Kalla líklega eftir viðbrögðum helstu braggastjórnenda Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 21. desember 2018 16:38 Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs. Vísir Líklega verður kallað eftir viðbrögðum helstu stjórnenda sem komu að braggamálinu fljótlega á nýju ári að sögn formanns borgarráðs. Ekki liggur fyrir sem stendur hvort leigusamningur við Háskólann í Reykjavík verði endurskoðaður. Ljóst er að víða var pottur brotinn við framkvæmd braggaverkefnisins að því er fram kemur í skýrslu innri endurskoðunar sem gerð var opinber í gær. Í bréfi til borgarráðs segir innri endurskoðandi að hann telji tilefni til þess að borgarráð óski formlega eftir viðbrögðum þeirra stjórnenda sem komu að braggamálinu. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs, segir að brugðist verði við þessu. „Þeir hafa nú ekki verið kallaðir til. Við erum rétt að klára að lesa skýrsluna. Það er þó hafi vinna við að greina þá punkta sem komu út úr skýrslunni. Ég geri svo ráð fyrir því að eftir áramót, þegar fólk mætir til vinnu aftur, að þá einhendum við okkur í þetta.“ Í skýrslu innri endurskoðunar vegur ábyrgð Hrólfs Jónssonar, fyrrverandi skrifstofustjóra eigna og atvinnuþróunar, nokkuð þungt en hann er hættur störfum hjá borginni. „Við eigum alveg eftir að skoða það hverjr það verða nákvæmlega. Ég geri ráð fyrir að það verði svona helstu persónur og leikendur í þessu. Margir þeirra eru nú þegar hættir hjá Reykjavíkurborg en við munum bara fara yfir það eins og annað. Þetta er eitt af þessum stóru málum sem við komum til með að fara beint í.“ Eitt af því fáa sem virðist hafa verið rétt staðið að, hvað varðar gerð samninga, var leigusamningur við Grunnstoð dótturfélag Háskólans í Reykjavík. Leigugreiðslur þyrftu þó að vera um 1,7 milljónir á mánuði til að núvirði verkefnisins yrði jákvætt, eða ríflega einni milljón hærri en kveðið er á um í leigusamningi. „Þetta er náttúrlega bara leigusamningur eins og hver annar leigusamningur með þeim ákvæðum sem þar eru. Við munum bara skoða þetta allt saman í heild,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs. Braggamálið Tengdar fréttir Dagur ætlar ekki að segja af sér vegna braggamálsins Borgarstjóri segir að gera verði betur og að farið hafi verið í pólitískar skotgrafir þegar málið kom upp í sumar. 20. desember 2018 20:30 Borgarfulltrúar í miklum umbótaham eftir útgáfu Braggaskýrslunnar Borgarfulltrúar sem Vísir náði tali af í dag sammælast um draga þurfi lærdóm af Braggamálinu en skýrsla Innri endurskoðunar varðandi framkvæmdirnar var birt síðdegis. 20. desember 2018 14:44 Hrólfur hlýtur harða útreið í Braggaskýrslu Innri endurskoðunar Dæmi eru um að villandi og jafnvel rangar upplýsingar varðandi framkvæmdir við Braggann í Nauthólsvík hafi farið til borgarráðs, auk þess sem borgarráð var ekki nægilega upplýst um framvindu mála. 20. desember 2018 13:33 Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
Líklega verður kallað eftir viðbrögðum helstu stjórnenda sem komu að braggamálinu fljótlega á nýju ári að sögn formanns borgarráðs. Ekki liggur fyrir sem stendur hvort leigusamningur við Háskólann í Reykjavík verði endurskoðaður. Ljóst er að víða var pottur brotinn við framkvæmd braggaverkefnisins að því er fram kemur í skýrslu innri endurskoðunar sem gerð var opinber í gær. Í bréfi til borgarráðs segir innri endurskoðandi að hann telji tilefni til þess að borgarráð óski formlega eftir viðbrögðum þeirra stjórnenda sem komu að braggamálinu. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs, segir að brugðist verði við þessu. „Þeir hafa nú ekki verið kallaðir til. Við erum rétt að klára að lesa skýrsluna. Það er þó hafi vinna við að greina þá punkta sem komu út úr skýrslunni. Ég geri svo ráð fyrir því að eftir áramót, þegar fólk mætir til vinnu aftur, að þá einhendum við okkur í þetta.“ Í skýrslu innri endurskoðunar vegur ábyrgð Hrólfs Jónssonar, fyrrverandi skrifstofustjóra eigna og atvinnuþróunar, nokkuð þungt en hann er hættur störfum hjá borginni. „Við eigum alveg eftir að skoða það hverjr það verða nákvæmlega. Ég geri ráð fyrir að það verði svona helstu persónur og leikendur í þessu. Margir þeirra eru nú þegar hættir hjá Reykjavíkurborg en við munum bara fara yfir það eins og annað. Þetta er eitt af þessum stóru málum sem við komum til með að fara beint í.“ Eitt af því fáa sem virðist hafa verið rétt staðið að, hvað varðar gerð samninga, var leigusamningur við Grunnstoð dótturfélag Háskólans í Reykjavík. Leigugreiðslur þyrftu þó að vera um 1,7 milljónir á mánuði til að núvirði verkefnisins yrði jákvætt, eða ríflega einni milljón hærri en kveðið er á um í leigusamningi. „Þetta er náttúrlega bara leigusamningur eins og hver annar leigusamningur með þeim ákvæðum sem þar eru. Við munum bara skoða þetta allt saman í heild,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs.
Braggamálið Tengdar fréttir Dagur ætlar ekki að segja af sér vegna braggamálsins Borgarstjóri segir að gera verði betur og að farið hafi verið í pólitískar skotgrafir þegar málið kom upp í sumar. 20. desember 2018 20:30 Borgarfulltrúar í miklum umbótaham eftir útgáfu Braggaskýrslunnar Borgarfulltrúar sem Vísir náði tali af í dag sammælast um draga þurfi lærdóm af Braggamálinu en skýrsla Innri endurskoðunar varðandi framkvæmdirnar var birt síðdegis. 20. desember 2018 14:44 Hrólfur hlýtur harða útreið í Braggaskýrslu Innri endurskoðunar Dæmi eru um að villandi og jafnvel rangar upplýsingar varðandi framkvæmdir við Braggann í Nauthólsvík hafi farið til borgarráðs, auk þess sem borgarráð var ekki nægilega upplýst um framvindu mála. 20. desember 2018 13:33 Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
Dagur ætlar ekki að segja af sér vegna braggamálsins Borgarstjóri segir að gera verði betur og að farið hafi verið í pólitískar skotgrafir þegar málið kom upp í sumar. 20. desember 2018 20:30
Borgarfulltrúar í miklum umbótaham eftir útgáfu Braggaskýrslunnar Borgarfulltrúar sem Vísir náði tali af í dag sammælast um draga þurfi lærdóm af Braggamálinu en skýrsla Innri endurskoðunar varðandi framkvæmdirnar var birt síðdegis. 20. desember 2018 14:44
Hrólfur hlýtur harða útreið í Braggaskýrslu Innri endurskoðunar Dæmi eru um að villandi og jafnvel rangar upplýsingar varðandi framkvæmdir við Braggann í Nauthólsvík hafi farið til borgarráðs, auk þess sem borgarráð var ekki nægilega upplýst um framvindu mála. 20. desember 2018 13:33