Lögreglan hefur áhyggjur af stöðu fólks í geðrofi Nadine Guðrún Yaghi skrifar 26. desember 2018 19:00 Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, segir það allt of oft koma fyrir að fólk, sem lögregla telur að sé geðrofi, gisti fangageymslu þar sem það fái ekki innlögn á geðdeild. Lögreglan geti ekki haldið fólkinu lengur en lög heimila og eru nokkrir einstaklingar, sem jafnvel eru hættulegir sjálfum sér eða öðrum, lausir úti í samfélaginu þar sem ekkert úrræði er í boði. Þegar lögregla hefur afskipti af þessu fólki eftir að það brýtur á einhvern hátt af sér fer hún með það á bráðamóttöku geðdeildar Landspítalans eða á almennu bráðamóttöluna utan opnunartíma geðdeildar, enda telur hún að það sé andlega veikt eða í geðrofi.Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónnJóhann Karl segir að mat geðlækna á spítalanum sé oftar en ekki á skjön við mat lögreglu. Það hafi færst í aukana að fólkið, sem oftast er einnig í neyslu, sé vistað í fangageymslu lögreglunnar þar sem hún hafi engin önnur úrræði. Lögreglan upplifi ráðaleysi þar sem hún telur fólkið vera hættulegt sjálfu sér eða öðrum. „Oft og tíðum þá enda þeir hérna í fangaklefa þar sem við treystum þeim ekki til að vera úti. Við vistum þá sem sagt í fangaklefa þar til af þeim rennur og yfirheyrum þá þá um brotið en æ oftar kemur það fyrir að menn eru búnir að vera hjá okkur í tuttugu tíma í fangaklefa en eru ekki einu sinni skýrslutækir,“ segir Jóhann Karl en þeir eru þá enn í einhvers konar geðrofi. Hann segir lögreglumenn vera orðna verulega þreytta á ástandinu. „Lögreglan hefur miklar áhyggjur af þessu. Það hlýtur að vera hægt að gera eitthvað í þessu. Þetta getur ekki átt að vera þannig að fólk sem við teljum að sé í geðrofi eða andlega veitt að það þurfi að gista fangageymslur. Það getur bara ekki átt að vera þannig.“ Þá segir Jóhann Karl að áfram ríki úrræðaleysi þegar fólkinu er svo sleppt úr haldi. „Það eru tveir þrír aðilar sem við höfum miklar áhyggjur af þarna úti. En það eru læknar sem taka þessa ákvörðun. Við getum ekki haldið fólki. Allar okkar aðgerðir verða að eiga sér stoð í lögum og við getum ekki haldið fólki nema lögin heimili það,“ segir Jóhann Karl. Fangelsismál Lögreglumál Tengdar fréttir Biðtími eftir afplánun styttist á næsta ári Kynferðisafbrotamenn eru tíu prósent af öllum föngum og hefur fjölgað hratt undanfarin misseri. 24. desember 2018 13:30 Alvarlega andlega veikum föngum haldið lengur í fangelsi vegna skorts á úrræðum Alvarlega andlega veikum föngum sem jafnvel eru hættulegir sjálfum sér og öðrum, er haldið lengur inni í fangelsi en en þörf er á þar sem engin úrræði eru til staðar fyrir þá. Fangelsismálastjóri segir þetta mannréttindabrot og vill að brugðist verði við strax. 18. desember 2018 19:00 Mest lesið „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Fleiri fréttir Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Sjá meira
Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, segir það allt of oft koma fyrir að fólk, sem lögregla telur að sé geðrofi, gisti fangageymslu þar sem það fái ekki innlögn á geðdeild. Lögreglan geti ekki haldið fólkinu lengur en lög heimila og eru nokkrir einstaklingar, sem jafnvel eru hættulegir sjálfum sér eða öðrum, lausir úti í samfélaginu þar sem ekkert úrræði er í boði. Þegar lögregla hefur afskipti af þessu fólki eftir að það brýtur á einhvern hátt af sér fer hún með það á bráðamóttöku geðdeildar Landspítalans eða á almennu bráðamóttöluna utan opnunartíma geðdeildar, enda telur hún að það sé andlega veikt eða í geðrofi.Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónnJóhann Karl segir að mat geðlækna á spítalanum sé oftar en ekki á skjön við mat lögreglu. Það hafi færst í aukana að fólkið, sem oftast er einnig í neyslu, sé vistað í fangageymslu lögreglunnar þar sem hún hafi engin önnur úrræði. Lögreglan upplifi ráðaleysi þar sem hún telur fólkið vera hættulegt sjálfu sér eða öðrum. „Oft og tíðum þá enda þeir hérna í fangaklefa þar sem við treystum þeim ekki til að vera úti. Við vistum þá sem sagt í fangaklefa þar til af þeim rennur og yfirheyrum þá þá um brotið en æ oftar kemur það fyrir að menn eru búnir að vera hjá okkur í tuttugu tíma í fangaklefa en eru ekki einu sinni skýrslutækir,“ segir Jóhann Karl en þeir eru þá enn í einhvers konar geðrofi. Hann segir lögreglumenn vera orðna verulega þreytta á ástandinu. „Lögreglan hefur miklar áhyggjur af þessu. Það hlýtur að vera hægt að gera eitthvað í þessu. Þetta getur ekki átt að vera þannig að fólk sem við teljum að sé í geðrofi eða andlega veitt að það þurfi að gista fangageymslur. Það getur bara ekki átt að vera þannig.“ Þá segir Jóhann Karl að áfram ríki úrræðaleysi þegar fólkinu er svo sleppt úr haldi. „Það eru tveir þrír aðilar sem við höfum miklar áhyggjur af þarna úti. En það eru læknar sem taka þessa ákvörðun. Við getum ekki haldið fólki. Allar okkar aðgerðir verða að eiga sér stoð í lögum og við getum ekki haldið fólki nema lögin heimili það,“ segir Jóhann Karl.
Fangelsismál Lögreglumál Tengdar fréttir Biðtími eftir afplánun styttist á næsta ári Kynferðisafbrotamenn eru tíu prósent af öllum föngum og hefur fjölgað hratt undanfarin misseri. 24. desember 2018 13:30 Alvarlega andlega veikum föngum haldið lengur í fangelsi vegna skorts á úrræðum Alvarlega andlega veikum föngum sem jafnvel eru hættulegir sjálfum sér og öðrum, er haldið lengur inni í fangelsi en en þörf er á þar sem engin úrræði eru til staðar fyrir þá. Fangelsismálastjóri segir þetta mannréttindabrot og vill að brugðist verði við strax. 18. desember 2018 19:00 Mest lesið „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Fleiri fréttir Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Sjá meira
Biðtími eftir afplánun styttist á næsta ári Kynferðisafbrotamenn eru tíu prósent af öllum föngum og hefur fjölgað hratt undanfarin misseri. 24. desember 2018 13:30
Alvarlega andlega veikum föngum haldið lengur í fangelsi vegna skorts á úrræðum Alvarlega andlega veikum föngum sem jafnvel eru hættulegir sjálfum sér og öðrum, er haldið lengur inni í fangelsi en en þörf er á þar sem engin úrræði eru til staðar fyrir þá. Fangelsismálastjóri segir þetta mannréttindabrot og vill að brugðist verði við strax. 18. desember 2018 19:00