Neytendur hvattir til að skoða fjarskiptareikningana sína vel Sighvatur Arnmundsson skrifar 8. janúar 2019 07:00 Reikningar fjarskiptafyrirtækja geta verið nokkuð flóknir enda oft um margþætta þjónustu að ræða. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Samskiptastjóri Vodafone segist hafa hlegið að atriði í Áramótaskaupinu þar sem gert var grín að flóknum reikningum fjarskiptafyrirtækja. Vandkvæði hafi komið upp vegna sameiningar á síðasta ári en ástandið sé nú komið í lag. Neytendasamtökin aðstoðuðu félagsmann sem var færður sjálfkrafa í dýrari þjónustuleið. „Við erum að vinna í því að einfalda og skýra reikningagerðina okkar og þar er verið að vinna úr ábendingum frá viðskiptavinum. Það varð ákveðinn ruglingur um mitt síðasta ár þegar sameiningin varð. Þá vorum við að keyra saman reikningakerfi tveggja ólíkra fyrirtækja. Það voru ákveðin vandkvæði með það á tímabili,“ segir Guðfinnur Sigurvinsson, samskiptastjóri Vodafone, um umræðuna um flókna og ógagnsæja reikninga fjarskiptafyrirtækja. Í Áramótaskaupinu var atriði sem fjallaði um par sem ræddi um hina og þessa fjarskiptareikninga. Parið var ekki visst um hvaða þjónustu verið væri að rukka fyrir en ákvað að best væri bara að borga þá alla. „Þetta atriði var mjög lýsandi. Þetta hefði ekki orðið gott atriði nema fólk þekkti þessar aðstæður og það hljóta mjög margir að gera. Við tökum undir það að þetta er of flókið og ógagnsætt,“ segir Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna. Guðfinnur segir að umrætt atriði hafi kannski að einhverju leyti verið byggt á þessum vandkvæðum Vodafone. Þar á bæ hafi hins vegar verið hlegið að atriðinu. „Ef maður getur ekki hlegið stundum að sjálfum sér þá getur maður ekki hlegið að öðrum en þessi mál eru núna komin í eðlilegan og miklu betri farveg.“ Neytendasamtökin aðstoðuðu nýverið félagsmann sem hafði verið færður sjálfkrafa yfir í dýrari þjónustuleið þegar ódýrari leið var lögð niður. Hins vegar var hann ekki færður til baka þegar ódýrari leiðin var endurvakin. Fékk hann endurgreiddan kostnað vegna þess. Brynhildur segir að það berist töluverður fjöldi erinda vegna breytinga á þjónustuleiðum. „Við höfum líka verið að gera athugasemdir ef það eru óskiljanlegar upplýsingar á greiðsluseðlum. Það ætti að vera lýsandi heiti á þeirri þjónustu sem verið er að rukka fyrir.“ Hún brýnir fyrir fólki að skoða reikningana vel. „Við sjáum mörg dæmi um að neytandinn hafi ekki brugðist við. Það er á ábyrgð neytandans að hafa stjórn á þessu. Við höfum samt náð árangri þar sem hægt er að sýna fram á að fyrirtæki hafi ekki upplýst um breytingar.“ Guðfinnur segist ekki kannast við dæmi eins og Neytendasamtökin hafi rakið enda séu allar breytingar á verði og þjónustu vel kynntar. Guðmundur Jóhannsson, samskiptafulltrúi Símans, tekur í sama streng og segir að lögum samkvæmt þurfi að tilkynna um allar verð- og þjónustubreytingar með góðum fyrirvara. Hann hvetur neytendur til að skoða reikningana sína vel. „Það á við um fjarskiptareikninga eins og alla reikninga að maður á að skoða þá áður en maður borgar þá. Það kemur alltaf fyrir að einhverjum finnist þeir flóknir eða átti sig ekki á því hvað verið sé að borga fyrir. Það er samt ekki mikill fjöldi af þeim gríðarlega fjölda reikninga sem við sendum.“ Birtist í Fréttablaðinu Fjarskipti Neytendur Tengdar fréttir Símreikningurinn fjórfalt hærri en lagt var upp með Neytendasamtökin segjast hafa fengið margar ábendingar og kvartanir vegna breytinga á þjónustuleiðum fjarskiptafélaga. 