Borgarfulltrúar í miklum umbótaham eftir útgáfu Braggaskýrslunnar Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. desember 2018 14:44 Líf Magneudóttir borgarfulltrúi Vinstri grænna, Þórdís Lóa Þórhallsdóttir formaður borgarráðs og borgarfulltrúi Viðreisnar, og Dóra Björt Guðjónsdóttir, forseti borgarstjórnar og borgarfulltrúi Pírata. Vísir/vilhelm Borgarfulltrúar sem Vísir náði tali af í dag sammælast um draga þurfi lærdóm af Braggamálinu en skýrsla Innri endurskoðunar varðandi framkvæmdirnar var birt síðdegis. Borgarfulltrúi Pírata segir niðurstöðurnar ekki hafa komið sér á óvart og formaður borgarráðs segir ráðið í umbótaham.Sjá einnig: Hrólfur hlýtur harða útreið í Braggaskýrslu Innri endurskoðunar Í niðurstöðum Innri endurskoðunar kemur m.a. fram að villandi og jafnvel röngum upplýsingum varðandi framkvæmdir við braggann í Nauthólsvík hafi verið komið til borgarráðs. Þá hafi ráðið ekki verið upplýst um framvindu mála. Einnig hafi upplýsingastreymi verkefnisins verið ófullnægjandi á allflestum stigum og þá hafi sveitarstjórnarlög verið brotin þegar farið var fram úr kostnaðaráætlun áður en sótt var um viðbótarfjármagn.Bragginn umdeildi í Nauthólsvík.Vísir/VilhelmMargt ámælisvert í niðurstöðunum Líf Magneudóttir borgarfulltrúi Vinstri grænna segist aðspurð ekki búin að lesa skýrsluna en hún, líkt og aðrir borgarfulltrúar, fékk kynningu á helstu niðurstöðum á fundi með Innri endurskoðun í morgun. Innt eftir því hvort eitthvað í niðurstöðunum verki sláandi við fyrstu sín segir Líf margt ámælisvert. „Það er auðvitað það að við, sem berum sannarlega ábyrgð á öllu því sem fram fer, höfum ekki fengið greinargóðar eða ítarlegar upplýsingar og stundum höfum við jafnvel ekki fengið upplýsingar, sem er mjög ámælisvert.“ Líf segir ljóst að miklar brotalamir séu í kerfinu. Nú muni borgarfulltrúar setjast yfir skýrsluna og skoða tillögur um úrbætur. „Við drögum lærdóm af þessari skýrslu, það er það fyrsta sem við þurfum að hafa í huga. Og passa upp á að þetta gerist ekki aftur í framtíðinni,“ segir Líf. Niðurstöðurnar í samræmi við væntingar Pírata Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata og forseti borgarstjórnar, sat ekki fund borgarráðs og Innri endurskoðunar í morgun en hefur náð að fara yfir helstu niðurstöður skýrslunnar. Hún segir í samtali við Vísi að niðurstöðurnar hafi ekki komið sér á óvart. „Það sem ég sé strax er að niðurstöðurnar eru mikið til í samræmi við það sem við Píratar bjuggumst við. Það er að segja að málið kom of lítið inn á borð kjörinna fulltrúa, það var ekki með nægum hætti fengin heimild til að stækka verkið og það vantaði upp á kostnaðaráætlanir.“Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins mun ásamt Þórdísi Lóu og Degi stýra innleiðingu úrbóta byggðum á niðurstöðum skýrslunnar.VísirÞórdís Lóa, Dagur og Hildur fara fyrir úrbótum Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs og borgarfulltrúi Viðreisnar, segir í samtali við Vísi að sér þyki skýrslan afar vel unnin og greinargóð. „Þarna eru ýmis mjög alvarleg mál að okkar mati, sem snýr að ákvarðanatöku, upplýsingagjöf, eftirliti og fleiri þáttum.“ Hún segir borgarráð í umbótaham og hafi þegar ráðist í ákveðnar úrbætur til að koma í veg fyrir að svona lagað komi fyrir aftur. Á fundi borgarráðs í morgun var til að mynda ákveðið að Þórdís Lóa sjálf, Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins muni fara fyrir innleiðingu úrbóta í ljósi hinnar nýútkomnu skýrslu. Ljóst er að víða voru brotnar reglur við framkvæmdir á bragganum. Aðspurð hvort einhver viðurlög verði við brotum hlutaðeigandi aðila gefur Þórdís Lóa ekki afgerandi svar. Hún segir að umrædd brot á reglum hafi verið sá þáttur skýrslunnar sem kom sér einna mest á óvart. Lagt sé til að verklag sem snýr að ábyrgð og skyldu starfsmanna verði skoðað og mun borgarráð koma til með að vinna að því. Sanna Magdalena Mörtudóttir borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins segist ekki hafa farið nægilega vel yfir niðurstöður skýrslunnar til að tjá sig um þær að svo stöddu. Borgarstjórn Braggamálið Tengdar fréttir Mikil óvissa í upphafi með braggann Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að mikil óvissa hafi verið um braggamálið þar sem að um er að ræða minjar. Meira fé var veitt í verkefnið í september fyrir ári síðan en það dugði ekki til. 10. nóvember 2018 14:04 Hrólfur hlýtur harða útreið í Braggaskýrslu Innri endurskoðunar Dæmi eru um að villandi og jafnvel rangar upplýsingar varðandi framkvæmdir við Braggann í Nauthólsvík hafi farið til borgarráðs, auk þess sem borgarráð var ekki nægilega upplýst um framvindu mála. 20. desember 2018 13:33 Sjálfstæðismenn: Áfellisdómur yfir stjórnkerfi borgarinnar, Hrólf og borgarstjóra Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks segja skýrslu innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar um Braggamálið draga upp dekkri mynd en fulltrúum Sjálfstæðisflokks í borgarráði óraði fyrir. 20. desember 2018 14:05 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Fleiri fréttir Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Sjá meira
Borgarfulltrúar sem Vísir náði tali af í dag sammælast um draga þurfi lærdóm af Braggamálinu en skýrsla Innri endurskoðunar varðandi framkvæmdirnar var birt síðdegis. Borgarfulltrúi Pírata segir niðurstöðurnar ekki hafa komið sér á óvart og formaður borgarráðs segir ráðið í umbótaham.Sjá einnig: Hrólfur hlýtur harða útreið í Braggaskýrslu Innri endurskoðunar Í niðurstöðum Innri endurskoðunar kemur m.a. fram að villandi og jafnvel röngum upplýsingum varðandi framkvæmdir við braggann í Nauthólsvík hafi verið komið til borgarráðs. Þá hafi ráðið ekki verið upplýst um framvindu mála. Einnig hafi upplýsingastreymi verkefnisins verið ófullnægjandi á allflestum stigum og þá hafi sveitarstjórnarlög verið brotin þegar farið var fram úr kostnaðaráætlun áður en sótt var um viðbótarfjármagn.Bragginn umdeildi í Nauthólsvík.Vísir/VilhelmMargt ámælisvert í niðurstöðunum Líf Magneudóttir borgarfulltrúi Vinstri grænna segist aðspurð ekki búin að lesa skýrsluna en hún, líkt og aðrir borgarfulltrúar, fékk kynningu á helstu niðurstöðum á fundi með Innri endurskoðun í morgun. Innt eftir því hvort eitthvað í niðurstöðunum verki sláandi við fyrstu sín segir Líf margt ámælisvert. „Það er auðvitað það að við, sem berum sannarlega ábyrgð á öllu því sem fram fer, höfum ekki fengið greinargóðar eða ítarlegar upplýsingar og stundum höfum við jafnvel ekki fengið upplýsingar, sem er mjög ámælisvert.“ Líf segir ljóst að miklar brotalamir séu í kerfinu. Nú muni borgarfulltrúar setjast yfir skýrsluna og skoða tillögur um úrbætur. „Við drögum lærdóm af þessari skýrslu, það er það fyrsta sem við þurfum að hafa í huga. Og passa upp á að þetta gerist ekki aftur í framtíðinni,“ segir Líf. Niðurstöðurnar í samræmi við væntingar Pírata Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata og forseti borgarstjórnar, sat ekki fund borgarráðs og Innri endurskoðunar í morgun en hefur náð að fara yfir helstu niðurstöður skýrslunnar. Hún segir í samtali við Vísi að niðurstöðurnar hafi ekki komið sér á óvart. „Það sem ég sé strax er að niðurstöðurnar eru mikið til í samræmi við það sem við Píratar bjuggumst við. Það er að segja að málið kom of lítið inn á borð kjörinna fulltrúa, það var ekki með nægum hætti fengin heimild til að stækka verkið og það vantaði upp á kostnaðaráætlanir.“Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins mun ásamt Þórdísi Lóu og Degi stýra innleiðingu úrbóta byggðum á niðurstöðum skýrslunnar.VísirÞórdís Lóa, Dagur og Hildur fara fyrir úrbótum Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs og borgarfulltrúi Viðreisnar, segir í samtali við Vísi að sér þyki skýrslan afar vel unnin og greinargóð. „Þarna eru ýmis mjög alvarleg mál að okkar mati, sem snýr að ákvarðanatöku, upplýsingagjöf, eftirliti og fleiri þáttum.“ Hún segir borgarráð í umbótaham og hafi þegar ráðist í ákveðnar úrbætur til að koma í veg fyrir að svona lagað komi fyrir aftur. Á fundi borgarráðs í morgun var til að mynda ákveðið að Þórdís Lóa sjálf, Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins muni fara fyrir innleiðingu úrbóta í ljósi hinnar nýútkomnu skýrslu. Ljóst er að víða voru brotnar reglur við framkvæmdir á bragganum. Aðspurð hvort einhver viðurlög verði við brotum hlutaðeigandi aðila gefur Þórdís Lóa ekki afgerandi svar. Hún segir að umrædd brot á reglum hafi verið sá þáttur skýrslunnar sem kom sér einna mest á óvart. Lagt sé til að verklag sem snýr að ábyrgð og skyldu starfsmanna verði skoðað og mun borgarráð koma til með að vinna að því. Sanna Magdalena Mörtudóttir borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins segist ekki hafa farið nægilega vel yfir niðurstöður skýrslunnar til að tjá sig um þær að svo stöddu.
Borgarstjórn Braggamálið Tengdar fréttir Mikil óvissa í upphafi með braggann Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að mikil óvissa hafi verið um braggamálið þar sem að um er að ræða minjar. Meira fé var veitt í verkefnið í september fyrir ári síðan en það dugði ekki til. 10. nóvember 2018 14:04 Hrólfur hlýtur harða útreið í Braggaskýrslu Innri endurskoðunar Dæmi eru um að villandi og jafnvel rangar upplýsingar varðandi framkvæmdir við Braggann í Nauthólsvík hafi farið til borgarráðs, auk þess sem borgarráð var ekki nægilega upplýst um framvindu mála. 20. desember 2018 13:33 Sjálfstæðismenn: Áfellisdómur yfir stjórnkerfi borgarinnar, Hrólf og borgarstjóra Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks segja skýrslu innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar um Braggamálið draga upp dekkri mynd en fulltrúum Sjálfstæðisflokks í borgarráði óraði fyrir. 20. desember 2018 14:05 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Fleiri fréttir Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Sjá meira
Mikil óvissa í upphafi með braggann Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að mikil óvissa hafi verið um braggamálið þar sem að um er að ræða minjar. Meira fé var veitt í verkefnið í september fyrir ári síðan en það dugði ekki til. 10. nóvember 2018 14:04
Hrólfur hlýtur harða útreið í Braggaskýrslu Innri endurskoðunar Dæmi eru um að villandi og jafnvel rangar upplýsingar varðandi framkvæmdir við Braggann í Nauthólsvík hafi farið til borgarráðs, auk þess sem borgarráð var ekki nægilega upplýst um framvindu mála. 20. desember 2018 13:33
Sjálfstæðismenn: Áfellisdómur yfir stjórnkerfi borgarinnar, Hrólf og borgarstjóra Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks segja skýrslu innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar um Braggamálið draga upp dekkri mynd en fulltrúum Sjálfstæðisflokks í borgarráði óraði fyrir. 20. desember 2018 14:05