Hjálpum heimilislausum Vörður Leví Traustason skrifar 11. desember 2018 08:00 Heimilislausum og utangarðsfólki hefur fjölgað um 95% á höfuðborgarsvæðinu frá 2012. Ástandið sem hefur ríkt í málefnum þeirra hefur verið skelfilegt. Á sínum tíma var á vegum Hjálpræðishersins opið dagsetur fyrir utangarðsfólk á Eyjaslóð. Rekstri þess var hætt í lok ágúst 2015 þegar leigusamningi var sagt upp og húsnæðið var tekið til annarra nota. Í dag er Kaffistofa Samhjálpar opin á daginn fyrir einstaklinga sem búa við fátækt til að seðja hungur sitt og í Vin á Hverfisgötu hafa einstaklingar sótt sem treysta sér til að fara að húsreglum. Næturskýli Reykjavíkurborgar eru lokuð milli 10 og 17 og ekki nægilega mörg gistipláss til að mæta þörf yfir nóttina. Reykjavíkurborg hefur kynnt tillögur til að bregðast við þessari stöðu. Ætlunin er að staðsetja 25 smáhýsi fyrir heimilislausa víðs vegar í borginni og láta Félagsbústaði hafa meiri fjármuni til að byggja fleiri leiguíbúðir. Auk þess er ætlunin að koma á fót nýju neyðarskýli fyrir unga heimilislausa vímuefnaneytendur í Reykjavík, sk. neyslurými í samstarfi við Rauða krossinn og ríkið. Allt skiptir máli til að takast á við þennan mikla vanda en meira verður að koma til. Fyrr á árinu voru samþykktar tillögur Velferðarvaktarinnar um bættar aðstæður utangarðsfólks. Þar var talið mikilvægast að koma upp dagdvöl fyrir utangarðsfólk sem verði opin allan daginn. Þar væri snyrtiaðstaða og sturtur, matur, fataúthlutun, hvíldaraðstaða, virkni og launuð verkefni, félagsráðgjöf og heilbrigðisþjónusta. Æskilegt væri að dagdvöl yrði ekki langt frá Gistiskýlinu og Konukoti. Velferðarvaktin lagði einnig áherslu á að bæta aðgengi að meðferð við vímuefnavanda og uppræta biðlista. Koma þyrfti á fót fleiri áfangaheimilum þar sem stutt yrði við utangarðsfólk. Einnig þyrfti að tryggja aðgengi að öruggu húsnæði til lengri tíma. Útvega þyrfti atvinnutækifæri þ.e. lágþröskuldsvinnu (low threshold work) sem gæti hentað utangarðsfólki. Að lokum væri mikilvægt að stofnaður yrði formlegur starfshópur af heilbrigðisráðherra, félags- og jafnréttismálaráðherra og formanni Sambands íslenskra sveitarfélaga þar sem unnið yrði að ofangreindum aðgerðum í samstarfi við frjáls félagasamtök sem sinna málefnum utangarðsfólks. Veturinn er genginn í garð, Esjan hvítnar og norðanáttin blæs ísköldum vindstrengjum yfir borgina. Mikill kvíði er meðal fólks sem veit ekki hvar sinn næsti næturstaður verður. Nú verða allir að vera tilbúnir til að vinna saman að lausn þessa brýna vanda og lýsir Samhjálp sig tilbúna til samstarfs við alla þá sem vilja gera betur og hætta að horfa í aðra átt þegar þeir mæta hinum mikla vanda sem utangarðsfólk á við að etja.Höfundur er framkvæmdastjóri Samhjálpar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vonin er vonarstjarna sálfræðinnar Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Mikilvæg „ófemínísk“ tillaga og fleira gott Hildur Sverrisdóttir Skoðun Kjósum Lilju Dögg Alfreðsdóttur á Alþingi Andri Björn Róbertsson Skoðun Samfélag fyrir okkur öll Alexandra Briem Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Reddarinn Geiri í Glaumbæ - gömul saga og ný Jakob Frímann Magnússon Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson Skoðun Skoðun Skoðun Vonin er vonarstjarna sálfræðinnar Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Mikilvæg „ófemínísk“ tillaga og fleira gott Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Kjósum Lilju Dögg Alfreðsdóttur á Alþingi Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Samfélag fyrir okkur öll Alexandra Briem skrifar Skoðun Pólitíska umhverfið í dag – sviðsett leiksýning Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Reddarinn Geiri í Glaumbæ - gömul saga og ný Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson skrifar Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Skoðun Varist eftirlíkingar Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Íslenskan okkar allra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Skyldan við ungt fólk og framtíðina Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Tökum aftur völdin í sjávarútvegi Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Forarpyttur fordómanna – forðumst hann! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Örugg og fagleg lyfjaendurnýjun – hagur sjúklinga Már Egilsson skrifar Skoðun Rangar lögheimilisskráningar og skynsemishyggja Ingibjörg Bernhöft skrifar Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson skrifar Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Sjá meira
Heimilislausum og utangarðsfólki hefur fjölgað um 95% á höfuðborgarsvæðinu frá 2012. Ástandið sem hefur ríkt í málefnum þeirra hefur verið skelfilegt. Á sínum tíma var á vegum Hjálpræðishersins opið dagsetur fyrir utangarðsfólk á Eyjaslóð. Rekstri þess var hætt í lok ágúst 2015 þegar leigusamningi var sagt upp og húsnæðið var tekið til annarra nota. Í dag er Kaffistofa Samhjálpar opin á daginn fyrir einstaklinga sem búa við fátækt til að seðja hungur sitt og í Vin á Hverfisgötu hafa einstaklingar sótt sem treysta sér til að fara að húsreglum. Næturskýli Reykjavíkurborgar eru lokuð milli 10 og 17 og ekki nægilega mörg gistipláss til að mæta þörf yfir nóttina. Reykjavíkurborg hefur kynnt tillögur til að bregðast við þessari stöðu. Ætlunin er að staðsetja 25 smáhýsi fyrir heimilislausa víðs vegar í borginni og láta Félagsbústaði hafa meiri fjármuni til að byggja fleiri leiguíbúðir. Auk þess er ætlunin að koma á fót nýju neyðarskýli fyrir unga heimilislausa vímuefnaneytendur í Reykjavík, sk. neyslurými í samstarfi við Rauða krossinn og ríkið. Allt skiptir máli til að takast á við þennan mikla vanda en meira verður að koma til. Fyrr á árinu voru samþykktar tillögur Velferðarvaktarinnar um bættar aðstæður utangarðsfólks. Þar var talið mikilvægast að koma upp dagdvöl fyrir utangarðsfólk sem verði opin allan daginn. Þar væri snyrtiaðstaða og sturtur, matur, fataúthlutun, hvíldaraðstaða, virkni og launuð verkefni, félagsráðgjöf og heilbrigðisþjónusta. Æskilegt væri að dagdvöl yrði ekki langt frá Gistiskýlinu og Konukoti. Velferðarvaktin lagði einnig áherslu á að bæta aðgengi að meðferð við vímuefnavanda og uppræta biðlista. Koma þyrfti á fót fleiri áfangaheimilum þar sem stutt yrði við utangarðsfólk. Einnig þyrfti að tryggja aðgengi að öruggu húsnæði til lengri tíma. Útvega þyrfti atvinnutækifæri þ.e. lágþröskuldsvinnu (low threshold work) sem gæti hentað utangarðsfólki. Að lokum væri mikilvægt að stofnaður yrði formlegur starfshópur af heilbrigðisráðherra, félags- og jafnréttismálaráðherra og formanni Sambands íslenskra sveitarfélaga þar sem unnið yrði að ofangreindum aðgerðum í samstarfi við frjáls félagasamtök sem sinna málefnum utangarðsfólks. Veturinn er genginn í garð, Esjan hvítnar og norðanáttin blæs ísköldum vindstrengjum yfir borgina. Mikill kvíði er meðal fólks sem veit ekki hvar sinn næsti næturstaður verður. Nú verða allir að vera tilbúnir til að vinna saman að lausn þessa brýna vanda og lýsir Samhjálp sig tilbúna til samstarfs við alla þá sem vilja gera betur og hætta að horfa í aðra átt þegar þeir mæta hinum mikla vanda sem utangarðsfólk á við að etja.Höfundur er framkvæmdastjóri Samhjálpar.
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun
Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen skrifar
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun