsir og sælar. 30. júní 2018 07:00 Mest lesið Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Fleiri fréttir Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Sjá meira
Vilja koma upp hvalaathvarfi í Vestmannaeyjum Vestmannaeyjabær og fyrirtækið Merlin Entertainment kanna nú möguleikann á því að koma upp hvalaathvarfi í Vestmannaeyjum. 13. júní 2017 19:11
Nýja Keikó ævintýrið farið að taka á sig mynd Fyrsta opna griðasvæðið í heiminum fyrir hvali mun líta dagsins ljós í Vestmannaeyjum í mars á næsta ári. Leigusamningur hefur verið undirritaður og munu tveir mjaldrar, þær Litla-Hvít og Litla-Grá, synda allt að því frjálsir og sælar. 30. júní 2018 07:00