Vísa kjaradeilu til ríkissáttasemjara Heimir Már Pétursson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 21. desember 2018 12:21 Sólveig Anna Jónsdóttir er formaður Eflingar. Vísir/Vilhelm Stéttarfélögin VR, Efling og Verkalýðsfélag Akraness hafa tekið ákvörðun um að vísa kjaradeilu sinni við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá formönnum félaganna, þeim Ragnari Þór Ingólfssyni, Sólveigu Önnu Jónsdóttur og Vilhjálmi Birgissyni. Í yfirlýsingunni, sem sjá má í heild sinni hér, segir að formennirnir telji sögulegt tækifæri fólgið í breiðri samstöðu stéttarfélaga almenns verkafólks og verslunarfólk um krónutöluhækkanir og hækkun lægstu launa. „Við undirrituð teljum að viðræður síðustu vikna við Samtök atvinnulífsins hafi verið árangurslausar og afstöðu stjórnvalda skýra vísbendingu um að þau hyggist ekkert gera til að liðka fyrir viðræðum,“ segir í yfirlýsingunni. Það að vísa deilunni til sáttasemjara færir félögin nær aðgerðum, til að mynda verkföllum því áður en hægt er að boða til verkfalla eða annarra aðgerða þarf að vera búið að halda fundi hjá sáttasemjara.Áherslumunur Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, sagði í Bítinu á Bylgjunni í morgun að áherslumunur hafi verið á milli þessarra þriggja félaga og annarra innan Starfsgreinasambandsins. „Reyndar höfum við Sólveig Anna hjá Eflingu lagt mikla áherslu á að mynda breiða samstöðu með VR íþessari kjaradeilu. Vegna þess að ef VR hefði til dæmis komið með okkur í Starfsgreinasambandinu hefðum við verið með 75 prósent allra félagsmanna innan Alþýðusambandsins á bakvið okkur,“ sagði Vilhjálmur. Þá hafi þessi félög viljað vísa deilunni við samtök atvinnulífsins strax til ríkissáttasemjara vegna þess að lítið hafi gerst í viðræðum við Samtök atvinnulífsins hingað til og stjórnvöld ekki tekið við sér varðandi kröfur sem snúi að þeim. Félögin berjist fyrir því að lágmarkslaun nái þeim framfærsluviðmiðum sem velferðarráðuneytið hafi gefið út. Þetta hafi verið eitt af aðal kosningamálum Vinstri grænna, flokks forsætisráðherrans. „Okkar kröfugerð byggist að stórum hluta áþessu atriði. Og verkalýðshreyfing sem hefur ekki metnaðí sér til þess að leggja fram kröfugerð sem grundvallast áþví að fólk geti framfleytt sér frá mánuði til mánaðar á að finna sér eitthvað annað að gera,“ sagði Vilhjálmur Birgisson. Kjaramál Tengdar fréttir Efling slítur sig frá SGS Samninganefnd Eflingar hefur dregið samningsumboð sitt frá Starfsgreinasambandinu. 19. desember 2018 21:09 Verkalýðsfélag Akraness slítur sig einnig frá SGS Félagið fylgir þar með fordæmi Eflingar sem í gær ákvað að draga samningsumboð sitt til SGS einnig til baka. 20. desember 2018 10:34 Vonast til að félögin geti unnið saman þrátt fyrir niðurstöðuna Samninganefnd Eflingar samþykkti í gær að draga samningsumboð sitt til Starfsgreinasambandsins (SGS) til baka. 20. desember 2018 08:30 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Fleiri fréttir Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Sjá meira
Stéttarfélögin VR, Efling og Verkalýðsfélag Akraness hafa tekið ákvörðun um að vísa kjaradeilu sinni við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá formönnum félaganna, þeim Ragnari Þór Ingólfssyni, Sólveigu Önnu Jónsdóttur og Vilhjálmi Birgissyni. Í yfirlýsingunni, sem sjá má í heild sinni hér, segir að formennirnir telji sögulegt tækifæri fólgið í breiðri samstöðu stéttarfélaga almenns verkafólks og verslunarfólk um krónutöluhækkanir og hækkun lægstu launa. „Við undirrituð teljum að viðræður síðustu vikna við Samtök atvinnulífsins hafi verið árangurslausar og afstöðu stjórnvalda skýra vísbendingu um að þau hyggist ekkert gera til að liðka fyrir viðræðum,“ segir í yfirlýsingunni. Það að vísa deilunni til sáttasemjara færir félögin nær aðgerðum, til að mynda verkföllum því áður en hægt er að boða til verkfalla eða annarra aðgerða þarf að vera búið að halda fundi hjá sáttasemjara.Áherslumunur Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, sagði í Bítinu á Bylgjunni í morgun að áherslumunur hafi verið á milli þessarra þriggja félaga og annarra innan Starfsgreinasambandsins. „Reyndar höfum við Sólveig Anna hjá Eflingu lagt mikla áherslu á að mynda breiða samstöðu með VR íþessari kjaradeilu. Vegna þess að ef VR hefði til dæmis komið með okkur í Starfsgreinasambandinu hefðum við verið með 75 prósent allra félagsmanna innan Alþýðusambandsins á bakvið okkur,“ sagði Vilhjálmur. Þá hafi þessi félög viljað vísa deilunni við samtök atvinnulífsins strax til ríkissáttasemjara vegna þess að lítið hafi gerst í viðræðum við Samtök atvinnulífsins hingað til og stjórnvöld ekki tekið við sér varðandi kröfur sem snúi að þeim. Félögin berjist fyrir því að lágmarkslaun nái þeim framfærsluviðmiðum sem velferðarráðuneytið hafi gefið út. Þetta hafi verið eitt af aðal kosningamálum Vinstri grænna, flokks forsætisráðherrans. „Okkar kröfugerð byggist að stórum hluta áþessu atriði. Og verkalýðshreyfing sem hefur ekki metnaðí sér til þess að leggja fram kröfugerð sem grundvallast áþví að fólk geti framfleytt sér frá mánuði til mánaðar á að finna sér eitthvað annað að gera,“ sagði Vilhjálmur Birgisson.
Kjaramál Tengdar fréttir Efling slítur sig frá SGS Samninganefnd Eflingar hefur dregið samningsumboð sitt frá Starfsgreinasambandinu. 19. desember 2018 21:09 Verkalýðsfélag Akraness slítur sig einnig frá SGS Félagið fylgir þar með fordæmi Eflingar sem í gær ákvað að draga samningsumboð sitt til SGS einnig til baka. 20. desember 2018 10:34 Vonast til að félögin geti unnið saman þrátt fyrir niðurstöðuna Samninganefnd Eflingar samþykkti í gær að draga samningsumboð sitt til Starfsgreinasambandsins (SGS) til baka. 20. desember 2018 08:30 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Fleiri fréttir Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Sjá meira
Efling slítur sig frá SGS Samninganefnd Eflingar hefur dregið samningsumboð sitt frá Starfsgreinasambandinu. 19. desember 2018 21:09
Verkalýðsfélag Akraness slítur sig einnig frá SGS Félagið fylgir þar með fordæmi Eflingar sem í gær ákvað að draga samningsumboð sitt til SGS einnig til baka. 20. desember 2018 10:34
Vonast til að félögin geti unnið saman þrátt fyrir niðurstöðuna Samninganefnd Eflingar samþykkti í gær að draga samningsumboð sitt til Starfsgreinasambandsins (SGS) til baka. 20. desember 2018 08:30