Veselnitskaya ákærð fyrir að hindra framgang réttvísinnar Samúel Karl Ólason skrifar 8. janúar 2019 16:05 Natalia Veselnitskaya, rússneski lögfræðingurinn sem fundað með Donald Trump yngri og öðrum starfsmönnum framboðs Trump í júní 2016. AP/Dmitry Serebryakov Rússneski lögmaðurinn Natalia Veselnitskaya hefur verið ákærð í Bandaríkjunum fyrir að hindra framgang réttvísinnar. Ákæran snýr að umfangsmiklu dómsmáli varðandi svik og peningaþvætti rússneskra glæpamanna. Veselnitskaya er þó hvað þekktust vegna fundar hennar og forsvarsmanna framboðs Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, í turni Trump í New York árið 2016. Milliliður hafði boðað til fundarins með því loforði að Veselnitskaya væri á vegum yfirvalda Rússlands og hún ætlaði að veita framboði Trump upplýsingar sem kæmu sér illa fyrir Hillary Clinton, mótframbjóðanda Trump. Hún hefur verið til rannsóknar hjá Robert Mueller, sérstökum rannsakenda Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, vegna Rússarannsóknarinnar svokölluðu. Veselniskaya var lögmaður fyrirtækisins Prevezon Holdings en saksóknarar á Manhattan hafa reynt að leggja hald á milljóna dala eignir fyrirtækisins og annarra vegna umfangsmikilla svika og fjárþvættis rússneskra glæpamanna í Bandaríkjunum. Saksóknarar segja skipulögð glæpasamtök hafa svikið um 230 milljónir dala út úr skattkerfi Bandaríkjanna. Þessi peningar hafi svo verið fluttir á milli skúffufyrirtækja áður en þeir enduðu í sjóðum fasteignafélagsins Prevezon, sem er skráð á Kýpur. Fyrirtækið þvættaði svo féð í fasteignum og þá meðal annars á Manhattan í New York. Svikahrapparnir þóttust vera forsvarsmenn bandarískra fyrirtækja til að svíkja fé úr skattinum. Móðurfélag fyrirtækjanna sem um ræðir, réð hóp lögmanna til að rannsaka málið og þar á meðal var Rússinn Sergei Magnitsky. Þeir komust á snoðir um svikin og bendluðu rússneska embættismenn við málið. Magnitsky var þó handtekinn í Rússlandi og lést í fangelsi. Saksóknarar segja hann hafa verið barinn af fangavörðum og sjúkraflutningamönnum hafi verið meinaður aðgangur að honum í fangelsi. Í kjölfar þessa voru lög sem kallast Magnitsky Act sett á í Bandaríkjunum og þau gera yfirvöldum Bandaríkjanna kleift að beita rússneska embættismenn sem fremja mannréttindabrot refsiaðgerðum. Í ákæru sem opinberuð var í dag segir að yfirvöld Rússlands hafi neitað að starfa með rannsakendum í Bandaríkjunum. Þess í stað hafi þeir sent bréf til Bandaríkjanna sem ætlað var að hreinsa rússneska embættismenn og starfsmenn Prevezon af sök. Veselnitskaya er gert að starfað með rússneskum saksóknara við skriftir bréfsins og logið fyrir dómi. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Rússland Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Fleiri fréttir Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Sjá meira
Rússneski lögmaðurinn Natalia Veselnitskaya hefur verið ákærð í Bandaríkjunum fyrir að hindra framgang réttvísinnar. Ákæran snýr að umfangsmiklu dómsmáli varðandi svik og peningaþvætti rússneskra glæpamanna. Veselnitskaya er þó hvað þekktust vegna fundar hennar og forsvarsmanna framboðs Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, í turni Trump í New York árið 2016. Milliliður hafði boðað til fundarins með því loforði að Veselnitskaya væri á vegum yfirvalda Rússlands og hún ætlaði að veita framboði Trump upplýsingar sem kæmu sér illa fyrir Hillary Clinton, mótframbjóðanda Trump. Hún hefur verið til rannsóknar hjá Robert Mueller, sérstökum rannsakenda Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, vegna Rússarannsóknarinnar svokölluðu. Veselniskaya var lögmaður fyrirtækisins Prevezon Holdings en saksóknarar á Manhattan hafa reynt að leggja hald á milljóna dala eignir fyrirtækisins og annarra vegna umfangsmikilla svika og fjárþvættis rússneskra glæpamanna í Bandaríkjunum. Saksóknarar segja skipulögð glæpasamtök hafa svikið um 230 milljónir dala út úr skattkerfi Bandaríkjanna. Þessi peningar hafi svo verið fluttir á milli skúffufyrirtækja áður en þeir enduðu í sjóðum fasteignafélagsins Prevezon, sem er skráð á Kýpur. Fyrirtækið þvættaði svo féð í fasteignum og þá meðal annars á Manhattan í New York. Svikahrapparnir þóttust vera forsvarsmenn bandarískra fyrirtækja til að svíkja fé úr skattinum. Móðurfélag fyrirtækjanna sem um ræðir, réð hóp lögmanna til að rannsaka málið og þar á meðal var Rússinn Sergei Magnitsky. Þeir komust á snoðir um svikin og bendluðu rússneska embættismenn við málið. Magnitsky var þó handtekinn í Rússlandi og lést í fangelsi. Saksóknarar segja hann hafa verið barinn af fangavörðum og sjúkraflutningamönnum hafi verið meinaður aðgangur að honum í fangelsi. Í kjölfar þessa voru lög sem kallast Magnitsky Act sett á í Bandaríkjunum og þau gera yfirvöldum Bandaríkjanna kleift að beita rússneska embættismenn sem fremja mannréttindabrot refsiaðgerðum. Í ákæru sem opinberuð var í dag segir að yfirvöld Rússlands hafi neitað að starfa með rannsakendum í Bandaríkjunum. Þess í stað hafi þeir sent bréf til Bandaríkjanna sem ætlað var að hreinsa rússneska embættismenn og starfsmenn Prevezon af sök. Veselnitskaya er gert að starfað með rússneskum saksóknara við skriftir bréfsins og logið fyrir dómi.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Rússland Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Fleiri fréttir Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Sjá meira