Pashinyan vann yfirburðasigur í armensku þingkosningunum Atli Ísleifsson skrifar 10. desember 2018 08:25 Nikol Pashinyan tók við embætti forsætisráðherra Armeníu í vor í kjölfar þess að hafa farið fyrir fjölmennum mótmælum í landinu sem beindust gegn Serzh Sargsyan, sem hafði þá stýrt landinu um tíu ára skeið. Getty/Anadolu Flokkur Nikol Pashinyan, starfandi forsætisráðherra Armeníu, og stuðningsflokkar hans unnu yfirburðasigur í þingkosningum sem fram fóru í Armeníu í gær. Flokkarnir hlutu samtals rúmlega 70 prósent atkvæða, að sögn landskjörstjórnar. Pashinyan tók við embætti forsætisráðherra Armeníu í vor í kjölfar þess að hafa farið fyrir fjölmennum mótmælum í landinu sem beindust gegn Serzh Sargsyan sem hafði þá stýrt landinu um tíu ára skeið - fyrst sem forseti og síðar forsætisráðherra. Pashinyan, sem nýtur mikilla vinsælda í landinu, sagði af sér í haust og boðaði til nýrra kosninga til að nýta sér meðbyr almennings og auka þingstyrk síns flokks og stuðningsflokka. Pashinyan kveðst ætla að hrinda í framkvæmd áætlun til að taka á landlægri spillingu og gera breytingar á efnahagslífi landsins. Þá segist hann áfram vilja hlúa að sambandi Armeníu og Rússlands. Þátttaka í kosningunum var ekki mikil, um 49 prósent.Sjá einnig:Segir andrúmsloftið í Armeníu nú minna á það í kringum fall SovétríkjannaBBC segir frá því að kosningar í Armeníu hafi lengi einkennst af kosningasvindli og atkvæðakaupum, en vonast væri til að breyting hafi nú orðið þar á. Flokkur hins 43 ára Pashinyan og stuðningsflokkar hlutu samtals 70,4 prósent atkvæða, en helsti andstæðingur þeirra, Velmegandi Armenía, hlaut rétt rúmlega átta prósent fylgi. Gríðarlegar breytingar hafa orðið í armenskum stjórnmálum síðustu misserin, en í kosningunum 2017 hlaut Repúblikanaflokkurinn, flokkur Sargsyan, hreinan meirihluta á þingi. Stjórnarskrá Armeníu kveður á um að stjórnarandstaða verði að vera með að minnsta kosti 30 prósent þingsæta.Mótmæltu svikum Sargsyan Ástæða þess að um 200 þúsund Armenar mótmæltu valdhöfum á götum síðasta vor má rekja til svikinna loforða forsetans Sargsyan sem hafði verið við völd frá 2008. Fyrri stjórnarskrá landsins kom í veg fyrir að forseti sæti lengur en tvö kjörtímabil, eða alls tíu ár. Árið 2015 var svo haldin þjóðaratkvæðagreiðsla þar sem um 66 prósent armenskra kjósenda samþykktu breytingar á stjórnarskránni – breytingar sem fólu í sér að Armenía yrði gert að þingræðisríki. Sargsyan hafði ítrekað sagt að með þessum breytingum væri hann ekki að búa þannig um hnútana að hann gæti áfram stýrt landinu – þá sem forsætisráðherra eftir að forsetatíð hans lyki 2018. Þegar til kastanna kom síðasta vor og þingið átti að kjósa nýjan og valdamikinn forsætisráðherra, tilkynnti Repúblikanaflokkurinn að Sargsyan yrði tilnefndur. Meirihluti þingsins samþykkti Sargsyan og sór hann nýjan embættiseið sem leiddi til mótmæla. Armenía Asía Rússland Tengdar fréttir Segir andrúmsloftið í Armeníu nú minna á það í kringum fall Sovétríkjanna Aðstoðarprófessor við stjórnmálafræðideild Ameríska háskólans í Armeníu segir mikla bjartsýni ríkja meðal almennings í Armeníu en að blikur séu á lofti. 18. nóvember 2018 11:00 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Flokkur Nikol Pashinyan, starfandi forsætisráðherra Armeníu, og stuðningsflokkar hans unnu yfirburðasigur í þingkosningum sem fram fóru í Armeníu í gær. Flokkarnir hlutu samtals rúmlega 70 prósent atkvæða, að sögn landskjörstjórnar. Pashinyan tók við embætti forsætisráðherra Armeníu í vor í kjölfar þess að hafa farið fyrir fjölmennum mótmælum í landinu sem beindust gegn Serzh Sargsyan sem hafði þá stýrt landinu um tíu ára skeið - fyrst sem forseti og síðar forsætisráðherra. Pashinyan, sem nýtur mikilla vinsælda í landinu, sagði af sér í haust og boðaði til nýrra kosninga til að nýta sér meðbyr almennings og auka þingstyrk síns flokks og stuðningsflokka. Pashinyan kveðst ætla að hrinda í framkvæmd áætlun til að taka á landlægri spillingu og gera breytingar á efnahagslífi landsins. Þá segist hann áfram vilja hlúa að sambandi Armeníu og Rússlands. Þátttaka í kosningunum var ekki mikil, um 49 prósent.Sjá einnig:Segir andrúmsloftið í Armeníu nú minna á það í kringum fall SovétríkjannaBBC segir frá því að kosningar í Armeníu hafi lengi einkennst af kosningasvindli og atkvæðakaupum, en vonast væri til að breyting hafi nú orðið þar á. Flokkur hins 43 ára Pashinyan og stuðningsflokkar hlutu samtals 70,4 prósent atkvæða, en helsti andstæðingur þeirra, Velmegandi Armenía, hlaut rétt rúmlega átta prósent fylgi. Gríðarlegar breytingar hafa orðið í armenskum stjórnmálum síðustu misserin, en í kosningunum 2017 hlaut Repúblikanaflokkurinn, flokkur Sargsyan, hreinan meirihluta á þingi. Stjórnarskrá Armeníu kveður á um að stjórnarandstaða verði að vera með að minnsta kosti 30 prósent þingsæta.Mótmæltu svikum Sargsyan Ástæða þess að um 200 þúsund Armenar mótmæltu valdhöfum á götum síðasta vor má rekja til svikinna loforða forsetans Sargsyan sem hafði verið við völd frá 2008. Fyrri stjórnarskrá landsins kom í veg fyrir að forseti sæti lengur en tvö kjörtímabil, eða alls tíu ár. Árið 2015 var svo haldin þjóðaratkvæðagreiðsla þar sem um 66 prósent armenskra kjósenda samþykktu breytingar á stjórnarskránni – breytingar sem fólu í sér að Armenía yrði gert að þingræðisríki. Sargsyan hafði ítrekað sagt að með þessum breytingum væri hann ekki að búa þannig um hnútana að hann gæti áfram stýrt landinu – þá sem forsætisráðherra eftir að forsetatíð hans lyki 2018. Þegar til kastanna kom síðasta vor og þingið átti að kjósa nýjan og valdamikinn forsætisráðherra, tilkynnti Repúblikanaflokkurinn að Sargsyan yrði tilnefndur. Meirihluti þingsins samþykkti Sargsyan og sór hann nýjan embættiseið sem leiddi til mótmæla.
Armenía Asía Rússland Tengdar fréttir Segir andrúmsloftið í Armeníu nú minna á það í kringum fall Sovétríkjanna Aðstoðarprófessor við stjórnmálafræðideild Ameríska háskólans í Armeníu segir mikla bjartsýni ríkja meðal almennings í Armeníu en að blikur séu á lofti. 18. nóvember 2018 11:00 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Segir andrúmsloftið í Armeníu nú minna á það í kringum fall Sovétríkjanna Aðstoðarprófessor við stjórnmálafræðideild Ameríska háskólans í Armeníu segir mikla bjartsýni ríkja meðal almennings í Armeníu en að blikur séu á lofti. 18. nóvember 2018 11:00