Heiðruðu minningu litla drengsins sem lést Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. desember 2018 23:30 Móðir Abdullah, Shaima Swileh, fékk loksins að faðma son sinn fáeinum dögum áður en hann lést. Vísir/AP Syrgjendur í Kaliforníuríki í Bandaríkjunum heiðruðu í dag minningu tveggja ára jemensks drengs, Abdullah Hassan, sem lést í gær á sjúkrahúsi í Oakland. Mál drengsins rataði í fjölmiðla vegna langrar og strangrar baráttu móður hans við bandarísk stjórnvöld um inngöngu í landið. Faðir Abdullah, Ali Hassan, og móðir hans, Shaima Swileh, giftu sig í Jemen árið 2016 en fluttust þaðan til Egyptalands. Ali er bandarískur ríkisborgari en Shaima er það ekki. Þegar ljóst var að Abdullah þyrfti að komast undir læknishendur í Bandaríkjunum vegna ólæknandi erfðasjúkdóms freistaði Shaima þess að sækja um vegabréfsáritun. Það gekk hins vegar ekki sökum ferðabanns Trumps Bandaríkjaforseta sem meinar ríkisborgurum frá Jemen og fleiri múslimalöndum að ferðast til Bandaríkjanna. Hjónin sættust að endingu á að Ali færi með Abdullah til Kaliforníu þar sem sá síðarnefndi var lagður inn á sjúkrahús. Ástand hans versnaði stöðugt og fljótlega var útséð um að honum væri ekki hugað líf. Foreldrar hans voru orðnir vonlitlir um að Shaima kæmist til sonar síns í tæka tíð – og það hafðist ekki fyrr en samtök um tengsl Bandaríkjanna og íslam kærðu ákvörðun yfirvalda um að meina Shaimu inngöngu í landið. Hún komst loks til Bandaríkjanna rétt fyrir jól og missti því ekki af síðustu augnablikum í lífi sonar síns, sem hafði verið haldið á lífi með öndunarvél.Frá jarðarför Abdullah í Kaliforníu í dag.AP/Daisy NguyenFjöldi manns var samankominn við jarðarför Abdullah í dag. AP-fréttastofan greinir frá því að imaminn Muhammad Younus hafi stýrt bænahaldi áður en Abdullah var lagður til hinstu hvílu í nærliggjandi kirkjugarði. Ferðabann Trumps hefur verið harðlega gagnrýnt frá því að það var fyrst kynnt til sögunnar í janúar árið 2017. Bannið meinar fólki frá Jemen, Íran, Líbíu, Sómalíu, Sýrlandi, Norður-Kóreu og Venesúela að ferðast til Bandaríkjanna. Afar fáir hafa hingað til fengið undanþágur frá banninu líkt og Shaima. Bandaríkin Donald Trump Egyptaland Íran Jemen Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Trump fagnar sigri eftir að hæstiréttur staðfesti ferðabann hans Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur staðfest að umdeilt ferðabann Donalds Trumps forseta standist stjórnarskrá. 26. júní 2018 15:04 Fleiri lönd bætast á ferðabannslista Bandaríkjanna Ferðabann Bandaríkjanna tekur nú til Norður-Kóreu, Venesúela og Tsjad. 25. september 2017 07:47 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax Sjá meira
Syrgjendur í Kaliforníuríki í Bandaríkjunum heiðruðu í dag minningu tveggja ára jemensks drengs, Abdullah Hassan, sem lést í gær á sjúkrahúsi í Oakland. Mál drengsins rataði í fjölmiðla vegna langrar og strangrar baráttu móður hans við bandarísk stjórnvöld um inngöngu í landið. Faðir Abdullah, Ali Hassan, og móðir hans, Shaima Swileh, giftu sig í Jemen árið 2016 en fluttust þaðan til Egyptalands. Ali er bandarískur ríkisborgari en Shaima er það ekki. Þegar ljóst var að Abdullah þyrfti að komast undir læknishendur í Bandaríkjunum vegna ólæknandi erfðasjúkdóms freistaði Shaima þess að sækja um vegabréfsáritun. Það gekk hins vegar ekki sökum ferðabanns Trumps Bandaríkjaforseta sem meinar ríkisborgurum frá Jemen og fleiri múslimalöndum að ferðast til Bandaríkjanna. Hjónin sættust að endingu á að Ali færi með Abdullah til Kaliforníu þar sem sá síðarnefndi var lagður inn á sjúkrahús. Ástand hans versnaði stöðugt og fljótlega var útséð um að honum væri ekki hugað líf. Foreldrar hans voru orðnir vonlitlir um að Shaima kæmist til sonar síns í tæka tíð – og það hafðist ekki fyrr en samtök um tengsl Bandaríkjanna og íslam kærðu ákvörðun yfirvalda um að meina Shaimu inngöngu í landið. Hún komst loks til Bandaríkjanna rétt fyrir jól og missti því ekki af síðustu augnablikum í lífi sonar síns, sem hafði verið haldið á lífi með öndunarvél.Frá jarðarför Abdullah í Kaliforníu í dag.AP/Daisy NguyenFjöldi manns var samankominn við jarðarför Abdullah í dag. AP-fréttastofan greinir frá því að imaminn Muhammad Younus hafi stýrt bænahaldi áður en Abdullah var lagður til hinstu hvílu í nærliggjandi kirkjugarði. Ferðabann Trumps hefur verið harðlega gagnrýnt frá því að það var fyrst kynnt til sögunnar í janúar árið 2017. Bannið meinar fólki frá Jemen, Íran, Líbíu, Sómalíu, Sýrlandi, Norður-Kóreu og Venesúela að ferðast til Bandaríkjanna. Afar fáir hafa hingað til fengið undanþágur frá banninu líkt og Shaima.
Bandaríkin Donald Trump Egyptaland Íran Jemen Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Trump fagnar sigri eftir að hæstiréttur staðfesti ferðabann hans Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur staðfest að umdeilt ferðabann Donalds Trumps forseta standist stjórnarskrá. 26. júní 2018 15:04 Fleiri lönd bætast á ferðabannslista Bandaríkjanna Ferðabann Bandaríkjanna tekur nú til Norður-Kóreu, Venesúela og Tsjad. 25. september 2017 07:47 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax Sjá meira
Trump fagnar sigri eftir að hæstiréttur staðfesti ferðabann hans Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur staðfest að umdeilt ferðabann Donalds Trumps forseta standist stjórnarskrá. 26. júní 2018 15:04
Fleiri lönd bætast á ferðabannslista Bandaríkjanna Ferðabann Bandaríkjanna tekur nú til Norður-Kóreu, Venesúela og Tsjad. 25. september 2017 07:47