Svara kalli Vesturbæinga um gangbrautarvörslu og íbúafund Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. janúar 2019 16:22 Gönguljósin við gatnamót Hringbrautar og Meistaravalla. Vísir/Hvati Ákveðið hefur verið að setja upp gangbrautarvörslu fyrir skólabörn við gönguljós yfir Hringbraut við Meistaravelli. Samráðsfundur verður haldinn í næstu viku og verður auglýstur síðar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg.Eins og Vísir greindi frá í morgun varð slys á götuljósunum á níunda tímanum í morgun. Þrettán ára stúlka á leið í Hagaskóla slasaðist lítillega. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er ágreiningur uppi hvaða litur hafi verið á ljósunum þegar slysið varð.Uppi varð fótur og vit í Facebook-hópnum Vesturbærinn. Íbúar kröfðust þess að fá fund með borgarstjóra, Vegagerðinni, ráðherra, lögreglustjóra tengdum aðilum. Auk þess stóð til að efna til mótmæla í fyrramálið á gönguljósunum og um leið standa vaktina á ljósunum frá átta til hálf níu. Í tilkynningu frá borginni segir að gæslan hefjist við upphaf hvers skóladags og er áætlað að hún standi fram á vor. Slys hafi átt sér stað á Hringbrautinni við gangbrautarljósin og sé öryggi gangandi vegfarenda þar ábótavant.Sjúkrabíll frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins flutti þrettán ára stúlku á slysadeild í morgun. Meiðsli hennar voru minniháttar skv. upplýsingum frá lögreglu.Vísir/TumiVerður að lækka hámarkshraðann Einnig hafi verið ákveðið að boða til samráðsfundar með Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, Vegagerðinni sem er veghaldari Hringbrautar, Samgöngustofu og íbúasamtökum hverfisins ásamt samgönguskrifstofu Reykjavíkurborgar. Er því komið til móts við kröfur íbúa um bæði gangbrautavörslu og íbúafund. Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur, segir umferðaröryggi gangandi vegfarenda algjört forgangsmál hjá borgaryfirvöldum. „Það verður að lækka hámarkshraðann í götunni og bæta öryggi gangandi vegfarenda við allar gönguþveranir. Það skilar okkur mestum árangri ásamt því að bæta lýsinguna í götunni. Það verður einfaldlega ekki unað lengur við núverandi ástand, öryggi barna er ofar öllu.“Sigurborg Ósk Haraldsdóttir pírati er formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar.Lækka hámarkshraða Í tilkynningunni frá Reykjavíkurborg er bent á skýrslu umhverfis- og skipulagssviðs um hraðaminnkandi aðgerðir vestan Kringlumýrarbrautar sem kom út í janúar fyrir tveimur árum. Þar er meðal annars lagt til að hraðamörk verði lækkuð um 10 km/klst í tveimur áföngum. Um er að ræða götur vestan Kringlumýrarbrautar þar sem hraðamörk eru 50 eða 60 km/klst. Auk verði 30 km/klst fjölgað og núverandi svæði stækkuð. Þar koma einnig fram tillögur um að gönguleiðir þvert á umferðargötur með 40 eða 50 km/klst. hámarkshraða, t.d. á Hringbraut við Framnesveg og Hofsvallagötu verði upphækkaðar og merktar með skýrari hætti. Fundurinn mun fara fram í næstu viku og verður tími og staðsetning auglýst síðar. Borgarstjórn Lögreglumál Samgöngur Umferðaröryggi Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Sjá meira
Ákveðið hefur verið að setja upp gangbrautarvörslu fyrir skólabörn við gönguljós yfir Hringbraut við Meistaravelli. Samráðsfundur verður haldinn í næstu viku og verður auglýstur síðar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg.Eins og Vísir greindi frá í morgun varð slys á götuljósunum á níunda tímanum í morgun. Þrettán ára stúlka á leið í Hagaskóla slasaðist lítillega. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er ágreiningur uppi hvaða litur hafi verið á ljósunum þegar slysið varð.Uppi varð fótur og vit í Facebook-hópnum Vesturbærinn. Íbúar kröfðust þess að fá fund með borgarstjóra, Vegagerðinni, ráðherra, lögreglustjóra tengdum aðilum. Auk þess stóð til að efna til mótmæla í fyrramálið á gönguljósunum og um leið standa vaktina á ljósunum frá átta til hálf níu. Í tilkynningu frá borginni segir að gæslan hefjist við upphaf hvers skóladags og er áætlað að hún standi fram á vor. Slys hafi átt sér stað á Hringbrautinni við gangbrautarljósin og sé öryggi gangandi vegfarenda þar ábótavant.Sjúkrabíll frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins flutti þrettán ára stúlku á slysadeild í morgun. Meiðsli hennar voru minniháttar skv. upplýsingum frá lögreglu.Vísir/TumiVerður að lækka hámarkshraðann Einnig hafi verið ákveðið að boða til samráðsfundar með Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, Vegagerðinni sem er veghaldari Hringbrautar, Samgöngustofu og íbúasamtökum hverfisins ásamt samgönguskrifstofu Reykjavíkurborgar. Er því komið til móts við kröfur íbúa um bæði gangbrautavörslu og íbúafund. Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur, segir umferðaröryggi gangandi vegfarenda algjört forgangsmál hjá borgaryfirvöldum. „Það verður að lækka hámarkshraðann í götunni og bæta öryggi gangandi vegfarenda við allar gönguþveranir. Það skilar okkur mestum árangri ásamt því að bæta lýsinguna í götunni. Það verður einfaldlega ekki unað lengur við núverandi ástand, öryggi barna er ofar öllu.“Sigurborg Ósk Haraldsdóttir pírati er formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar.Lækka hámarkshraða Í tilkynningunni frá Reykjavíkurborg er bent á skýrslu umhverfis- og skipulagssviðs um hraðaminnkandi aðgerðir vestan Kringlumýrarbrautar sem kom út í janúar fyrir tveimur árum. Þar er meðal annars lagt til að hraðamörk verði lækkuð um 10 km/klst í tveimur áföngum. Um er að ræða götur vestan Kringlumýrarbrautar þar sem hraðamörk eru 50 eða 60 km/klst. Auk verði 30 km/klst fjölgað og núverandi svæði stækkuð. Þar koma einnig fram tillögur um að gönguleiðir þvert á umferðargötur með 40 eða 50 km/klst. hámarkshraða, t.d. á Hringbraut við Framnesveg og Hofsvallagötu verði upphækkaðar og merktar með skýrari hætti. Fundurinn mun fara fram í næstu viku og verður tími og staðsetning auglýst síðar.
Borgarstjórn Lögreglumál Samgöngur Umferðaröryggi Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Sjá meira