Dásemdarhlýja, lotning og óttablandin virðing fyrir gamla meistaranum Jakob Bjarnar skrifar 11. desember 2018 10:08 Sjaldan eða aldrei hefur nokkur maður verið eins innilega velkominn í nokkurn þingflokk og Ellert, dásemdarhlýja fylgir þessum gamla meistara. Fögnuður Samfylkingarfólks með komu Ellerts B. Schram á Alþingi er mikill og keppast þingmenn Samfylkingar við að bjóða hann velkominn; með húrrahrópum á Facebook. Ellert er að koma inn sem varamaður fyrir Ágúst Ólaf Ágústsson sem fór í tveggja mánaða leyfi eftir að siðanefnd flokksins hafði tekið fyrir mál hans sem snýr að ósæmilegri framkomu við konu. Ellert sat í 4. sæti á lista Samfylkingar í Reykjavík suður og hefur tæplega búist við því að til þess kæmi að hann færi rétt tæplega áttræður á þing en hvorki þau Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir né Einar Kárason, sem sátu í 2. og 3. sæti á lista, komu því ekki við að hlaupa í skarðið fyrir Ágúst Ólaf. Það dæmdist því á Ellert, sem segist ætla að messa yfir þingheimi vegna bágborinnar stöðu aldraðra.Óttablandin virðing Fögnuður þingmanna Samfylkingarinnar vegna komu hans er mikill. Logi Einarsson, formaður flokksins, kann sér vart læti: „Pabbi sagði mér margar sögur af erfiðum viðureignum við Ellert þegar sá fyrrnefndi stóð í marki ÍBA en sá síðarnefndi var markahrellir hjá KR. Hann og KR-ingar gerðu mínum mönnum marga skráveifuna,“ skrifar Logi á Facebook-síðu sína og bætir því við að hann hafi alltaf borið „lotningu og næstum óttablandna virðingu fyrir honum og er ánægður með að nú erum við samherjar.“ Dásemdarhlýja fylgir gamla meistaranum Helga Vala Helgadóttir leyfir gleði sinni með komu Ellerts að streyma hindrunarlaust: „Það er eitthvað dásamlega fallegt við að Ellert sé mættur á þing, 47 árum eftir að hann kom hingað fyrst. Já, hann var fyrst kjörinn á þingið ári áður en ég fæddist og ég er amma!“ skrifar Helga Vala. „Þvílík dásemdarhlýja sem fylgir þessum meistara. Nú kætast KR ingar... eldri borgarar og ég.“ Guðmundur Andri Thorsson lætur ekki sitt eftir liggja, bendir á að Ellert hafi fyrst sest á þing fyrir 47 árum, sem mun einsdæmi. „Ómetanlegur í sókn og vörn.“ Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Elstur til að taka sæti á þingi í Íslandssögunni Ellert B. Schram varð í gær elstur Íslendinga til að setjast á þing. Þegar hann tók fyrst sæti fyrir tæplega fimmtíu árum var hann yngsti þingmaðurinn sem náði kjöri. 11. desember 2018 06:00 „Við virðum hans ákvörðun í ljósi málsatvika“ Flokksmenn eru þó leiðir yfir málinu. 7. desember 2018 21:48 Í launalaust leyfi eftir að hafa orðið sér til „háborinnar skammar“ í samskiptum við konu Þetta gerir Ágúst eftir meðferð trúnaðarnefndar Samfylkingarinnar á málinu em konan tilkynnti það til nefndarinnar. 7. desember 2018 20:39 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Sjá meira
Fögnuður Samfylkingarfólks með komu Ellerts B. Schram á Alþingi er mikill og keppast þingmenn Samfylkingar við að bjóða hann velkominn; með húrrahrópum á Facebook. Ellert er að koma inn sem varamaður fyrir Ágúst Ólaf Ágústsson sem fór í tveggja mánaða leyfi eftir að siðanefnd flokksins hafði tekið fyrir mál hans sem snýr að ósæmilegri framkomu við konu. Ellert sat í 4. sæti á lista Samfylkingar í Reykjavík suður og hefur tæplega búist við því að til þess kæmi að hann færi rétt tæplega áttræður á þing en hvorki þau Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir né Einar Kárason, sem sátu í 2. og 3. sæti á lista, komu því ekki við að hlaupa í skarðið fyrir Ágúst Ólaf. Það dæmdist því á Ellert, sem segist ætla að messa yfir þingheimi vegna bágborinnar stöðu aldraðra.Óttablandin virðing Fögnuður þingmanna Samfylkingarinnar vegna komu hans er mikill. Logi Einarsson, formaður flokksins, kann sér vart læti: „Pabbi sagði mér margar sögur af erfiðum viðureignum við Ellert þegar sá fyrrnefndi stóð í marki ÍBA en sá síðarnefndi var markahrellir hjá KR. Hann og KR-ingar gerðu mínum mönnum marga skráveifuna,“ skrifar Logi á Facebook-síðu sína og bætir því við að hann hafi alltaf borið „lotningu og næstum óttablandna virðingu fyrir honum og er ánægður með að nú erum við samherjar.“ Dásemdarhlýja fylgir gamla meistaranum Helga Vala Helgadóttir leyfir gleði sinni með komu Ellerts að streyma hindrunarlaust: „Það er eitthvað dásamlega fallegt við að Ellert sé mættur á þing, 47 árum eftir að hann kom hingað fyrst. Já, hann var fyrst kjörinn á þingið ári áður en ég fæddist og ég er amma!“ skrifar Helga Vala. „Þvílík dásemdarhlýja sem fylgir þessum meistara. Nú kætast KR ingar... eldri borgarar og ég.“ Guðmundur Andri Thorsson lætur ekki sitt eftir liggja, bendir á að Ellert hafi fyrst sest á þing fyrir 47 árum, sem mun einsdæmi. „Ómetanlegur í sókn og vörn.“
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Elstur til að taka sæti á þingi í Íslandssögunni Ellert B. Schram varð í gær elstur Íslendinga til að setjast á þing. Þegar hann tók fyrst sæti fyrir tæplega fimmtíu árum var hann yngsti þingmaðurinn sem náði kjöri. 11. desember 2018 06:00 „Við virðum hans ákvörðun í ljósi málsatvika“ Flokksmenn eru þó leiðir yfir málinu. 7. desember 2018 21:48 Í launalaust leyfi eftir að hafa orðið sér til „háborinnar skammar“ í samskiptum við konu Þetta gerir Ágúst eftir meðferð trúnaðarnefndar Samfylkingarinnar á málinu em konan tilkynnti það til nefndarinnar. 7. desember 2018 20:39 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Sjá meira
Elstur til að taka sæti á þingi í Íslandssögunni Ellert B. Schram varð í gær elstur Íslendinga til að setjast á þing. Þegar hann tók fyrst sæti fyrir tæplega fimmtíu árum var hann yngsti þingmaðurinn sem náði kjöri. 11. desember 2018 06:00
„Við virðum hans ákvörðun í ljósi málsatvika“ Flokksmenn eru þó leiðir yfir málinu. 7. desember 2018 21:48
Í launalaust leyfi eftir að hafa orðið sér til „háborinnar skammar“ í samskiptum við konu Þetta gerir Ágúst eftir meðferð trúnaðarnefndar Samfylkingarinnar á málinu em konan tilkynnti það til nefndarinnar. 7. desember 2018 20:39