„Svolítið í Íslendingum að finnast það vera ódugnaður að ráða ekki við streituna“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. desember 2018 10:45 Ólafur Þór Ævarsson er geðlæknir hjá Streituskólanum. fréttablaðið/sigtryggur ari Ólafur Þór Ævarsson, geðlæknir, segir heilbrigðisstarfsmenn nú sjá nýjan hóp í heilbrigðiskerfinu, það er fólk sem glímir við það sem kallað er sjúkleg streita. Almennt er streita að aukast í samfélaginu en Ólafur, sem ræddi þessi mál í Bítinu á Bylgjunni í morgu, segir ekki vitað hvers vegna það sé. „En hugmyndirnar eru að álagsþáttunum er að fjölga. Það er flóknara að lifa, það er tæknistreita og meiri harka og minni samkennd í samskiptum. Samfélagið er að breytast mikið. Það er lengra á milli okkar og fjölskyldur halda ekki eins vel saman. Það eru mjög margir þættir sem hafa áhrif,“ segir Ólafur. Sjúkleg streita er sjúkdómsgreining þar sem fólk er orðið mjög veikt af streitu. Ólafur segir það ekki mjög algengt þó sem betur fer. „En það fólk getur orðið mjög veikt, er með kvíða og depurð, og það er svona áhyggjuefni hjá okkur sem vinnum í heilbrigðiskerfinu að sjá þennan hóp birtatst í okkar vinnu.“Að mörgu leyti ekki rétt að tala um „kulnun í starfi“ Mikið hefur verið rætt um kulnun undanfarið en það er munur á streitu og kulnun. „Allir upplifa streitu og hún lagast ef maður hvílist. Svo getur maður upplifað kulnun og þá er oft sagt kulnun í starfi. Það er í raun og veru lýsing á dálítið alvarlegri streitu sem maður losnar ekki svo auðveldlega við en getur samt losnað við með hvíld. Svo er talað um örmögnun sem er líka lýsing á sterkri kulnun og svo kemur þessi sjúklega streita, þetta eru svona stigin,“ segir Ólafur. Hann bætir þó við að það sé að mörgu leyti ekki rétt að tala um „kulnun í starfi“ því yfirleitt sé það svo að þegar fólki fer að líða ill af streitu þá er það vegna þess að það er of mikið í gangi, bæði í vinnu og heima við. „Það geta verið álagsþættir sem við tölum ekki um þannig en hafa samt áhrif á okkur eins og veikindi hjá börnunum eða samskiptaerfiðleikar. Samskipti eru mikill álagsþáttur og í samskiptunum felast margir álagsþættir og kjarni málsins er að við gleymum að hvíla okkur. Hvíldin byggir upp heilann og styrkir okkur og ver okkur gegn álaginu.“Það er mikilvægt að sofa og hvílast vel.vísir/gettyStundum gantast með að það vanti reykpásurnar Ólafur segir að svefninn sé mikilvægasta hvíldin en það sé líka mikilvægt að hvílast á kvöldin, um helgar, í sumarfríinu en líka á daginn í vinnunni. „Að ná einhvers konar slökun og hvíld. Við göntumst stundum með það að það vanti orðið reykpásurnar því í reykpásunum þá fór fólk og slakaði á og spjallaði. Það er dálítið mikil keyrsla í atvinnulífinu í dag og ekki mikið um pásur. Það þarf að vera pása. Erlendis er fólk farið að stunda einhvers konar skipulagða slökun á vinnutíma inni í sérstökum slökunarherbergjum þannig að það er mikilvægt að huga að hvíldinni,“ segir Ólafur. Hann segir það algengt að fólk eigi erfitt með að viðurkenna að það ráði kannski ekki við streituna og að staðan sé mögulega orðin alvarleg. „Það er svolítið í Íslendingum að finnast það vera ódugnaður að ráða ekki við streituna. Það er mjög algengt.“ Þannig líti margir á streituna sem veikleikamerki og finnist ekki gott að tala um hana í samkeppninni sem ríkir á vinnumarkaði. „En þegar til kastanna kemur fara hagsmunir fyrirtækisins og starfsmannsins saman. Í mannauðnum er það mikilvægt bæði fyrir fyrirtækið og einstaklinginn að allt gangi vel,“ segir Ólafur.Jólin eru handan við hornið eins og jólaskreytingarnar í miðbæ Reykjavíkur bera með sér en það má ekki gleyma að hvíla sig í kringum jólin þó margir verði eflaust á þeytingi.vísir/vilhelmGervistreita í kringum jól Spurður sérstaklega út í álagstímann sem nú er að ganga í garð, jólin, segir hann: „Það köllum við gervistreitu. Það að ganga inn í jólin í öllu jólastressinu það er streita sem við búum okkur til sjálf í stað þess að hvílast.“ Ólafur segir að við ættum að hvílast um jólin og vera með fjölskyldunni. „En við ætlum okkur að að gera allt á þessum sjö dögum eða fjórum dögum eða hvað þetta er sem er vonlaust. Hvíldin gleymist því miður.“ Heilbrigðismál Jól Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Sjá meira
Ólafur Þór Ævarsson, geðlæknir, segir heilbrigðisstarfsmenn nú sjá nýjan hóp í heilbrigðiskerfinu, það er fólk sem glímir við það sem kallað er sjúkleg streita. Almennt er streita að aukast í samfélaginu en Ólafur, sem ræddi þessi mál í Bítinu á Bylgjunni í morgu, segir ekki vitað hvers vegna það sé. „En hugmyndirnar eru að álagsþáttunum er að fjölga. Það er flóknara að lifa, það er tæknistreita og meiri harka og minni samkennd í samskiptum. Samfélagið er að breytast mikið. Það er lengra á milli okkar og fjölskyldur halda ekki eins vel saman. Það eru mjög margir þættir sem hafa áhrif,“ segir Ólafur. Sjúkleg streita er sjúkdómsgreining þar sem fólk er orðið mjög veikt af streitu. Ólafur segir það ekki mjög algengt þó sem betur fer. „En það fólk getur orðið mjög veikt, er með kvíða og depurð, og það er svona áhyggjuefni hjá okkur sem vinnum í heilbrigðiskerfinu að sjá þennan hóp birtatst í okkar vinnu.“Að mörgu leyti ekki rétt að tala um „kulnun í starfi“ Mikið hefur verið rætt um kulnun undanfarið en það er munur á streitu og kulnun. „Allir upplifa streitu og hún lagast ef maður hvílist. Svo getur maður upplifað kulnun og þá er oft sagt kulnun í starfi. Það er í raun og veru lýsing á dálítið alvarlegri streitu sem maður losnar ekki svo auðveldlega við en getur samt losnað við með hvíld. Svo er talað um örmögnun sem er líka lýsing á sterkri kulnun og svo kemur þessi sjúklega streita, þetta eru svona stigin,“ segir Ólafur. Hann bætir þó við að það sé að mörgu leyti ekki rétt að tala um „kulnun í starfi“ því yfirleitt sé það svo að þegar fólki fer að líða ill af streitu þá er það vegna þess að það er of mikið í gangi, bæði í vinnu og heima við. „Það geta verið álagsþættir sem við tölum ekki um þannig en hafa samt áhrif á okkur eins og veikindi hjá börnunum eða samskiptaerfiðleikar. Samskipti eru mikill álagsþáttur og í samskiptunum felast margir álagsþættir og kjarni málsins er að við gleymum að hvíla okkur. Hvíldin byggir upp heilann og styrkir okkur og ver okkur gegn álaginu.“Það er mikilvægt að sofa og hvílast vel.vísir/gettyStundum gantast með að það vanti reykpásurnar Ólafur segir að svefninn sé mikilvægasta hvíldin en það sé líka mikilvægt að hvílast á kvöldin, um helgar, í sumarfríinu en líka á daginn í vinnunni. „Að ná einhvers konar slökun og hvíld. Við göntumst stundum með það að það vanti orðið reykpásurnar því í reykpásunum þá fór fólk og slakaði á og spjallaði. Það er dálítið mikil keyrsla í atvinnulífinu í dag og ekki mikið um pásur. Það þarf að vera pása. Erlendis er fólk farið að stunda einhvers konar skipulagða slökun á vinnutíma inni í sérstökum slökunarherbergjum þannig að það er mikilvægt að huga að hvíldinni,“ segir Ólafur. Hann segir það algengt að fólk eigi erfitt með að viðurkenna að það ráði kannski ekki við streituna og að staðan sé mögulega orðin alvarleg. „Það er svolítið í Íslendingum að finnast það vera ódugnaður að ráða ekki við streituna. Það er mjög algengt.“ Þannig líti margir á streituna sem veikleikamerki og finnist ekki gott að tala um hana í samkeppninni sem ríkir á vinnumarkaði. „En þegar til kastanna kemur fara hagsmunir fyrirtækisins og starfsmannsins saman. Í mannauðnum er það mikilvægt bæði fyrir fyrirtækið og einstaklinginn að allt gangi vel,“ segir Ólafur.Jólin eru handan við hornið eins og jólaskreytingarnar í miðbæ Reykjavíkur bera með sér en það má ekki gleyma að hvíla sig í kringum jólin þó margir verði eflaust á þeytingi.vísir/vilhelmGervistreita í kringum jól Spurður sérstaklega út í álagstímann sem nú er að ganga í garð, jólin, segir hann: „Það köllum við gervistreitu. Það að ganga inn í jólin í öllu jólastressinu það er streita sem við búum okkur til sjálf í stað þess að hvílast.“ Ólafur segir að við ættum að hvílast um jólin og vera með fjölskyldunni. „En við ætlum okkur að að gera allt á þessum sjö dögum eða fjórum dögum eða hvað þetta er sem er vonlaust. Hvíldin gleymist því miður.“
Heilbrigðismál Jól Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Sjá meira