Segir Fréttablaðið „standa sig einna verst“ í umfjöllun um kjaramál Sylvía Hall skrifar 23. desember 2018 16:41 Ragnar Þór er ekki sáttur við skrif margra fjölmiðla í aðdraganda kjarasamninga. Vísir/Vilhelm Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, sætti harðri gagnrýni í leiðara Kristínar Þorsteinsdóttur útgefanda og fyrrverandi ritstjóra í helgarblaði Fréttablaðsins. Í leiðaranum segir Kristín Ragnar vera „öfgamann“ með lítinn hluta félagsmanna á bak við sig og erfitt sé að halda því fram að hátterni hans sé félagsmönnum til hagsbóta. Ragnar segir skrif Kristínar vera öfgafull níðskrif og hann sjái ekki ástæðu til að svara þeim. „Sumarið 2017 var Ragnar Þór Ingólfsson kjörinn formaður VR með ríflega 63% greiddra atkvæða. Af ríflega 33 þúsund félagsmönnum í VR mættu 5.706 og greiddu atkvæði. Ragnar var því kjörinn með atkvæðum um 10% félagsmanna. Áhugaleysið var því umfram annað þess valdandi að Ragnar náði völdum í félaginu,“ segir Kristín í umræddum leiðara sem ber yfirskriftina „stórskaðlegt“. Þá segir Kristín félagsmenn VR hafa það ágætt samkvæmt flestum mælikvörðum og helsta ógnin við lífskjör félagsmanna sé að „verðbólgudraugurinn rakni úr rotinu og krónan haldi áfram að veikjast“, en líkurnar á báðu aukist með athöfnum formannsins. Ragnar gefur lítið fyrir þessi skrif Kristínar og bendir á að kjörsókn hafi aukist og framboðum fjölgað í VR eftir að kosningalögum félagsins var breytt árið 2009. Hann telur sig hafa ríkara umboð í baráttu sinni fyrir bættum kjörum launafólks en margir forvera sinna og segir aldrei fleiri félagsmenn hafa komið að kröfugerð félagsins.Segir „hagsmunatengda fjölmiðla“ ekki sýna skilning Í samtali við fréttastofu segist Ragnar ekki vera viss um hvort hægt sé að ætlast til þess að „hagsmunatengdir fjölmiðlar“ sýni verkalýðshreyfingunni skilning. Hann hafi fylgst með skrifum fjölmiðla í gegnum tíðina en ástandið hafi sjaldan verið jafn slæmt og nú. „Ég hef fylgst mjög vel með skrifum fjölmiðla og „lobbýistum“ hagsmunaafla í gegnum tíðina og ég held að þetta sé með því verra sem ég hef upplifað og séð í aðdraganda kjarasamninga,“ segir Ragnar og bætir við að leiðarahöfundar ákveðinna fréttamiðla taki sig mjög niður með slíkum skrifum. „Þeir ættu miklu frekar að ræða stöðuna almennt og af meiri ábyrgð og þar sýnist mér Fréttablaðið standa sig einna verst.“ Þá segir Ragnar framsetningu fjölmiðla vera dapurlega þar sem ætlun þeirra sé ekki að boða til verkfalls og átaka heldur vilji einungis komast að viðunandi samkomulagi. Skrif margra fjölmiðla séu einungis til þess fallin að ala á sundrungu. „Við erum ekkert að boða til verkfalls eða átaka, langur vegur frá því.“ Kjaramál Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, sætti harðri gagnrýni í leiðara Kristínar Þorsteinsdóttur útgefanda og fyrrverandi ritstjóra í helgarblaði Fréttablaðsins. Í leiðaranum segir Kristín Ragnar vera „öfgamann“ með lítinn hluta félagsmanna á bak við sig og erfitt sé að halda því fram að hátterni hans sé félagsmönnum til hagsbóta. Ragnar segir skrif Kristínar vera öfgafull níðskrif og hann sjái ekki ástæðu til að svara þeim. „Sumarið 2017 var Ragnar Þór Ingólfsson kjörinn formaður VR með ríflega 63% greiddra atkvæða. Af ríflega 33 þúsund félagsmönnum í VR mættu 5.706 og greiddu atkvæði. Ragnar var því kjörinn með atkvæðum um 10% félagsmanna. Áhugaleysið var því umfram annað þess valdandi að Ragnar náði völdum í félaginu,“ segir Kristín í umræddum leiðara sem ber yfirskriftina „stórskaðlegt“. Þá segir Kristín félagsmenn VR hafa það ágætt samkvæmt flestum mælikvörðum og helsta ógnin við lífskjör félagsmanna sé að „verðbólgudraugurinn rakni úr rotinu og krónan haldi áfram að veikjast“, en líkurnar á báðu aukist með athöfnum formannsins. Ragnar gefur lítið fyrir þessi skrif Kristínar og bendir á að kjörsókn hafi aukist og framboðum fjölgað í VR eftir að kosningalögum félagsins var breytt árið 2009. Hann telur sig hafa ríkara umboð í baráttu sinni fyrir bættum kjörum launafólks en margir forvera sinna og segir aldrei fleiri félagsmenn hafa komið að kröfugerð félagsins.Segir „hagsmunatengda fjölmiðla“ ekki sýna skilning Í samtali við fréttastofu segist Ragnar ekki vera viss um hvort hægt sé að ætlast til þess að „hagsmunatengdir fjölmiðlar“ sýni verkalýðshreyfingunni skilning. Hann hafi fylgst með skrifum fjölmiðla í gegnum tíðina en ástandið hafi sjaldan verið jafn slæmt og nú. „Ég hef fylgst mjög vel með skrifum fjölmiðla og „lobbýistum“ hagsmunaafla í gegnum tíðina og ég held að þetta sé með því verra sem ég hef upplifað og séð í aðdraganda kjarasamninga,“ segir Ragnar og bætir við að leiðarahöfundar ákveðinna fréttamiðla taki sig mjög niður með slíkum skrifum. „Þeir ættu miklu frekar að ræða stöðuna almennt og af meiri ábyrgð og þar sýnist mér Fréttablaðið standa sig einna verst.“ Þá segir Ragnar framsetningu fjölmiðla vera dapurlega þar sem ætlun þeirra sé ekki að boða til verkfalls og átaka heldur vilji einungis komast að viðunandi samkomulagi. Skrif margra fjölmiðla séu einungis til þess fallin að ala á sundrungu. „Við erum ekkert að boða til verkfalls eða átaka, langur vegur frá því.“
Kjaramál Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira