Telur „afar óviðeigandi“ að vera í gallabuxum í þingsal Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. desember 2018 14:15 Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, vill að þingmenn klæði sig betur. Vísir/Vilhelm Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gerði klæðaburð þingmanna að umtalsefni sínu undir liðnum störf þingsins á Alþingi í dag. Hann kvaðst oft hafa velt því fyrir sér hvers vegna sú skylda var afnumin þingveturinn 2009 til 2013 að karlmenn sem sitja á þingi þurfi að vera með bindi. „Ég hef velt því fyrir mér hvort að slík tilslökun verði ekki til þess að þær góðu hefðir sem hér ríkja að þær verði ekki til þess að við förum að slaka á almennt í klæðnaði hér í þingsalnum. Sem mér finnst skipta mjög miklu máli en auðvitað eru skiptar skoðanir um það. Mér finnst það eðlilegt,“ sagði Ásmundur. Hann sagði svo að hann teldi þá löngu hefð sem verið hefði fyrir formlegum og snyrtilegum klæðnaði við þingstörfin illa brotna af þingmönnum. „Ég held að þessi tilmæli hér innihaldi það ekki að við klæðumst gallabuxum hér í þingsalnum sem mér finnst afar óviðeigandi. Ég legg það til svo við förum ekki öll í jólaköttinn að við tökum okkur taki og berum virðingu fyrri klæðnaði hér í þingsal,“ sagði Ásmundur. Vísi er ekki kunnugt um hvort einhver þingmaður sé í gallabuxum við þingstörfin í dag en þetta er ekki í fyrsta sinn sem gallabuxur þingmanna eru til umræðu. Þannig mætti Elín Hirst, þáverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í gallabuxum til þings árið 2013 en við það var gerð athugasemd og hét hún því að skipta um buxur. Daginn eftir kom Elín svo gallabuxunum til varna og sagðist vilja passa upp á það að þingmenn yrðu ekki forpokaðir. Þá kvaðst hún vilja vekja á misréttinu sem viðgengist á þinginu það er að svartar, grænar, drapplitaðar og rauðar gallabuxur væru leyfðar en ekki bláar. Alþingi Mest lesið Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli Innlent Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Fleiri fréttir Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Sjá meira
Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gerði klæðaburð þingmanna að umtalsefni sínu undir liðnum störf þingsins á Alþingi í dag. Hann kvaðst oft hafa velt því fyrir sér hvers vegna sú skylda var afnumin þingveturinn 2009 til 2013 að karlmenn sem sitja á þingi þurfi að vera með bindi. „Ég hef velt því fyrir mér hvort að slík tilslökun verði ekki til þess að þær góðu hefðir sem hér ríkja að þær verði ekki til þess að við förum að slaka á almennt í klæðnaði hér í þingsalnum. Sem mér finnst skipta mjög miklu máli en auðvitað eru skiptar skoðanir um það. Mér finnst það eðlilegt,“ sagði Ásmundur. Hann sagði svo að hann teldi þá löngu hefð sem verið hefði fyrir formlegum og snyrtilegum klæðnaði við þingstörfin illa brotna af þingmönnum. „Ég held að þessi tilmæli hér innihaldi það ekki að við klæðumst gallabuxum hér í þingsalnum sem mér finnst afar óviðeigandi. Ég legg það til svo við förum ekki öll í jólaköttinn að við tökum okkur taki og berum virðingu fyrri klæðnaði hér í þingsal,“ sagði Ásmundur. Vísi er ekki kunnugt um hvort einhver þingmaður sé í gallabuxum við þingstörfin í dag en þetta er ekki í fyrsta sinn sem gallabuxur þingmanna eru til umræðu. Þannig mætti Elín Hirst, þáverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í gallabuxum til þings árið 2013 en við það var gerð athugasemd og hét hún því að skipta um buxur. Daginn eftir kom Elín svo gallabuxunum til varna og sagðist vilja passa upp á það að þingmenn yrðu ekki forpokaðir. Þá kvaðst hún vilja vekja á misréttinu sem viðgengist á þinginu það er að svartar, grænar, drapplitaðar og rauðar gallabuxur væru leyfðar en ekki bláar.
Alþingi Mest lesið Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli Innlent Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Fleiri fréttir Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Sjá meira