Ágúst Ólafur: Misræmið byggir á ólíkri upplifun Atli Ísleifsson skrifar 11. desember 2018 13:38 Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar. vísir/vilhelm Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að misræmið milli frásagnar hans og blaðakonunnar Báru Huldar Beck af samskiptum þeirra síðasta sumar byggi á ólíkri upplifun þeirra. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Ágúst Ólafur sendi frá sér vegna svars Báru við yfirlýsingu hans sem birtist síðastliðið föstudagskvöld. Hann tilkynnti þá að hann hefði ákveðið að fara í tveggja mánaða launalaust leyfi vegna ósæmilegrar hegðunar í garð konu síðasta sumar. Trúnaðarnefnd Samfylkingar hafði þá ákveðið að veita honum áminningu vegna málsins. Bára Huld sendi frá sér yfirlýsingu í morgun þar sem hún sagðist tilneydd til að greina frá rangfærslum í máli Ágúst Ólafs. Hafi hún aldrei viljað gera málið opinbert, Ágúst Ólafur hafi verið ógnandi og ekki látið af hegðun sinni umrætt kvöld. Sagðist hún hafa ákveðið að tilkynna hegðun hans meðal annars til að reyna að koma í veg fyrir að aðrar konur lentu í honum.Bára Huld segist hafa reynt að stíga hvert skref yfirvegað í ferlinu og gert það sem hún taldi rétt á hverjum tímapunkti fyrir sig.KjarninnEkki ætlun hans að rengja frásögn Báru Ágúst Ólafur segir í yfirlýsingu sinni, sem hann sendi á fjölmiðla nú eftir hádegi, að ætlun hans hafi aldrei verið sú að rengja frásögn Báru eða draga úr hans hlut. „Misræmið sem hún rekur í svari sínu byggir á ólíkri upplifun. Ég lagði mikla áherslu á í okkar samtölum og í framburði mínum hjá trúnaðarnefndinni að gangast við minni hegðun. Hennar upplifun er auðvitað aðalatriðið í þessu máli. Ég er í dag að leita mér faglegrar aðstoðar vegna hegðunar minnar og róta hennar. Ég bið Báru Huld enn og aftur innilegrar afsökunar á framkomu minni og þeirri vanlíðan sem ég hef valdið henni,“ segir Ágúst Ólafur. Yfirlýsing Ágústs Ólafs í heild sinni:Vegna svars Báru Huldar Beck við yfirlýsingu minniÆtlun mín var aldrei sú að rengja hennar frásögn eða draga úr mínum hlut. Misræmið sem hún rekur í svari sínu byggir á ólíkri upplifun. Ég lagði mikla áherslu á í okkar samtölum og í framburði mínum hjá trúnaðarnefndinni að gangast við minni hegðun. Hennar upplifun er auðvitað aðalatriðið í þessu máli.Ég er í dag að leita mér faglegrar aðstoðar vegna hegðunar minnar og róta hennar. Ég bið Báru Huld enn og aftur innilegrar afsökunar á framkomu minni og þeirri vanlíðan sem ég hef valdið henni.Ágúst Ólafur Ágústsson Alþingi MeToo Tengdar fréttir Bára Huld segir Ágúst gera minna úr atvikinu en efni standa til Bára Huld Beck, blaðamaður á Kjarnanum, segist tilneidd til að greina frá rangfærslum í máli Ágústar Ólafs Ágústssonar, þingmanns Samfylkingarinnar. 11. desember 2018 11:17 Samfylkingin tilkynnir mál Ágústar Ólafs ekki til siðanefndar Alþingis Mál Ágústar Ólafs Ágústssonar þingmanns verður ekki tilkynnt til siðanefndar Alþingis af hálfu Samylkingarinnar. 10. desember 2018 18:30 Vill ekki svara því hvort Ágúst Ólafur eigi að segja af sér Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, vill ekki tjá sig um þann mun á sem er á yfirlýsingum Ágústar Ólafs Ágústssonar, þingmanns flokksins, og Báru Huldar Beck, blaðamanns á Kjarnanum, á því hvað gerðist á skrifstofu Kjarnans þann 20. júní síðastliðinn. 11. desember 2018 12:28 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að misræmið milli frásagnar hans og blaðakonunnar Báru Huldar Beck af samskiptum þeirra síðasta sumar byggi á ólíkri upplifun þeirra. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Ágúst Ólafur sendi frá sér vegna svars Báru við yfirlýsingu hans sem birtist síðastliðið föstudagskvöld. Hann tilkynnti þá að hann hefði ákveðið að fara í tveggja mánaða launalaust leyfi vegna ósæmilegrar hegðunar í garð konu síðasta sumar. Trúnaðarnefnd Samfylkingar hafði þá ákveðið að veita honum áminningu vegna málsins. Bára Huld sendi frá sér yfirlýsingu í morgun þar sem hún sagðist tilneydd til að greina frá rangfærslum í máli Ágúst Ólafs. Hafi hún aldrei viljað gera málið opinbert, Ágúst Ólafur hafi verið ógnandi og ekki látið af hegðun sinni umrætt kvöld. Sagðist hún hafa ákveðið að tilkynna hegðun hans meðal annars til að reyna að koma í veg fyrir að aðrar konur lentu í honum.Bára Huld segist hafa reynt að stíga hvert skref yfirvegað í ferlinu og gert það sem hún taldi rétt á hverjum tímapunkti fyrir sig.KjarninnEkki ætlun hans að rengja frásögn Báru Ágúst Ólafur segir í yfirlýsingu sinni, sem hann sendi á fjölmiðla nú eftir hádegi, að ætlun hans hafi aldrei verið sú að rengja frásögn Báru eða draga úr hans hlut. „Misræmið sem hún rekur í svari sínu byggir á ólíkri upplifun. Ég lagði mikla áherslu á í okkar samtölum og í framburði mínum hjá trúnaðarnefndinni að gangast við minni hegðun. Hennar upplifun er auðvitað aðalatriðið í þessu máli. Ég er í dag að leita mér faglegrar aðstoðar vegna hegðunar minnar og róta hennar. Ég bið Báru Huld enn og aftur innilegrar afsökunar á framkomu minni og þeirri vanlíðan sem ég hef valdið henni,“ segir Ágúst Ólafur. Yfirlýsing Ágústs Ólafs í heild sinni:Vegna svars Báru Huldar Beck við yfirlýsingu minniÆtlun mín var aldrei sú að rengja hennar frásögn eða draga úr mínum hlut. Misræmið sem hún rekur í svari sínu byggir á ólíkri upplifun. Ég lagði mikla áherslu á í okkar samtölum og í framburði mínum hjá trúnaðarnefndinni að gangast við minni hegðun. Hennar upplifun er auðvitað aðalatriðið í þessu máli.Ég er í dag að leita mér faglegrar aðstoðar vegna hegðunar minnar og róta hennar. Ég bið Báru Huld enn og aftur innilegrar afsökunar á framkomu minni og þeirri vanlíðan sem ég hef valdið henni.Ágúst Ólafur Ágústsson
Alþingi MeToo Tengdar fréttir Bára Huld segir Ágúst gera minna úr atvikinu en efni standa til Bára Huld Beck, blaðamaður á Kjarnanum, segist tilneidd til að greina frá rangfærslum í máli Ágústar Ólafs Ágústssonar, þingmanns Samfylkingarinnar. 11. desember 2018 11:17 Samfylkingin tilkynnir mál Ágústar Ólafs ekki til siðanefndar Alþingis Mál Ágústar Ólafs Ágústssonar þingmanns verður ekki tilkynnt til siðanefndar Alþingis af hálfu Samylkingarinnar. 10. desember 2018 18:30 Vill ekki svara því hvort Ágúst Ólafur eigi að segja af sér Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, vill ekki tjá sig um þann mun á sem er á yfirlýsingum Ágústar Ólafs Ágústssonar, þingmanns flokksins, og Báru Huldar Beck, blaðamanns á Kjarnanum, á því hvað gerðist á skrifstofu Kjarnans þann 20. júní síðastliðinn. 11. desember 2018 12:28 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
Bára Huld segir Ágúst gera minna úr atvikinu en efni standa til Bára Huld Beck, blaðamaður á Kjarnanum, segist tilneidd til að greina frá rangfærslum í máli Ágústar Ólafs Ágústssonar, þingmanns Samfylkingarinnar. 11. desember 2018 11:17
Samfylkingin tilkynnir mál Ágústar Ólafs ekki til siðanefndar Alþingis Mál Ágústar Ólafs Ágústssonar þingmanns verður ekki tilkynnt til siðanefndar Alþingis af hálfu Samylkingarinnar. 10. desember 2018 18:30
Vill ekki svara því hvort Ágúst Ólafur eigi að segja af sér Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, vill ekki tjá sig um þann mun á sem er á yfirlýsingum Ágústar Ólafs Ágústssonar, þingmanns flokksins, og Báru Huldar Beck, blaðamanns á Kjarnanum, á því hvað gerðist á skrifstofu Kjarnans þann 20. júní síðastliðinn. 11. desember 2018 12:28