Náðu að nema dularfullar útvarpsbylgjur í geimnum Birgir Olgeirsson skrifar 9. janúar 2019 23:24 Flestir telja að útvarpsbylgjurnar megi rekja til kröftugs atburðar í annarri stjörnuþoku. Kanadískir vísindamenn náðu að nema útvarpsbylgjur síðastliðið sumar sem bárust handan vetrarbrautar okkar. Vísindamennirnir hafa birt niðurstöðu sína í vísindatímaritinu Nature en til að nema þessar útvarpsbylgjur notuðust þeir við risastórt apparat sem hefur fengið nafnið CHIME sem er staðsett í Okanagan dal í Kanada. Útvarpsbylgjurnar voru í 1,5 milljarða ljósára fjarlægð þegar vísindamennirnir fundu þær en uppruni þeirra er enn á huldu. Eru þó flestir sammála um að uppruna þeirra megi rekja til kröftugs atburðar, til að mynda öflugrar sprengingar í annarri stjörnuþoku. Shriharsh Tendulkar, stjarneðlisfræðingur við McGill-háskólann og einn af höfundum greinarinnar sem birtist í Nature, sagði í samtali við fjölmiðla að bylgjurnar hafi verið afar kröftugar en eins og áður segir, uppruni þeirra óljós. Þeir sem fjallað hafa um þessa rannsókn benda á að það sé fremur algengt að útvarpsbylgjur myndist í geimnum og að sólin sendi stöðugt slíkar bylgjur um sólkerfi okkar. Önnur fyrirbæri geri það einnig í alheiminum, þar á meðal svarthol. Sú kenning sem hefur hlotið mestan meðbyr varðandi þessa rannsókn kanadísku vísindamannanna er að útvarpsbylgjurnar hafi myndast vegna sprengingar nifteindastjörnu. Er um að ræða stjörnu sem talin er hafa fallið saman með þyngdarhruni þannig að næstum allt efnið hefur þjappast saman í nifteindir. Margir hafa þó verið snöggir til og bent á að mögulega séu þessar útvarpsbylgjur að berast frá geimverum. Tendulkar segir við fjölmiðla að hann hafi skilning fyrir slíkum tilgátum en til séu mun einfaldari útskýringar á þessu fyrirbæri en að það berist frá framandi samfélagi vera í geimnum. Geimurinn Kanada Vísindi Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira
Kanadískir vísindamenn náðu að nema útvarpsbylgjur síðastliðið sumar sem bárust handan vetrarbrautar okkar. Vísindamennirnir hafa birt niðurstöðu sína í vísindatímaritinu Nature en til að nema þessar útvarpsbylgjur notuðust þeir við risastórt apparat sem hefur fengið nafnið CHIME sem er staðsett í Okanagan dal í Kanada. Útvarpsbylgjurnar voru í 1,5 milljarða ljósára fjarlægð þegar vísindamennirnir fundu þær en uppruni þeirra er enn á huldu. Eru þó flestir sammála um að uppruna þeirra megi rekja til kröftugs atburðar, til að mynda öflugrar sprengingar í annarri stjörnuþoku. Shriharsh Tendulkar, stjarneðlisfræðingur við McGill-háskólann og einn af höfundum greinarinnar sem birtist í Nature, sagði í samtali við fjölmiðla að bylgjurnar hafi verið afar kröftugar en eins og áður segir, uppruni þeirra óljós. Þeir sem fjallað hafa um þessa rannsókn benda á að það sé fremur algengt að útvarpsbylgjur myndist í geimnum og að sólin sendi stöðugt slíkar bylgjur um sólkerfi okkar. Önnur fyrirbæri geri það einnig í alheiminum, þar á meðal svarthol. Sú kenning sem hefur hlotið mestan meðbyr varðandi þessa rannsókn kanadísku vísindamannanna er að útvarpsbylgjurnar hafi myndast vegna sprengingar nifteindastjörnu. Er um að ræða stjörnu sem talin er hafa fallið saman með þyngdarhruni þannig að næstum allt efnið hefur þjappast saman í nifteindir. Margir hafa þó verið snöggir til og bent á að mögulega séu þessar útvarpsbylgjur að berast frá geimverum. Tendulkar segir við fjölmiðla að hann hafi skilning fyrir slíkum tilgátum en til séu mun einfaldari útskýringar á þessu fyrirbæri en að það berist frá framandi samfélagi vera í geimnum.
Geimurinn Kanada Vísindi Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira