Veggjöld – gott mál? Guðmundur Edgarsson skrifar 27. desember 2018 08:00 Nú hillir undir að ríkið muni krefja vegfarendur um sérstök veggjöld. Mörgum þykir sem þar fari græðgi stjórnmálamanna út fyrir velsæmismörk þar sem útreikningar sýni að einungis hluti þeirra skatta og gjalda sem ríkið innheimtir nú þegar vegna vegaframkvæmda fari í slík verkefni. Á almenningur því ekki að klæðast gulum vestum og mótmæla? Ekki endilega. Gjald beintengt notkun er mun eðlilegri leið til fjármögnunar en óbeinir skattar. En þá þarf vitaskuld að fella niður allar álögur sem ríkið hefur hingað til eyrnamerkt vegaframkvæmdum. Síðan þarf að hefja stórtæka einkavæðingu vegakerfisins. Þá mun tvennt gerast. Vegirnir verða betri og öruggari og kostnaður vegfarenda lækkar verulega. Hvers vegna? Jú, þar sem samkeppni ríkir, aukast gæði og verð lækkar. Gildir þá einu hvort um er að ræða flugferðir og farsímaþjónustu eða tölvur og sjónvörp. Hví skyldi ekki það sama gerast með vegina? Ástæða þess að fólk er hrætt við einkavæðingu vega er grýlusögur um að vondir kapítalistar muni kaupa upp mikilvægar leiðir og hleypa fólki ekki í gegn nema gegn svimandi gjaldi. En hversu trúverðugur er slíkur hræðsluáróður?Væri Miklabraut einkavædd Tökum dæmi af Miklubraut og einstaklingi sem þarf að komast til vinnu frá Grafarholti vestur í bæ. Hvað gæti hann gert? Fjölmargt, t.d. valið aðrar leiðir, verið oftar í samfloti, notað strætó eða unnið meira heima. Þá er viðbúið að vinnustaðurinn flytti yfir á svæði sem væri síður háð Miklubraut. Enn fremur er líklegt að markaðurinn fjárfesti í nýjum leiðum, t.d. í grennd við Miklubraut. Eignarhald á Miklubraut væri gífurlega dýr fjárfesting sem ekki mætti við snöggri minnkun á umferð. Fjárfestar myndu því ekki þora að reka hana út frá gróðasjónarmiðum til skamms tíma enda viðbúið að þeir sætu þá eftir stórskuldugir með ónýtt orðspor að auki. Það ætti því að vera óhætt að einkavæða Miklubraut eða aðra vegi. Það eina sem stjórnmálamenn þyrftu þá að muna væri að afnema á móti allar opinberar álögur tengdar vegaframkvæmdum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Sjá meira
Nú hillir undir að ríkið muni krefja vegfarendur um sérstök veggjöld. Mörgum þykir sem þar fari græðgi stjórnmálamanna út fyrir velsæmismörk þar sem útreikningar sýni að einungis hluti þeirra skatta og gjalda sem ríkið innheimtir nú þegar vegna vegaframkvæmda fari í slík verkefni. Á almenningur því ekki að klæðast gulum vestum og mótmæla? Ekki endilega. Gjald beintengt notkun er mun eðlilegri leið til fjármögnunar en óbeinir skattar. En þá þarf vitaskuld að fella niður allar álögur sem ríkið hefur hingað til eyrnamerkt vegaframkvæmdum. Síðan þarf að hefja stórtæka einkavæðingu vegakerfisins. Þá mun tvennt gerast. Vegirnir verða betri og öruggari og kostnaður vegfarenda lækkar verulega. Hvers vegna? Jú, þar sem samkeppni ríkir, aukast gæði og verð lækkar. Gildir þá einu hvort um er að ræða flugferðir og farsímaþjónustu eða tölvur og sjónvörp. Hví skyldi ekki það sama gerast með vegina? Ástæða þess að fólk er hrætt við einkavæðingu vega er grýlusögur um að vondir kapítalistar muni kaupa upp mikilvægar leiðir og hleypa fólki ekki í gegn nema gegn svimandi gjaldi. En hversu trúverðugur er slíkur hræðsluáróður?Væri Miklabraut einkavædd Tökum dæmi af Miklubraut og einstaklingi sem þarf að komast til vinnu frá Grafarholti vestur í bæ. Hvað gæti hann gert? Fjölmargt, t.d. valið aðrar leiðir, verið oftar í samfloti, notað strætó eða unnið meira heima. Þá er viðbúið að vinnustaðurinn flytti yfir á svæði sem væri síður háð Miklubraut. Enn fremur er líklegt að markaðurinn fjárfesti í nýjum leiðum, t.d. í grennd við Miklubraut. Eignarhald á Miklubraut væri gífurlega dýr fjárfesting sem ekki mætti við snöggri minnkun á umferð. Fjárfestar myndu því ekki þora að reka hana út frá gróðasjónarmiðum til skamms tíma enda viðbúið að þeir sætu þá eftir stórskuldugir með ónýtt orðspor að auki. Það ætti því að vera óhætt að einkavæða Miklubraut eða aðra vegi. Það eina sem stjórnmálamenn þyrftu þá að muna væri að afnema á móti allar opinberar álögur tengdar vegaframkvæmdum.
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar