Stakk af frá tjónsvettvangi eftir ofsaakstur Andri Eysteinsson skrifar 8. janúar 2019 21:57 Hér má sjá þegar Benz-bíllinn hefur farið þvert fyrir Tómas og bíll hans hefur í leiðinni snúist. Skjáskot/Tómas Þröstur Rögnvaldsson Myndband Tómasar Þrastar Rögnvaldssonar hefur vakið mikla athygli á Facebook í dag. Myndbandið sýnir árekstur silfurlitaðs Mercedes Benz bíls við ökutæki Tómasar Þrastar síðastliðinn sunnudag. DV greindi fyrst frá málinu. Í færslu með myndbandinu segir Tómas að líklega hafi ökumaður Benz-bílsins misst stjórn á honum vegna ofsaaksturs upp Ártúnsbrekkuna en áreksturinn varð við hlið bensínstöðvar N1. Í myndbandinu sést svo þegar ökumaður Benz-bílsins stingur af og má greinilega sjá hann aka í brott. Tómas Þröstur segir í samtali við Vísi að áreksturinn hafi átt sér stað rétt fyrir hádegi, síðasta sunnudag. Sjá má í myndskeiðinu þegar Benz-bíllinn skýst hægra megin fram fyrir bíl Tómasar sem þó var á hægri akrein. Því er ljóst að ökumaðurinn var utan akreinar áður en hann fór í veg fyrir Tómas Þröst. Mildi þykir að ekki hafi orðið slys á fólki en að sögn Tómasar munaði litlu að bíll hans hefði oltið. Tómas var ekki einn í bílnum en eiginkona hans var með í för. Tómas segir að vitni að árekstrinum hefði stöðvað bílinn og mun ökumaður Benz-bílsins hafa verið nærri því að keyra á hana á ofsahraða, um 120 km/h, vitni þetta var á smábíl og með barn í bílnum að sögn Tómasar. Bíll Tómasar er að eigin sögn óökufær, bíllinn er ekki illa klesstur en meðal annars séu öll ljós hægra megin á framhlið mölbrotin. Tómas sagði í samtali við Vísi að hann hafi ekið rakleitt á lögreglustöðina að Vínlandsleið og þar gefið skýrslu ásamt afriti af myndbandinu. Tómas segir í samtali við fréttastofu að kunni einhver að þekkja ökumann Benz-bílsins skuli hann hafa samband við lögreglu, enda sé um lögreglumál að ræða. Lögreglumál Samgöngur Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Sjá meira
Myndband Tómasar Þrastar Rögnvaldssonar hefur vakið mikla athygli á Facebook í dag. Myndbandið sýnir árekstur silfurlitaðs Mercedes Benz bíls við ökutæki Tómasar Þrastar síðastliðinn sunnudag. DV greindi fyrst frá málinu. Í færslu með myndbandinu segir Tómas að líklega hafi ökumaður Benz-bílsins misst stjórn á honum vegna ofsaaksturs upp Ártúnsbrekkuna en áreksturinn varð við hlið bensínstöðvar N1. Í myndbandinu sést svo þegar ökumaður Benz-bílsins stingur af og má greinilega sjá hann aka í brott. Tómas Þröstur segir í samtali við Vísi að áreksturinn hafi átt sér stað rétt fyrir hádegi, síðasta sunnudag. Sjá má í myndskeiðinu þegar Benz-bíllinn skýst hægra megin fram fyrir bíl Tómasar sem þó var á hægri akrein. Því er ljóst að ökumaðurinn var utan akreinar áður en hann fór í veg fyrir Tómas Þröst. Mildi þykir að ekki hafi orðið slys á fólki en að sögn Tómasar munaði litlu að bíll hans hefði oltið. Tómas var ekki einn í bílnum en eiginkona hans var með í för. Tómas segir að vitni að árekstrinum hefði stöðvað bílinn og mun ökumaður Benz-bílsins hafa verið nærri því að keyra á hana á ofsahraða, um 120 km/h, vitni þetta var á smábíl og með barn í bílnum að sögn Tómasar. Bíll Tómasar er að eigin sögn óökufær, bíllinn er ekki illa klesstur en meðal annars séu öll ljós hægra megin á framhlið mölbrotin. Tómas sagði í samtali við Vísi að hann hafi ekið rakleitt á lögreglustöðina að Vínlandsleið og þar gefið skýrslu ásamt afriti af myndbandinu. Tómas segir í samtali við fréttastofu að kunni einhver að þekkja ökumann Benz-bílsins skuli hann hafa samband við lögreglu, enda sé um lögreglumál að ræða.
Lögreglumál Samgöngur Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Sjá meira