Heildarstefnu vantar í geðheilbrigðismálum Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 10. desember 2018 22:00 Anna Gunnhildur Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, segir óvissuástand ríkja í geðheilbrigðismálum því bæði ríki og sveitarfélög haldi að sér höndum í þjónustu við málaflokkinn. Heildarstefnu vanti og togstreitan geti hreinlega valdið mannréttindabrotum. Sveitarfélög og ríki hafa lengi tekist á um hver beri ábyrgðin á þeim hópum sem þurfa aðstoð vegna flókins eða fjölþætts vanda í geðheilbrigðismálum. Við borgum útsvar til sveitarfélaganna, úr hægri vasa, til að sinna velferðarþjónustu og úr vinstri vasa borgum við tekjuskatt til ríkisins til að sinna heilbrigðisþjónustu. Þarna á milli myndast gljúfur og óvissa er hvort ríki eða tiltekið sveitarfélag beri ábyrgð á að veita þjónustuna. Einstaklingar sem falla í gljúfrið eru því oft uppi á aðstandendur sína komnir, sem vinna þá ólaunuð störf fyrir samfélagið. „Við treystum því að þessir aðilar sinni þessari þjónustu fyrir þessa peninga,“ segir Anna Gunnhildur, formaður Geðhjálpar. Hún segir að það sem gerist þegar samvinnan sé ekki nógu mikil þá falli fólk niður gljúfrið. „Fólk fellur niður um það, til okkar og til aðstandenda. Þá er ég að tala um þá sem eru heppnir. Þeir sem eru óheppnir enda svo bara á götunni,“ segir hún. Hún segir það ríkisins að rétta út höndina til sveitarfélaga og passa upp á að þau hafi nægilegt fjármagn til að sinna verkefnum sem þeim eru falin. Hún vill sjá þverfaglegan hóp vinna í heildarstefnumótun. Vandinn sé flókinn og fólk með mjög flókinn og erfiðan vanda týnist í gjánni ef samvinnan er ekki þétt. „Þetta veldur því að stundum fær fólk ekki þjónustu eða þarf að bíða lengi eftir henni. Þetta veldur því líka að vandinn eykst og lífsgæði fólks eru ekki eins góð og lífsgæði aðstandanda eru ekki eins góð. Svo getur þetta hreinlega valdið mannréttindabrotum,“ segir hún. Heilbrigðismál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Bein útsending: Upplýsingafundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Fleiri fréttir Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Bein útsending: Upplýsingafundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Sjá meira
Anna Gunnhildur Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, segir óvissuástand ríkja í geðheilbrigðismálum því bæði ríki og sveitarfélög haldi að sér höndum í þjónustu við málaflokkinn. Heildarstefnu vanti og togstreitan geti hreinlega valdið mannréttindabrotum. Sveitarfélög og ríki hafa lengi tekist á um hver beri ábyrgðin á þeim hópum sem þurfa aðstoð vegna flókins eða fjölþætts vanda í geðheilbrigðismálum. Við borgum útsvar til sveitarfélaganna, úr hægri vasa, til að sinna velferðarþjónustu og úr vinstri vasa borgum við tekjuskatt til ríkisins til að sinna heilbrigðisþjónustu. Þarna á milli myndast gljúfur og óvissa er hvort ríki eða tiltekið sveitarfélag beri ábyrgð á að veita þjónustuna. Einstaklingar sem falla í gljúfrið eru því oft uppi á aðstandendur sína komnir, sem vinna þá ólaunuð störf fyrir samfélagið. „Við treystum því að þessir aðilar sinni þessari þjónustu fyrir þessa peninga,“ segir Anna Gunnhildur, formaður Geðhjálpar. Hún segir að það sem gerist þegar samvinnan sé ekki nógu mikil þá falli fólk niður gljúfrið. „Fólk fellur niður um það, til okkar og til aðstandenda. Þá er ég að tala um þá sem eru heppnir. Þeir sem eru óheppnir enda svo bara á götunni,“ segir hún. Hún segir það ríkisins að rétta út höndina til sveitarfélaga og passa upp á að þau hafi nægilegt fjármagn til að sinna verkefnum sem þeim eru falin. Hún vill sjá þverfaglegan hóp vinna í heildarstefnumótun. Vandinn sé flókinn og fólk með mjög flókinn og erfiðan vanda týnist í gjánni ef samvinnan er ekki þétt. „Þetta veldur því að stundum fær fólk ekki þjónustu eða þarf að bíða lengi eftir henni. Þetta veldur því líka að vandinn eykst og lífsgæði fólks eru ekki eins góð og lífsgæði aðstandanda eru ekki eins góð. Svo getur þetta hreinlega valdið mannréttindabrotum,“ segir hún.
Heilbrigðismál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Bein útsending: Upplýsingafundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Fleiri fréttir Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Bein útsending: Upplýsingafundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Sjá meira