Eyþór segir borgarstjóra rúinn trausti Andri Eysteinsson skrifar 23. desember 2018 12:41 Eyþór telur Dag skauta heldur léttilega frá eigin ábyrgð vegna umdeilds verks við endurgerð bragga í Nauthólsvik. Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir borgarstjóra, Dag B. Eggertsson, rúinn trausti í opnu bréfi sem hann birti á Facebook síðu sinni í dag. Eyþór fjallar um skýrslu innri endurskoðunar í braggamálinu sem gefin var út í vikunni. Eyþór segir skýrsluna vera svarta, skýra og sláandi, staðfest sé að borgarstjóri hafi sýnt af sér umfangsmikla vanrækslu. Eyþór rifjar upp yfirlýsingu Hildar Björnsdóttur frá því í gær en hún lýsti því yfir að hún muni ekki starfa með borgarstjóra í rýnihópi um skýrsluna. Hildur krefst þess að borgarstjóri víki úr hópnum. Oddvitinn minnir á skýrslu innri endurskoðunar um viðhaldsverkefni hjá Félagsbústöðum sem var birt í Október. Í kjölfar þeirrar skýrslu sagði framkvæmdastjóri Félagsbústaða uppstörfum og segir Eyþór það vera skýrt fordæmi. Í lok pistilsins segir Eyþór: „Borgarstjóri er rúinn trausti og þarf að sýna sem æðsti embættismaður borgarinnar hvernig hann ætlar að axla sína ábyrgð. Það er hið eina rétta“.Pistil Eyþórs má sjá í heild sinni hér að neðan.Borgarstjóri rúinn traustiSkýrsla Innri endurskoðunar í “braggamálinu” var birt þegar fáeinir dagar voru til jóla. Niðurstaða skýrslunnar hefur þó ekki týnst í jólaösinni enda var hún svört, skýr og sláandi: Lög voru þverbrotinn og allt fór úrskeiðis frá upphafi til enda.Staðfest er að borgarstjóri sýndi af sér umfangsmikla vanrækslu. Ekki veit ég dæmi um að jafnmikill áfellisdómur hafi áður komið fram á hendur sitjandi borgarstjóra frá Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar.Borgarskjalasafn hefur bent á að eyðing gagna sé alvarlegt lögbrot, en í braggamálinu var skjalavarsla í molum og tölvupóstum eytt með ólöglegum hætti. Skjalavarsla er hluti af verkefnum skrifstofu borgarstjóra, enda er Borgarskjalasafn staðsett inn á skrifstofu borgarstjóra. Borgarskjalasafn hefur ítrekað bent á að hörð viðurlög eru við brotum á skjalavörslu.Í stað þess að axla ábyrgð þá segir borgarstjóri að hann “finni til ábyrgðar” sem er ansi létt í hendi. Borgarstjórinn í Róm sagði af sér vegna tveggja milljóna krónu risnukostnaðar og þó eru ítölsk stjórnmál ekki hátt skrifuð.Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi lýsti því yfir í gær að hún muni ekki starfa með borgarstjóra í rýnihópi um braggaskýrsluna. Hann þurfi að víkja úr hópnum. Í gærkvöldi kom ályktun frá stjórn Varðar, fulltrúarráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík um að borgarstjóra bæri að segja af sér. Á sama tíma og stofnanir borgarinnar hafa gagnrýnt störf borgarstjóra heyrist lítið í fulltrúum þeirra flokka sem eru í samstarfi við Samfylkinguna í borgarstjórn.Sú þögn er ærandi.Innri endurskoðun birti skýrslu í október síðastliðnum um óheimila framúrkeyrslu í viðhaldsverkefni hjá Félagsbústöðum, en það félag er hluti af samstæðu borgarinnar. Strax og sú skýrsla var birt sagði framkvæmdastjóri Félagsbústaða af sér.Það er skýrt fordæmi.Ég sagði þann 11. október að borgarstjóri bæri ábyrgð á verkinu, enda mælti hann fyrir því, skrifaði undir eina samninginn og væri framkvæmdastjóri borgarinnar. Nú er það staðfest af stofnunum borgarinnar sjálfrar og fleiri hafa tekið undir þessi sjónarmið.Það er því ljóst að borgarstjóri er rúinn trausti og þarf að sýna sem æðsti embættismaður borgarinnar hvernig hann ætlar að axla sína ábyrgð.Það er hið eina rétta. Borgarstjórn Braggamálið Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira
Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir borgarstjóra, Dag B. Eggertsson, rúinn trausti í opnu bréfi sem hann birti á Facebook síðu sinni í dag. Eyþór fjallar um skýrslu innri endurskoðunar í braggamálinu sem gefin var út í vikunni. Eyþór segir skýrsluna vera svarta, skýra og sláandi, staðfest sé að borgarstjóri hafi sýnt af sér umfangsmikla vanrækslu. Eyþór rifjar upp yfirlýsingu Hildar Björnsdóttur frá því í gær en hún lýsti því yfir að hún muni ekki starfa með borgarstjóra í rýnihópi um skýrsluna. Hildur krefst þess að borgarstjóri víki úr hópnum. Oddvitinn minnir á skýrslu innri endurskoðunar um viðhaldsverkefni hjá Félagsbústöðum sem var birt í Október. Í kjölfar þeirrar skýrslu sagði framkvæmdastjóri Félagsbústaða uppstörfum og segir Eyþór það vera skýrt fordæmi. Í lok pistilsins segir Eyþór: „Borgarstjóri er rúinn trausti og þarf að sýna sem æðsti embættismaður borgarinnar hvernig hann ætlar að axla sína ábyrgð. Það er hið eina rétta“.Pistil Eyþórs má sjá í heild sinni hér að neðan.Borgarstjóri rúinn traustiSkýrsla Innri endurskoðunar í “braggamálinu” var birt þegar fáeinir dagar voru til jóla. Niðurstaða skýrslunnar hefur þó ekki týnst í jólaösinni enda var hún svört, skýr og sláandi: Lög voru þverbrotinn og allt fór úrskeiðis frá upphafi til enda.Staðfest er að borgarstjóri sýndi af sér umfangsmikla vanrækslu. Ekki veit ég dæmi um að jafnmikill áfellisdómur hafi áður komið fram á hendur sitjandi borgarstjóra frá Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar.Borgarskjalasafn hefur bent á að eyðing gagna sé alvarlegt lögbrot, en í braggamálinu var skjalavarsla í molum og tölvupóstum eytt með ólöglegum hætti. Skjalavarsla er hluti af verkefnum skrifstofu borgarstjóra, enda er Borgarskjalasafn staðsett inn á skrifstofu borgarstjóra. Borgarskjalasafn hefur ítrekað bent á að hörð viðurlög eru við brotum á skjalavörslu.Í stað þess að axla ábyrgð þá segir borgarstjóri að hann “finni til ábyrgðar” sem er ansi létt í hendi. Borgarstjórinn í Róm sagði af sér vegna tveggja milljóna krónu risnukostnaðar og þó eru ítölsk stjórnmál ekki hátt skrifuð.Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi lýsti því yfir í gær að hún muni ekki starfa með borgarstjóra í rýnihópi um braggaskýrsluna. Hann þurfi að víkja úr hópnum. Í gærkvöldi kom ályktun frá stjórn Varðar, fulltrúarráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík um að borgarstjóra bæri að segja af sér. Á sama tíma og stofnanir borgarinnar hafa gagnrýnt störf borgarstjóra heyrist lítið í fulltrúum þeirra flokka sem eru í samstarfi við Samfylkinguna í borgarstjórn.Sú þögn er ærandi.Innri endurskoðun birti skýrslu í október síðastliðnum um óheimila framúrkeyrslu í viðhaldsverkefni hjá Félagsbústöðum, en það félag er hluti af samstæðu borgarinnar. Strax og sú skýrsla var birt sagði framkvæmdastjóri Félagsbústaða af sér.Það er skýrt fordæmi.Ég sagði þann 11. október að borgarstjóri bæri ábyrgð á verkinu, enda mælti hann fyrir því, skrifaði undir eina samninginn og væri framkvæmdastjóri borgarinnar. Nú er það staðfest af stofnunum borgarinnar sjálfrar og fleiri hafa tekið undir þessi sjónarmið.Það er því ljóst að borgarstjóri er rúinn trausti og þarf að sýna sem æðsti embættismaður borgarinnar hvernig hann ætlar að axla sína ábyrgð.Það er hið eina rétta.
Borgarstjórn Braggamálið Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira