Kalla líklega eftir viðbrögðum helstu braggastjórnenda Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 21. desember 2018 16:38 Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs. Vísir Líklega verður kallað eftir viðbrögðum helstu stjórnenda sem komu að braggamálinu fljótlega á nýju ári að sögn formanns borgarráðs. Ekki liggur fyrir sem stendur hvort leigusamningur við Háskólann í Reykjavík verði endurskoðaður. Ljóst er að víða var pottur brotinn við framkvæmd braggaverkefnisins að því er fram kemur í skýrslu innri endurskoðunar sem gerð var opinber í gær. Í bréfi til borgarráðs segir innri endurskoðandi að hann telji tilefni til þess að borgarráð óski formlega eftir viðbrögðum þeirra stjórnenda sem komu að braggamálinu. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs, segir að brugðist verði við þessu. „Þeir hafa nú ekki verið kallaðir til. Við erum rétt að klára að lesa skýrsluna. Það er þó hafi vinna við að greina þá punkta sem komu út úr skýrslunni. Ég geri svo ráð fyrir því að eftir áramót, þegar fólk mætir til vinnu aftur, að þá einhendum við okkur í þetta.“ Í skýrslu innri endurskoðunar vegur ábyrgð Hrólfs Jónssonar, fyrrverandi skrifstofustjóra eigna og atvinnuþróunar, nokkuð þungt en hann er hættur störfum hjá borginni. „Við eigum alveg eftir að skoða það hverjr það verða nákvæmlega. Ég geri ráð fyrir að það verði svona helstu persónur og leikendur í þessu. Margir þeirra eru nú þegar hættir hjá Reykjavíkurborg en við munum bara fara yfir það eins og annað. Þetta er eitt af þessum stóru málum sem við komum til með að fara beint í.“ Eitt af því fáa sem virðist hafa verið rétt staðið að, hvað varðar gerð samninga, var leigusamningur við Grunnstoð dótturfélag Háskólans í Reykjavík. Leigugreiðslur þyrftu þó að vera um 1,7 milljónir á mánuði til að núvirði verkefnisins yrði jákvætt, eða ríflega einni milljón hærri en kveðið er á um í leigusamningi. „Þetta er náttúrlega bara leigusamningur eins og hver annar leigusamningur með þeim ákvæðum sem þar eru. Við munum bara skoða þetta allt saman í heild,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs. Braggamálið Tengdar fréttir Dagur ætlar ekki að segja af sér vegna braggamálsins Borgarstjóri segir að gera verði betur og að farið hafi verið í pólitískar skotgrafir þegar málið kom upp í sumar. 20. desember 2018 20:30 Borgarfulltrúar í miklum umbótaham eftir útgáfu Braggaskýrslunnar Borgarfulltrúar sem Vísir náði tali af í dag sammælast um draga þurfi lærdóm af Braggamálinu en skýrsla Innri endurskoðunar varðandi framkvæmdirnar var birt síðdegis. 20. desember 2018 14:44 Hrólfur hlýtur harða útreið í Braggaskýrslu Innri endurskoðunar Dæmi eru um að villandi og jafnvel rangar upplýsingar varðandi framkvæmdir við Braggann í Nauthólsvík hafi farið til borgarráðs, auk þess sem borgarráð var ekki nægilega upplýst um framvindu mála. 20. desember 2018 13:33 Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Erlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Sjá meira
Líklega verður kallað eftir viðbrögðum helstu stjórnenda sem komu að braggamálinu fljótlega á nýju ári að sögn formanns borgarráðs. Ekki liggur fyrir sem stendur hvort leigusamningur við Háskólann í Reykjavík verði endurskoðaður. Ljóst er að víða var pottur brotinn við framkvæmd braggaverkefnisins að því er fram kemur í skýrslu innri endurskoðunar sem gerð var opinber í gær. Í bréfi til borgarráðs segir innri endurskoðandi að hann telji tilefni til þess að borgarráð óski formlega eftir viðbrögðum þeirra stjórnenda sem komu að braggamálinu. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs, segir að brugðist verði við þessu. „Þeir hafa nú ekki verið kallaðir til. Við erum rétt að klára að lesa skýrsluna. Það er þó hafi vinna við að greina þá punkta sem komu út úr skýrslunni. Ég geri svo ráð fyrir því að eftir áramót, þegar fólk mætir til vinnu aftur, að þá einhendum við okkur í þetta.“ Í skýrslu innri endurskoðunar vegur ábyrgð Hrólfs Jónssonar, fyrrverandi skrifstofustjóra eigna og atvinnuþróunar, nokkuð þungt en hann er hættur störfum hjá borginni. „Við eigum alveg eftir að skoða það hverjr það verða nákvæmlega. Ég geri ráð fyrir að það verði svona helstu persónur og leikendur í þessu. Margir þeirra eru nú þegar hættir hjá Reykjavíkurborg en við munum bara fara yfir það eins og annað. Þetta er eitt af þessum stóru málum sem við komum til með að fara beint í.“ Eitt af því fáa sem virðist hafa verið rétt staðið að, hvað varðar gerð samninga, var leigusamningur við Grunnstoð dótturfélag Háskólans í Reykjavík. Leigugreiðslur þyrftu þó að vera um 1,7 milljónir á mánuði til að núvirði verkefnisins yrði jákvætt, eða ríflega einni milljón hærri en kveðið er á um í leigusamningi. „Þetta er náttúrlega bara leigusamningur eins og hver annar leigusamningur með þeim ákvæðum sem þar eru. Við munum bara skoða þetta allt saman í heild,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs.
Braggamálið Tengdar fréttir Dagur ætlar ekki að segja af sér vegna braggamálsins Borgarstjóri segir að gera verði betur og að farið hafi verið í pólitískar skotgrafir þegar málið kom upp í sumar. 20. desember 2018 20:30 Borgarfulltrúar í miklum umbótaham eftir útgáfu Braggaskýrslunnar Borgarfulltrúar sem Vísir náði tali af í dag sammælast um draga þurfi lærdóm af Braggamálinu en skýrsla Innri endurskoðunar varðandi framkvæmdirnar var birt síðdegis. 20. desember 2018 14:44 Hrólfur hlýtur harða útreið í Braggaskýrslu Innri endurskoðunar Dæmi eru um að villandi og jafnvel rangar upplýsingar varðandi framkvæmdir við Braggann í Nauthólsvík hafi farið til borgarráðs, auk þess sem borgarráð var ekki nægilega upplýst um framvindu mála. 20. desember 2018 13:33 Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Erlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Sjá meira
Dagur ætlar ekki að segja af sér vegna braggamálsins Borgarstjóri segir að gera verði betur og að farið hafi verið í pólitískar skotgrafir þegar málið kom upp í sumar. 20. desember 2018 20:30
Borgarfulltrúar í miklum umbótaham eftir útgáfu Braggaskýrslunnar Borgarfulltrúar sem Vísir náði tali af í dag sammælast um draga þurfi lærdóm af Braggamálinu en skýrsla Innri endurskoðunar varðandi framkvæmdirnar var birt síðdegis. 20. desember 2018 14:44
Hrólfur hlýtur harða útreið í Braggaskýrslu Innri endurskoðunar Dæmi eru um að villandi og jafnvel rangar upplýsingar varðandi framkvæmdir við Braggann í Nauthólsvík hafi farið til borgarráðs, auk þess sem borgarráð var ekki nægilega upplýst um framvindu mála. 20. desember 2018 13:33
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu