Fundu leifar af kannabisræktun í niðurgröfnum gámum í Rangárvallasýslu Atli Ísleifsson skrifar 21. desember 2018 11:08 Gámarnir voru niðurgrafnir og búnir á þann hátt að búið var að byggja smáhýsi ofan á þá til að fela ummerki um loftræstingu og annað sem tilheyrir ræktun kannabisplantna. Lögreglan Lögregla gerði húsleit á sex stöðum í Rangárvallasýslu fyrr í vikunni vegna gruns um að þar færi fram umtalsverð ræktun á kannabisplöntum. Lögreglumenn á Suðurlandi og frá fíkniefnadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu leituðu í tveimur niðurgröfnum gámum sem voru búnir á þann hátt að búið var að byggja smáhýsi ofan á þá til að fela ummerki um loftræstingu og annað sem tilheyrir ræktun kannabisplantna.Í tilkynningu á vef lögreglunnar segir að í gámunum hafi fundist leifar af kannabisafskurði og ummerki um ræktun. Sömuleiðis var leitað í uppsteyptum kjallara annars óbyggðs sumarhúss og voru sömuleiðis þar ummerki um ræktun kannabisplantna á rúmlega 100 fermetra gólffleti. Einnig hafi verið leitað í sumarhúsi og stöðugám þar við. „Í sumarhúsinu var ekkert að sjá en í gámnum fundust 15 kannabisplöntur í ræktun. Loks var leitað á heimili manns sem var handtekinn í tengslum við rannsóknina og framvísaði hann búnaði, við húsleit á heimili hans, tengdum ræktun kannabisplantna. Sá kannaðist við að vera eigandi ræktunarinnar í gámnum við sumarhúsið. Niðurgröfnu gámarnir tveir og kjallarinn sem leitað var í voru samtengdir með myndavélaeftirlitskerfi. Tveir voru handteknir í aðgerðunum og var annar þeirra með sýn á myndavélarnar í síma sínum þegar lögregla handtók hann. Hann kvaðst hins vegar hafa eftirlitshlutverk með höndum hvað eignirnar varðaði og vildi ekki kannast við aðild að ræktununum. Báðum var sleppt að yfirheyrslu lokinni. Áfram er unnið að rannsókn málsins en frekari upplýsingar um það verða ekki gefnar að sinni,“ segir í tilkynningunni.Lögreglan Lögreglumál Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Innlent Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Erlent Enginn Íslendingur í haldi ICE Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Fleiri fréttir Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Sjá meira
Lögregla gerði húsleit á sex stöðum í Rangárvallasýslu fyrr í vikunni vegna gruns um að þar færi fram umtalsverð ræktun á kannabisplöntum. Lögreglumenn á Suðurlandi og frá fíkniefnadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu leituðu í tveimur niðurgröfnum gámum sem voru búnir á þann hátt að búið var að byggja smáhýsi ofan á þá til að fela ummerki um loftræstingu og annað sem tilheyrir ræktun kannabisplantna.Í tilkynningu á vef lögreglunnar segir að í gámunum hafi fundist leifar af kannabisafskurði og ummerki um ræktun. Sömuleiðis var leitað í uppsteyptum kjallara annars óbyggðs sumarhúss og voru sömuleiðis þar ummerki um ræktun kannabisplantna á rúmlega 100 fermetra gólffleti. Einnig hafi verið leitað í sumarhúsi og stöðugám þar við. „Í sumarhúsinu var ekkert að sjá en í gámnum fundust 15 kannabisplöntur í ræktun. Loks var leitað á heimili manns sem var handtekinn í tengslum við rannsóknina og framvísaði hann búnaði, við húsleit á heimili hans, tengdum ræktun kannabisplantna. Sá kannaðist við að vera eigandi ræktunarinnar í gámnum við sumarhúsið. Niðurgröfnu gámarnir tveir og kjallarinn sem leitað var í voru samtengdir með myndavélaeftirlitskerfi. Tveir voru handteknir í aðgerðunum og var annar þeirra með sýn á myndavélarnar í síma sínum þegar lögregla handtók hann. Hann kvaðst hins vegar hafa eftirlitshlutverk með höndum hvað eignirnar varðaði og vildi ekki kannast við aðild að ræktununum. Báðum var sleppt að yfirheyrslu lokinni. Áfram er unnið að rannsókn málsins en frekari upplýsingar um það verða ekki gefnar að sinni,“ segir í tilkynningunni.Lögreglan
Lögreglumál Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Innlent Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Erlent Enginn Íslendingur í haldi ICE Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Fleiri fréttir Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Sjá meira