Buðu innflytjanda að búa hjá sér eftir að Trump notaði morð dóttur þeirra í pólitískum tilgangi Sylvía Hall skrifar 29. desember 2018 18:00 Mollie Tibbetts fannst látin á kornakri. Mál hennar vakti athygli eftir að lögregla notaðist við gögn úr FitBit-úri hennar í von um að finna hana. Vísir/AP Dánarorsök Mollie Tibbetts, stúlkunnar sem hvarf eftir útihlaup nálægt heimabæ sínum í Iowa þann 18. júlí, voru stungusár í bringu og höfuð. Þetta kom fram í viðtali við móður stúlkunnar í Washington Post. „Dauði Mollie var hræðilegur,“ sagði móðirin í viðtalinu þar sem hún sagði frá því að mörg stungusár höfðu verið á líki dóttur sinnar. Tibbetts var tvítug þegar hún var myrt í sumar af hinum 24 ára gamla Christian Bahena Rivera. Rivera, mexíkóskur innflytjandi sem hafði dvalið ólöglega í Bandaríkjunum, var sá sem leiddi lögreglu að lokum að líkinu. Í kjölfarið birti Donald Trump Bandaríkjaforseti myndband á Twitter-reikningi sínum þar sem hann notaði morðið til þess að kalla eftir hertri innflytjendalöggjöf í Bandaríkjunum.Buðu innflytjanda að búa hjá sér eftir morðið Í kjölfar morðsins á Tibbetts braust út mikil reiði í heimabæ hennar og sáu margir innflytjendur sig knúna til þess að flýja bæinn. Á meðal þeirra var fjölskylda hins sautján ára gamla Ulises Felix. Foreldrar hans höfðu um árabil starfað á sama stað og Rivera en eftir morðið flúðu þau og skildu son sinn eftir sem vildi klára skóla í bænum sem hann hafði búið í alla tíð. Það var sonur Calderwood og yngri bróðir Tibbetts sem kom með tillöguna vitandi að það væri auka herbergi í húsinu. Calderwood segist hafa hugsað til þess hvað dóttir hennar hefði gert í sömu aðstæðum og bauð því Ulises að búa með fjölskyldunni.Mollie Tibbets var tvítug þegar hún var myrt.Lögreglan í IowaÞoldi ekki að heyra Trump nota nafn dóttur sinnar í pólitískum tilgangi Laura Calderwood, móðir Tibbetts, minnist þess í viðtalinu að hafa fengið símtal frá ríkisstjóra Iowa, repúblikananum Kim Reynolds, sama dag og lík dóttur hennar fannst. Þær grétu saman í símtalinu og þótti Calderwood vænt um þann samhug sem ríkisstjórinn sýndi henni. Hún varð því fyrir vonbrigðum þegar kvað við annan tón í yfirlýsingu frá ríkisstjóranum seinna sama dag. Í yfirlýsingu frá ríkisstjóranum voru stór orð látin falla um innflytjendur og talað um „brotið innflytjandakerfi“. Næsta yfirlýsing var enn harðorðari en sú kom frá forsetanum sjálfum. Móðir Tibbetts segir forsetann aldrei hafa haft samband við sig en ekki látið það aftra sér í því að nýta morð dóttur hennar í pólitískum tilgangi.pic.twitter.com/wYCNmkkaNR — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) 22 August 2018 „Mollie Tibbetts, mögnuð ung kona, hefur nú verið aðskilin frá fjölskyldu sinni um alla eilífð. Það kom manneskja hingað ólöglega frá Mexíkó og drap hana. Við þurfum múrinn, við þurfum að breyta innflytjendalögum okkar, við þurfum að breyta landamæralögum okkar,“ sagði forsetinn í myndbandinu. Að sögn fjölskyldunnar var Tibbetts ötull talsmaður þess að taka á móti innflytjendum og flóttamönnum. Hún hafði barist fyrir bættum lífskjörum þeirra sem kæmu til landsins í leit að betra lífi og því þótti foreldrum hennar minning hennar vera vanvirt með þessu útspili stjórnmálamanna. Bandaríkin Donald Trump Mexíkó Tengdar fréttir Hinn seki leiddi lögreglu að líki FitBit-stúlkunnar Hin tvítuga Mollie Tibbetts, sem saknað hafði verið frá 18. júlí, fannst látin á kornakri í gær eftir að maðurinn sem grunaður er um morðið leiddi lögreglu að líkinu. 22. ágúst 2018 00:31 Ættingjar gagnrýna íhaldsmenn fyrir að nota morð ungrar konu í pólitískum tilgangi „Ja hérna, ættingjar mínir misstu fjölskyldumeðlim og þetta eru fyrstu viðbrögðin.“ 23. ágúst 2018 12:04 Notar morðið á Tibbetts til að gagnrýna „vonlaus“ innflytjendalög Donald Trump Bandaríkjaforseti birti í gær myndband á Twitter-reikningi sínum þar sem hann notar morðið á Mollie Tibbetts til þess að kalla eftir hertri innflytjendalöggjöf í Bandaríkjunum. 23. ágúst 2018 07:41 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Sjá meira
Dánarorsök Mollie Tibbetts, stúlkunnar sem hvarf eftir útihlaup nálægt heimabæ sínum í Iowa þann 18. júlí, voru stungusár í bringu og höfuð. Þetta kom fram í viðtali við móður stúlkunnar í Washington Post. „Dauði Mollie var hræðilegur,“ sagði móðirin í viðtalinu þar sem hún sagði frá því að mörg stungusár höfðu verið á líki dóttur sinnar. Tibbetts var tvítug þegar hún var myrt í sumar af hinum 24 ára gamla Christian Bahena Rivera. Rivera, mexíkóskur innflytjandi sem hafði dvalið ólöglega í Bandaríkjunum, var sá sem leiddi lögreglu að lokum að líkinu. Í kjölfarið birti Donald Trump Bandaríkjaforseti myndband á Twitter-reikningi sínum þar sem hann notaði morðið til þess að kalla eftir hertri innflytjendalöggjöf í Bandaríkjunum.Buðu innflytjanda að búa hjá sér eftir morðið Í kjölfar morðsins á Tibbetts braust út mikil reiði í heimabæ hennar og sáu margir innflytjendur sig knúna til þess að flýja bæinn. Á meðal þeirra var fjölskylda hins sautján ára gamla Ulises Felix. Foreldrar hans höfðu um árabil starfað á sama stað og Rivera en eftir morðið flúðu þau og skildu son sinn eftir sem vildi klára skóla í bænum sem hann hafði búið í alla tíð. Það var sonur Calderwood og yngri bróðir Tibbetts sem kom með tillöguna vitandi að það væri auka herbergi í húsinu. Calderwood segist hafa hugsað til þess hvað dóttir hennar hefði gert í sömu aðstæðum og bauð því Ulises að búa með fjölskyldunni.Mollie Tibbets var tvítug þegar hún var myrt.Lögreglan í IowaÞoldi ekki að heyra Trump nota nafn dóttur sinnar í pólitískum tilgangi Laura Calderwood, móðir Tibbetts, minnist þess í viðtalinu að hafa fengið símtal frá ríkisstjóra Iowa, repúblikananum Kim Reynolds, sama dag og lík dóttur hennar fannst. Þær grétu saman í símtalinu og þótti Calderwood vænt um þann samhug sem ríkisstjórinn sýndi henni. Hún varð því fyrir vonbrigðum þegar kvað við annan tón í yfirlýsingu frá ríkisstjóranum seinna sama dag. Í yfirlýsingu frá ríkisstjóranum voru stór orð látin falla um innflytjendur og talað um „brotið innflytjandakerfi“. Næsta yfirlýsing var enn harðorðari en sú kom frá forsetanum sjálfum. Móðir Tibbetts segir forsetann aldrei hafa haft samband við sig en ekki látið það aftra sér í því að nýta morð dóttur hennar í pólitískum tilgangi.pic.twitter.com/wYCNmkkaNR — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) 22 August 2018 „Mollie Tibbetts, mögnuð ung kona, hefur nú verið aðskilin frá fjölskyldu sinni um alla eilífð. Það kom manneskja hingað ólöglega frá Mexíkó og drap hana. Við þurfum múrinn, við þurfum að breyta innflytjendalögum okkar, við þurfum að breyta landamæralögum okkar,“ sagði forsetinn í myndbandinu. Að sögn fjölskyldunnar var Tibbetts ötull talsmaður þess að taka á móti innflytjendum og flóttamönnum. Hún hafði barist fyrir bættum lífskjörum þeirra sem kæmu til landsins í leit að betra lífi og því þótti foreldrum hennar minning hennar vera vanvirt með þessu útspili stjórnmálamanna.
Bandaríkin Donald Trump Mexíkó Tengdar fréttir Hinn seki leiddi lögreglu að líki FitBit-stúlkunnar Hin tvítuga Mollie Tibbetts, sem saknað hafði verið frá 18. júlí, fannst látin á kornakri í gær eftir að maðurinn sem grunaður er um morðið leiddi lögreglu að líkinu. 22. ágúst 2018 00:31 Ættingjar gagnrýna íhaldsmenn fyrir að nota morð ungrar konu í pólitískum tilgangi „Ja hérna, ættingjar mínir misstu fjölskyldumeðlim og þetta eru fyrstu viðbrögðin.“ 23. ágúst 2018 12:04 Notar morðið á Tibbetts til að gagnrýna „vonlaus“ innflytjendalög Donald Trump Bandaríkjaforseti birti í gær myndband á Twitter-reikningi sínum þar sem hann notar morðið á Mollie Tibbetts til þess að kalla eftir hertri innflytjendalöggjöf í Bandaríkjunum. 23. ágúst 2018 07:41 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Sjá meira
Hinn seki leiddi lögreglu að líki FitBit-stúlkunnar Hin tvítuga Mollie Tibbetts, sem saknað hafði verið frá 18. júlí, fannst látin á kornakri í gær eftir að maðurinn sem grunaður er um morðið leiddi lögreglu að líkinu. 22. ágúst 2018 00:31
Ættingjar gagnrýna íhaldsmenn fyrir að nota morð ungrar konu í pólitískum tilgangi „Ja hérna, ættingjar mínir misstu fjölskyldumeðlim og þetta eru fyrstu viðbrögðin.“ 23. ágúst 2018 12:04
Notar morðið á Tibbetts til að gagnrýna „vonlaus“ innflytjendalög Donald Trump Bandaríkjaforseti birti í gær myndband á Twitter-reikningi sínum þar sem hann notar morðið á Mollie Tibbetts til þess að kalla eftir hertri innflytjendalöggjöf í Bandaríkjunum. 23. ágúst 2018 07:41