Fundu leifar af kannabisræktun í niðurgröfnum gámum í Rangárvallasýslu Atli Ísleifsson skrifar 21. desember 2018 11:08 Gámarnir voru niðurgrafnir og búnir á þann hátt að búið var að byggja smáhýsi ofan á þá til að fela ummerki um loftræstingu og annað sem tilheyrir ræktun kannabisplantna. Lögreglan Lögregla gerði húsleit á sex stöðum í Rangárvallasýslu fyrr í vikunni vegna gruns um að þar færi fram umtalsverð ræktun á kannabisplöntum. Lögreglumenn á Suðurlandi og frá fíkniefnadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu leituðu í tveimur niðurgröfnum gámum sem voru búnir á þann hátt að búið var að byggja smáhýsi ofan á þá til að fela ummerki um loftræstingu og annað sem tilheyrir ræktun kannabisplantna.Í tilkynningu á vef lögreglunnar segir að í gámunum hafi fundist leifar af kannabisafskurði og ummerki um ræktun. Sömuleiðis var leitað í uppsteyptum kjallara annars óbyggðs sumarhúss og voru sömuleiðis þar ummerki um ræktun kannabisplantna á rúmlega 100 fermetra gólffleti. Einnig hafi verið leitað í sumarhúsi og stöðugám þar við. „Í sumarhúsinu var ekkert að sjá en í gámnum fundust 15 kannabisplöntur í ræktun. Loks var leitað á heimili manns sem var handtekinn í tengslum við rannsóknina og framvísaði hann búnaði, við húsleit á heimili hans, tengdum ræktun kannabisplantna. Sá kannaðist við að vera eigandi ræktunarinnar í gámnum við sumarhúsið. Niðurgröfnu gámarnir tveir og kjallarinn sem leitað var í voru samtengdir með myndavélaeftirlitskerfi. Tveir voru handteknir í aðgerðunum og var annar þeirra með sýn á myndavélarnar í síma sínum þegar lögregla handtók hann. Hann kvaðst hins vegar hafa eftirlitshlutverk með höndum hvað eignirnar varðaði og vildi ekki kannast við aðild að ræktununum. Báðum var sleppt að yfirheyrslu lokinni. Áfram er unnið að rannsókn málsins en frekari upplýsingar um það verða ekki gefnar að sinni,“ segir í tilkynningunni.Lögreglan Lögreglumál Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Sjá meira
Lögregla gerði húsleit á sex stöðum í Rangárvallasýslu fyrr í vikunni vegna gruns um að þar færi fram umtalsverð ræktun á kannabisplöntum. Lögreglumenn á Suðurlandi og frá fíkniefnadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu leituðu í tveimur niðurgröfnum gámum sem voru búnir á þann hátt að búið var að byggja smáhýsi ofan á þá til að fela ummerki um loftræstingu og annað sem tilheyrir ræktun kannabisplantna.Í tilkynningu á vef lögreglunnar segir að í gámunum hafi fundist leifar af kannabisafskurði og ummerki um ræktun. Sömuleiðis var leitað í uppsteyptum kjallara annars óbyggðs sumarhúss og voru sömuleiðis þar ummerki um ræktun kannabisplantna á rúmlega 100 fermetra gólffleti. Einnig hafi verið leitað í sumarhúsi og stöðugám þar við. „Í sumarhúsinu var ekkert að sjá en í gámnum fundust 15 kannabisplöntur í ræktun. Loks var leitað á heimili manns sem var handtekinn í tengslum við rannsóknina og framvísaði hann búnaði, við húsleit á heimili hans, tengdum ræktun kannabisplantna. Sá kannaðist við að vera eigandi ræktunarinnar í gámnum við sumarhúsið. Niðurgröfnu gámarnir tveir og kjallarinn sem leitað var í voru samtengdir með myndavélaeftirlitskerfi. Tveir voru handteknir í aðgerðunum og var annar þeirra með sýn á myndavélarnar í síma sínum þegar lögregla handtók hann. Hann kvaðst hins vegar hafa eftirlitshlutverk með höndum hvað eignirnar varðaði og vildi ekki kannast við aðild að ræktununum. Báðum var sleppt að yfirheyrslu lokinni. Áfram er unnið að rannsókn málsins en frekari upplýsingar um það verða ekki gefnar að sinni,“ segir í tilkynningunni.Lögreglan
Lögreglumál Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Sjá meira