7. janúar 2019 14:40 Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Samskiptastjóri Vodafone segist hafa hlegið að atriði í Áramótaskaupinu þar sem gert var grín að flóknum reikningum fjarskiptafyrirtækja. Vandkvæði hafi komið upp vegna sameiningar á síðasta ári en ástandið sé nú komið í lag. Neytendasamtökin aðstoðuðu félagsmann sem var færður sjálfkrafa í dýrari þjónustuleið. „Við erum að vinna í því að einfalda og skýra reikningagerðina okkar og þar er verið að vinna úr ábendingum frá viðskiptavinum. Það varð ákveðinn ruglingur um mitt síðasta ár þegar sameiningin varð. Þá vorum við að keyra saman reikningakerfi tveggja ólíkra fyrirtækja. Það voru ákveðin vandkvæði með það á tímabili,“ segir Guðfinnur Sigurvinsson, samskiptastjóri Vodafone, um umræðuna um flókna og ógagnsæja reikninga fjarskiptafyrirtækja. Í Áramótaskaupinu var atriði sem fjallaði um par sem ræddi um hina og þessa fjarskiptareikninga. Parið var ekki visst um hvaða þjónustu verið væri að rukka fyrir en ákvað að best væri bara að borga þá alla. „Þetta atriði var mjög lýsandi. Þetta hefði ekki orðið gott atriði nema fólk þekkti þessar aðstæður og það hljóta mjög margir að gera. Við tökum undir það að þetta er of flókið og ógagnsætt,“ segir Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna. Guðfinnur segir að umrætt atriði hafi kannski að einhverju leyti verið byggt á þessum vandkvæðum Vodafone. Þar á bæ hafi hins vegar verið hlegið að atriðinu. „Ef maður getur ekki hlegið stundum að sjálfum sér þá getur maður ekki hlegið að öðrum en þessi mál eru núna komin í eðlilegan og miklu betri farveg.“ Neytendasamtökin aðstoðuðu nýverið félagsmann sem hafði verið færður sjálfkrafa yfir í dýrari þjónustuleið þegar ódýrari leið var lögð niður. Hins vegar var hann ekki færður til baka þegar ódýrari leiðin var endurvakin. Fékk hann endurgreiddan kostnað vegna þess. Brynhildur segir að það berist töluverður fjöldi erinda vegna breytinga á þjónustuleiðum. „Við höfum líka verið að gera athugasemdir ef það eru óskiljanlegar upplýsingar á greiðsluseðlum. Það ætti að vera lýsandi heiti á þeirri þjónustu sem verið er að rukka fyrir.“ Hún brýnir fyrir fólki að skoða reikningana vel. „Við sjáum mörg dæmi um að neytandinn hafi ekki brugðist við. Það er á ábyrgð neytandans að hafa stjórn á þessu. Við höfum samt náð árangri þar sem hægt er að sýna fram á að fyrirtæki hafi ekki upplýst um breytingar.“ Guðfinnur segist ekki kannast við dæmi eins og Neytendasamtökin hafi rakið enda séu allar breytingar á verði og þjónustu vel kynntar. Guðmundur Jóhannsson, samskiptafulltrúi Símans, tekur í sama streng og segir að lögum samkvæmt þurfi að tilkynna um allar verð- og þjónustubreytingar með góðum fyrirvara. Hann hvetur neytendur til að skoða reikningana sína vel. „Það á við um fjarskiptareikninga eins og alla reikninga að maður á að skoða þá áður en maður borgar þá. Það kemur alltaf fyrir að einhverjum finnist þeir flóknir eða átti sig ekki á því hvað verið sé að borga fyrir. Það er samt ekki mikill fjöldi af þeim gríðarlega fjölda reikninga sem við sendum.“
Birtist í Fréttablaðinu Fjarskipti Neytendur Tengdar fréttir Símreikningurinn fjórfalt hærri en lagt var upp með Neytendasamtökin segjast hafa fengið margar ábendingar og kvartanir vegna breytinga á þjónustuleiðum fjarskiptafélaga. 7. janúar 2019 14:40 Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Símreikningurinn fjórfalt hærri en lagt var upp með Neytendasamtökin segjast hafa fengið margar ábendingar og kvartanir vegna breytinga á þjónustuleiðum fjarskiptafélaga. 7. janúar 2019 14:40