Svara kalli Vesturbæinga um gangbrautarvörslu og íbúafund Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. janúar 2019 16:22 Gönguljósin við gatnamót Hringbrautar og Meistaravalla. Vísir/Hvati Ákveðið hefur verið að setja upp gangbrautarvörslu fyrir skólabörn við gönguljós yfir Hringbraut við Meistaravelli. Samráðsfundur verður haldinn í næstu viku og verður auglýstur síðar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg.Eins og Vísir greindi frá í morgun varð slys á götuljósunum á níunda tímanum í morgun. Þrettán ára stúlka á leið í Hagaskóla slasaðist lítillega. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er ágreiningur uppi hvaða litur hafi verið á ljósunum þegar slysið varð.Uppi varð fótur og vit í Facebook-hópnum Vesturbærinn. Íbúar kröfðust þess að fá fund með borgarstjóra, Vegagerðinni, ráðherra, lögreglustjóra tengdum aðilum. Auk þess stóð til að efna til mótmæla í fyrramálið á gönguljósunum og um leið standa vaktina á ljósunum frá átta til hálf níu. Í tilkynningu frá borginni segir að gæslan hefjist við upphaf hvers skóladags og er áætlað að hún standi fram á vor. Slys hafi átt sér stað á Hringbrautinni við gangbrautarljósin og sé öryggi gangandi vegfarenda þar ábótavant.Sjúkrabíll frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins flutti þrettán ára stúlku á slysadeild í morgun. Meiðsli hennar voru minniháttar skv. upplýsingum frá lögreglu.Vísir/TumiVerður að lækka hámarkshraðann Einnig hafi verið ákveðið að boða til samráðsfundar með Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, Vegagerðinni sem er veghaldari Hringbrautar, Samgöngustofu og íbúasamtökum hverfisins ásamt samgönguskrifstofu Reykjavíkurborgar. Er því komið til móts við kröfur íbúa um bæði gangbrautavörslu og íbúafund. Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur, segir umferðaröryggi gangandi vegfarenda algjört forgangsmál hjá borgaryfirvöldum. „Það verður að lækka hámarkshraðann í götunni og bæta öryggi gangandi vegfarenda við allar gönguþveranir. Það skilar okkur mestum árangri ásamt því að bæta lýsinguna í götunni. Það verður einfaldlega ekki unað lengur við núverandi ástand, öryggi barna er ofar öllu.“Sigurborg Ósk Haraldsdóttir pírati er formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar.Lækka hámarkshraða Í tilkynningunni frá Reykjavíkurborg er bent á skýrslu umhverfis- og skipulagssviðs um hraðaminnkandi aðgerðir vestan Kringlumýrarbrautar sem kom út í janúar fyrir tveimur árum. Þar er meðal annars lagt til að hraðamörk verði lækkuð um 10 km/klst í tveimur áföngum. Um er að ræða götur vestan Kringlumýrarbrautar þar sem hraðamörk eru 50 eða 60 km/klst. Auk verði 30 km/klst fjölgað og núverandi svæði stækkuð. Þar koma einnig fram tillögur um að gönguleiðir þvert á umferðargötur með 40 eða 50 km/klst. hámarkshraða, t.d. á Hringbraut við Framnesveg og Hofsvallagötu verði upphækkaðar og merktar með skýrari hætti. Fundurinn mun fara fram í næstu viku og verður tími og staðsetning auglýst síðar. Borgarstjórn Lögreglumál Samgöngur Umferðaröryggi Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Fleiri fréttir Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Sjá meira
Ákveðið hefur verið að setja upp gangbrautarvörslu fyrir skólabörn við gönguljós yfir Hringbraut við Meistaravelli. Samráðsfundur verður haldinn í næstu viku og verður auglýstur síðar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg.Eins og Vísir greindi frá í morgun varð slys á götuljósunum á níunda tímanum í morgun. Þrettán ára stúlka á leið í Hagaskóla slasaðist lítillega. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er ágreiningur uppi hvaða litur hafi verið á ljósunum þegar slysið varð.Uppi varð fótur og vit í Facebook-hópnum Vesturbærinn. Íbúar kröfðust þess að fá fund með borgarstjóra, Vegagerðinni, ráðherra, lögreglustjóra tengdum aðilum. Auk þess stóð til að efna til mótmæla í fyrramálið á gönguljósunum og um leið standa vaktina á ljósunum frá átta til hálf níu. Í tilkynningu frá borginni segir að gæslan hefjist við upphaf hvers skóladags og er áætlað að hún standi fram á vor. Slys hafi átt sér stað á Hringbrautinni við gangbrautarljósin og sé öryggi gangandi vegfarenda þar ábótavant.Sjúkrabíll frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins flutti þrettán ára stúlku á slysadeild í morgun. Meiðsli hennar voru minniháttar skv. upplýsingum frá lögreglu.Vísir/TumiVerður að lækka hámarkshraðann Einnig hafi verið ákveðið að boða til samráðsfundar með Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, Vegagerðinni sem er veghaldari Hringbrautar, Samgöngustofu og íbúasamtökum hverfisins ásamt samgönguskrifstofu Reykjavíkurborgar. Er því komið til móts við kröfur íbúa um bæði gangbrautavörslu og íbúafund. Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur, segir umferðaröryggi gangandi vegfarenda algjört forgangsmál hjá borgaryfirvöldum. „Það verður að lækka hámarkshraðann í götunni og bæta öryggi gangandi vegfarenda við allar gönguþveranir. Það skilar okkur mestum árangri ásamt því að bæta lýsinguna í götunni. Það verður einfaldlega ekki unað lengur við núverandi ástand, öryggi barna er ofar öllu.“Sigurborg Ósk Haraldsdóttir pírati er formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar.Lækka hámarkshraða Í tilkynningunni frá Reykjavíkurborg er bent á skýrslu umhverfis- og skipulagssviðs um hraðaminnkandi aðgerðir vestan Kringlumýrarbrautar sem kom út í janúar fyrir tveimur árum. Þar er meðal annars lagt til að hraðamörk verði lækkuð um 10 km/klst í tveimur áföngum. Um er að ræða götur vestan Kringlumýrarbrautar þar sem hraðamörk eru 50 eða 60 km/klst. Auk verði 30 km/klst fjölgað og núverandi svæði stækkuð. Þar koma einnig fram tillögur um að gönguleiðir þvert á umferðargötur með 40 eða 50 km/klst. hámarkshraða, t.d. á Hringbraut við Framnesveg og Hofsvallagötu verði upphækkaðar og merktar með skýrari hætti. Fundurinn mun fara fram í næstu viku og verður tími og staðsetning auglýst síðar.
Borgarstjórn Lögreglumál Samgöngur Umferðaröryggi Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Fleiri fréttir Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Sjá meira