Þingmaður þjóðernisflokks varð fyrir alvarlegri líkamsárás Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. janúar 2019 08:37 Frank Magnitz. EPA/HAYOUNG JEON Frank Magnitz, þýskur þingmaður þjóðernisflokksins Valkosts fyrir Þýskaland (AfD), varð fyrir alvarlegri líkamsárás í miðborg þýsku borgarinnar Bremen í gær. Breska dagblaðið The Guardian hefur eftir lögreglu að ráðist hafi verið á þingmanninn vegna stjórnmálaskoðana hans. Flokksdeild AfD í Bremen birti mynd af Magnitz á Facebook-síðu sinni í gær. Á myndinni virðist Magnitz liggja í sjúkrarúmi, alblóðugur með stóran skurð á enninu. Í færslunni segir að þrír grímuklæddir menn hafi ráðist á hann. „Þeir börðu hann með viðarbita þangað til hann missti meðvitund og spörkuðu hann svo í jörðina,“ segir í færslunni. Þá þakkar flokkurinn verkamanni sem gekk fram á árásina og skarst í leikinn. Flokkurinn segist einnig ætla að fylgjast náið með viðbrögðum annarra flokka á þýska þinginu næstu daga. Þá verði einblínt á árásir af vinstri væng stjórnmálanna gegn þeim hægri, sem aðrir flokkar veigri sér við að fordæma og gangi jafnvel svo langt að styðja. Forystumaður AfD, Jörg Meuthen, kallaði atvikið hryðjuverkaárás í Facebook-færslu í gær. Þá sagðist hann í svo miklu áfalli vegna árásarinnar að hann gæti ekki hugsað sér að tjá sig frekar um hana að svo stöddu. Magnitz hefur leitt AfD í Bremen síðan árið 2015 og setið á þingi fyrir flokkin síðan árið 2017. Hann hefur sett sig upp á móti innflytjendum frá múslimalöndum í Þýskalandi og er andstæðingur evrunnar. AfD er þriðji stærsti flokkurinn á þýska þinginu eftir kosningarnar árið 2017. Evrópa Þýskaland Tengdar fréttir Tugir þúsunda mótmæla útlendingahatri í Berlín Tugir þúsunda Berlínarbúa flykktust út á götur þýsku höfuðborgarinnar til að mótmæla útlendingahatri og uppgangi öfgahægriafla í þýskum stjórnmálum. 13. október 2018 21:35 Stolnar persónuupplýsingar þýskra stjórnmálamanna birtar á netinu Angela Merkel er á meðal þeirra sem lenti í árás óþekktra tölvuþrjóta. 4. janúar 2019 11:26 Mögulegur arftaki Merkel segir AfD vera nasistaflokk Friedrich Merz, sem sækist eftir formannsembætti í CDU, hefur útilokað að eiga samstarf við hægripopúlistaflokkinn Alternativ für Deutschland (AfD). 12. nóvember 2018 13:08 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Fleiri fréttir Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Sjá meira
Frank Magnitz, þýskur þingmaður þjóðernisflokksins Valkosts fyrir Þýskaland (AfD), varð fyrir alvarlegri líkamsárás í miðborg þýsku borgarinnar Bremen í gær. Breska dagblaðið The Guardian hefur eftir lögreglu að ráðist hafi verið á þingmanninn vegna stjórnmálaskoðana hans. Flokksdeild AfD í Bremen birti mynd af Magnitz á Facebook-síðu sinni í gær. Á myndinni virðist Magnitz liggja í sjúkrarúmi, alblóðugur með stóran skurð á enninu. Í færslunni segir að þrír grímuklæddir menn hafi ráðist á hann. „Þeir börðu hann með viðarbita þangað til hann missti meðvitund og spörkuðu hann svo í jörðina,“ segir í færslunni. Þá þakkar flokkurinn verkamanni sem gekk fram á árásina og skarst í leikinn. Flokkurinn segist einnig ætla að fylgjast náið með viðbrögðum annarra flokka á þýska þinginu næstu daga. Þá verði einblínt á árásir af vinstri væng stjórnmálanna gegn þeim hægri, sem aðrir flokkar veigri sér við að fordæma og gangi jafnvel svo langt að styðja. Forystumaður AfD, Jörg Meuthen, kallaði atvikið hryðjuverkaárás í Facebook-færslu í gær. Þá sagðist hann í svo miklu áfalli vegna árásarinnar að hann gæti ekki hugsað sér að tjá sig frekar um hana að svo stöddu. Magnitz hefur leitt AfD í Bremen síðan árið 2015 og setið á þingi fyrir flokkin síðan árið 2017. Hann hefur sett sig upp á móti innflytjendum frá múslimalöndum í Þýskalandi og er andstæðingur evrunnar. AfD er þriðji stærsti flokkurinn á þýska þinginu eftir kosningarnar árið 2017.
Evrópa Þýskaland Tengdar fréttir Tugir þúsunda mótmæla útlendingahatri í Berlín Tugir þúsunda Berlínarbúa flykktust út á götur þýsku höfuðborgarinnar til að mótmæla útlendingahatri og uppgangi öfgahægriafla í þýskum stjórnmálum. 13. október 2018 21:35 Stolnar persónuupplýsingar þýskra stjórnmálamanna birtar á netinu Angela Merkel er á meðal þeirra sem lenti í árás óþekktra tölvuþrjóta. 4. janúar 2019 11:26 Mögulegur arftaki Merkel segir AfD vera nasistaflokk Friedrich Merz, sem sækist eftir formannsembætti í CDU, hefur útilokað að eiga samstarf við hægripopúlistaflokkinn Alternativ für Deutschland (AfD). 12. nóvember 2018 13:08 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Fleiri fréttir Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Sjá meira
Tugir þúsunda mótmæla útlendingahatri í Berlín Tugir þúsunda Berlínarbúa flykktust út á götur þýsku höfuðborgarinnar til að mótmæla útlendingahatri og uppgangi öfgahægriafla í þýskum stjórnmálum. 13. október 2018 21:35
Stolnar persónuupplýsingar þýskra stjórnmálamanna birtar á netinu Angela Merkel er á meðal þeirra sem lenti í árás óþekktra tölvuþrjóta. 4. janúar 2019 11:26
Mögulegur arftaki Merkel segir AfD vera nasistaflokk Friedrich Merz, sem sækist eftir formannsembætti í CDU, hefur útilokað að eiga samstarf við hægripopúlistaflokkinn Alternativ für Deutschland (AfD). 12. nóvember 2018 13:08