Telur „afar óviðeigandi“ að vera í gallabuxum í þingsal Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. desember 2018 14:15 Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, vill að þingmenn klæði sig betur. Vísir/Vilhelm Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gerði klæðaburð þingmanna að umtalsefni sínu undir liðnum störf þingsins á Alþingi í dag. Hann kvaðst oft hafa velt því fyrir sér hvers vegna sú skylda var afnumin þingveturinn 2009 til 2013 að karlmenn sem sitja á þingi þurfi að vera með bindi. „Ég hef velt því fyrir mér hvort að slík tilslökun verði ekki til þess að þær góðu hefðir sem hér ríkja að þær verði ekki til þess að við förum að slaka á almennt í klæðnaði hér í þingsalnum. Sem mér finnst skipta mjög miklu máli en auðvitað eru skiptar skoðanir um það. Mér finnst það eðlilegt,“ sagði Ásmundur. Hann sagði svo að hann teldi þá löngu hefð sem verið hefði fyrir formlegum og snyrtilegum klæðnaði við þingstörfin illa brotna af þingmönnum. „Ég held að þessi tilmæli hér innihaldi það ekki að við klæðumst gallabuxum hér í þingsalnum sem mér finnst afar óviðeigandi. Ég legg það til svo við förum ekki öll í jólaköttinn að við tökum okkur taki og berum virðingu fyrri klæðnaði hér í þingsal,“ sagði Ásmundur. Vísi er ekki kunnugt um hvort einhver þingmaður sé í gallabuxum við þingstörfin í dag en þetta er ekki í fyrsta sinn sem gallabuxur þingmanna eru til umræðu. Þannig mætti Elín Hirst, þáverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í gallabuxum til þings árið 2013 en við það var gerð athugasemd og hét hún því að skipta um buxur. Daginn eftir kom Elín svo gallabuxunum til varna og sagðist vilja passa upp á það að þingmenn yrðu ekki forpokaðir. Þá kvaðst hún vilja vekja á misréttinu sem viðgengist á þinginu það er að svartar, grænar, drapplitaðar og rauðar gallabuxur væru leyfðar en ekki bláar. Alþingi Mest lesið Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Innlent Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Erlent Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Innlent Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Segir verkföll ekki mismuna börnum Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Fleiri fréttir Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Sjá meira
Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gerði klæðaburð þingmanna að umtalsefni sínu undir liðnum störf þingsins á Alþingi í dag. Hann kvaðst oft hafa velt því fyrir sér hvers vegna sú skylda var afnumin þingveturinn 2009 til 2013 að karlmenn sem sitja á þingi þurfi að vera með bindi. „Ég hef velt því fyrir mér hvort að slík tilslökun verði ekki til þess að þær góðu hefðir sem hér ríkja að þær verði ekki til þess að við förum að slaka á almennt í klæðnaði hér í þingsalnum. Sem mér finnst skipta mjög miklu máli en auðvitað eru skiptar skoðanir um það. Mér finnst það eðlilegt,“ sagði Ásmundur. Hann sagði svo að hann teldi þá löngu hefð sem verið hefði fyrir formlegum og snyrtilegum klæðnaði við þingstörfin illa brotna af þingmönnum. „Ég held að þessi tilmæli hér innihaldi það ekki að við klæðumst gallabuxum hér í þingsalnum sem mér finnst afar óviðeigandi. Ég legg það til svo við förum ekki öll í jólaköttinn að við tökum okkur taki og berum virðingu fyrri klæðnaði hér í þingsal,“ sagði Ásmundur. Vísi er ekki kunnugt um hvort einhver þingmaður sé í gallabuxum við þingstörfin í dag en þetta er ekki í fyrsta sinn sem gallabuxur þingmanna eru til umræðu. Þannig mætti Elín Hirst, þáverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í gallabuxum til þings árið 2013 en við það var gerð athugasemd og hét hún því að skipta um buxur. Daginn eftir kom Elín svo gallabuxunum til varna og sagðist vilja passa upp á það að þingmenn yrðu ekki forpokaðir. Þá kvaðst hún vilja vekja á misréttinu sem viðgengist á þinginu það er að svartar, grænar, drapplitaðar og rauðar gallabuxur væru leyfðar en ekki bláar.
Alþingi Mest lesið Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Innlent Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Erlent Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Innlent Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Segir verkföll ekki mismuna börnum Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Fleiri fréttir Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Sjá meira