SA býður afturvirkni með skilmálum Sveinn Arnarsson skrifar 9. janúar 2019 06:00 Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA. Fréttablaðið/Eyþór Framkvæmdastjóri SA segir samtökin reiðubúin að fallast á kröfu um afturvirkni samninga verði samið á skynsamlegum nótum fyrir mánaðamót. Verkalýðshreyfingin hefur lagt mikla áherslu á afturvirknina. Deiluaðilar funda öðru sinni hjá ríkissáttasemjara í dag. „Til þess að liðka fyrir viðræðum og lausn geta Samtök atvinnulífsins fallist á að gildistaka kjarasamninga verði afturvirk frá 1. janúar 2019. Skilyrðið fyrir því er þó að samningar náist fyrir lok þessa mánaðar sem taki mið af svigrúmi atvinnulífsins til launahækkana. Þetta tilboð fellur auðvitað niður ef viðræðum verður slitið og boðað til verkfalla enda ber allt samfélagið kostnað af þeirri aðgerð,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA. Í dag fer fram annar samningafundur hjá ríkissáttasemjara í kjaradeilu SA við Eflingu, VR og Verkalýðsfélag Akraness. Fyrsti fundurinn fór fram milli jóla og nýárs en á þeim fundi var ríkissáttasemjari fyrst og fremst að kalla eftir upplýsingum frá deiluaðilum. Meðal þess sem verkalýðshreyfingin hefur lagt mikla áherslu á er að samningar verði afturvirkir. Halldór segir að krafan um afturvirkni sé ekki ný af nálinni og geti verið skynsamleg ef skynsamlegir samningar nást. „Um þessi stóru efnisatriði eins og launahækkanir, samningstíma og afturvirkni er tekin ákvörðun í lok viðræðna.“ Hann segir kröfuna um afturvirkni byggja á norrænni fyrirmynd þar sem stéttarfélög skilgreini það sem eitt af sínum mikilvægustu hlutverkum að gera kjarasamninga sem raski ekki samkeppnisstöðu meginatvinnugreinanna. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Ferlið hjá sáttasemjara hafið Formaður Eflingar segist viss um að það hafi verið rétt ákvörðun að vísa deilunni til ríkissáttasemjara. Framkvæmdastjóri SA leggur áherslu á að samhliða haldi samningaviðræður við aðra aðila áfram. 29. desember 2018 07:00 Leggja áherslu á að sett verði upp áætlun fyrir viðræðurnar Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, býst ekki við löngum fundi hjá ríkissáttasemjara í dag. 28. desember 2018 11:40 Missum yfirleitt tökin á toppi hagsveiflunnar Eftir ríflegar launahækkanir á umliðnum árum er hlutfall launa af verðmætasköpun atvinnulífsins orðið það hæsta hér á landi á meðal aðildarríkja Efnahags- og framfarastofnunarinnar. 5. janúar 2019 09:00 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Fleiri fréttir Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Sjá meira
Framkvæmdastjóri SA segir samtökin reiðubúin að fallast á kröfu um afturvirkni samninga verði samið á skynsamlegum nótum fyrir mánaðamót. Verkalýðshreyfingin hefur lagt mikla áherslu á afturvirknina. Deiluaðilar funda öðru sinni hjá ríkissáttasemjara í dag. „Til þess að liðka fyrir viðræðum og lausn geta Samtök atvinnulífsins fallist á að gildistaka kjarasamninga verði afturvirk frá 1. janúar 2019. Skilyrðið fyrir því er þó að samningar náist fyrir lok þessa mánaðar sem taki mið af svigrúmi atvinnulífsins til launahækkana. Þetta tilboð fellur auðvitað niður ef viðræðum verður slitið og boðað til verkfalla enda ber allt samfélagið kostnað af þeirri aðgerð,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA. Í dag fer fram annar samningafundur hjá ríkissáttasemjara í kjaradeilu SA við Eflingu, VR og Verkalýðsfélag Akraness. Fyrsti fundurinn fór fram milli jóla og nýárs en á þeim fundi var ríkissáttasemjari fyrst og fremst að kalla eftir upplýsingum frá deiluaðilum. Meðal þess sem verkalýðshreyfingin hefur lagt mikla áherslu á er að samningar verði afturvirkir. Halldór segir að krafan um afturvirkni sé ekki ný af nálinni og geti verið skynsamleg ef skynsamlegir samningar nást. „Um þessi stóru efnisatriði eins og launahækkanir, samningstíma og afturvirkni er tekin ákvörðun í lok viðræðna.“ Hann segir kröfuna um afturvirkni byggja á norrænni fyrirmynd þar sem stéttarfélög skilgreini það sem eitt af sínum mikilvægustu hlutverkum að gera kjarasamninga sem raski ekki samkeppnisstöðu meginatvinnugreinanna.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Ferlið hjá sáttasemjara hafið Formaður Eflingar segist viss um að það hafi verið rétt ákvörðun að vísa deilunni til ríkissáttasemjara. Framkvæmdastjóri SA leggur áherslu á að samhliða haldi samningaviðræður við aðra aðila áfram. 29. desember 2018 07:00 Leggja áherslu á að sett verði upp áætlun fyrir viðræðurnar Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, býst ekki við löngum fundi hjá ríkissáttasemjara í dag. 28. desember 2018 11:40 Missum yfirleitt tökin á toppi hagsveiflunnar Eftir ríflegar launahækkanir á umliðnum árum er hlutfall launa af verðmætasköpun atvinnulífsins orðið það hæsta hér á landi á meðal aðildarríkja Efnahags- og framfarastofnunarinnar. 5. janúar 2019 09:00 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Fleiri fréttir Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Sjá meira
Ferlið hjá sáttasemjara hafið Formaður Eflingar segist viss um að það hafi verið rétt ákvörðun að vísa deilunni til ríkissáttasemjara. Framkvæmdastjóri SA leggur áherslu á að samhliða haldi samningaviðræður við aðra aðila áfram. 29. desember 2018 07:00
Leggja áherslu á að sett verði upp áætlun fyrir viðræðurnar Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, býst ekki við löngum fundi hjá ríkissáttasemjara í dag. 28. desember 2018 11:40
Missum yfirleitt tökin á toppi hagsveiflunnar Eftir ríflegar launahækkanir á umliðnum árum er hlutfall launa af verðmætasköpun atvinnulífsins orðið það hæsta hér á landi á meðal aðildarríkja Efnahags- og framfarastofnunarinnar. 5. janúar 2019 09:00