Útskýrði af hverju Google-leit að „hálfvita“ skilar myndum af Trump Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. desember 2018 12:00 Svona raðar Google upp leitarniðurstöðum sé leitað að enska orðinu idiot í myndaleit Google. Mynd/Skjáskot Sundar Pichai, forstjóri Google, þurfti í gær að útskýra fyrir þingmönnum bandaríska þingsins afhverju myndir af Donald Trump birtast efst í leitarvél Google sé enska orðið „idiot“ eða „hálfviti“ slegið inn í leitarvélina. Washington Post greinir frá. Það var demókratinn Zoe Lofgren sem spurði Pichai út í leitarniðurstöðurnar en Pichai kom fyrir dómsmáladeild fulltrúadeildarinnar í gær til þess að svara spurningum um starfsemi Google og söfnun gagna í tengslum við hana.Sé enska orðið „idiot“ slegið inn í myndaleitarvél Google má sjá að þar birtast fjölmargar myndir af Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Hafa repúblikanar meðal annars haldið því fram að þetta sé viljandi gert af hálfu Google til þess að koma óorði á forsetann.Pichai útskýrði hvernig leitarvél Google virkar og í máli hans kom fram að nánast ógerlegt væri að hafa slík áhrif á leitarvélina, til þess væru alltof margir ólíkir þættir sem teknir voru til greina varðandi hvaða orð skili hvaða leitarniðurstöðum. „Þannig að þú ert að segja að það sé ekki einhver lítill kall sem situr á bak við tjald sem ákveður hvað sé sýnt notendum hverju sinni,“ svaraði Lofgren kaldhæðnislega. Pichai mátti þola orrahríð frá þingmönnum repúblikana sem sökuðu hann og Google um að ýta neikvæðum fréttum um repúblikana og stefnumál þeirra ofar á leitarvél Google. Ted Lieu, þingmaður demókrata, kom Pichai hins vegar til varna og sagði málið vera einfalt, ef repúblikanar vildu sjá jákvæðar leitarniðurstöður í garð þeirra, þyrftu þeir að framkvæma jákvæða hluti. Þeir ættu því að íhuga að vandamálið værri þeirra megin, en ekki hjá Google. Bandaríkin Donald Trump Google Tækni Tengdar fréttir Hvíta húsið með Google til skoðunar eftir kvartanir Trump á Twitter Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur sakað tæknifyrirtækið Google um að „þagga raddir íhaldsmanna“ og fela sanngjarna umfjöllun um sig. 28. ágúst 2018 18:00 Segja Google mismuna hvítum og íhaldssömum körlum Fyrrverandi starfsmenn fyrirtækisins, sem voru reknir fyrir að segja að það væru líffræðilegar ástæður fyrir því að konur væru verri forritarar og fyrir ummæli um múslima, hafa stefnt Google fyrir mismunun. 8. janúar 2018 20:38 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira
Sundar Pichai, forstjóri Google, þurfti í gær að útskýra fyrir þingmönnum bandaríska þingsins afhverju myndir af Donald Trump birtast efst í leitarvél Google sé enska orðið „idiot“ eða „hálfviti“ slegið inn í leitarvélina. Washington Post greinir frá. Það var demókratinn Zoe Lofgren sem spurði Pichai út í leitarniðurstöðurnar en Pichai kom fyrir dómsmáladeild fulltrúadeildarinnar í gær til þess að svara spurningum um starfsemi Google og söfnun gagna í tengslum við hana.Sé enska orðið „idiot“ slegið inn í myndaleitarvél Google má sjá að þar birtast fjölmargar myndir af Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Hafa repúblikanar meðal annars haldið því fram að þetta sé viljandi gert af hálfu Google til þess að koma óorði á forsetann.Pichai útskýrði hvernig leitarvél Google virkar og í máli hans kom fram að nánast ógerlegt væri að hafa slík áhrif á leitarvélina, til þess væru alltof margir ólíkir þættir sem teknir voru til greina varðandi hvaða orð skili hvaða leitarniðurstöðum. „Þannig að þú ert að segja að það sé ekki einhver lítill kall sem situr á bak við tjald sem ákveður hvað sé sýnt notendum hverju sinni,“ svaraði Lofgren kaldhæðnislega. Pichai mátti þola orrahríð frá þingmönnum repúblikana sem sökuðu hann og Google um að ýta neikvæðum fréttum um repúblikana og stefnumál þeirra ofar á leitarvél Google. Ted Lieu, þingmaður demókrata, kom Pichai hins vegar til varna og sagði málið vera einfalt, ef repúblikanar vildu sjá jákvæðar leitarniðurstöður í garð þeirra, þyrftu þeir að framkvæma jákvæða hluti. Þeir ættu því að íhuga að vandamálið værri þeirra megin, en ekki hjá Google.
Bandaríkin Donald Trump Google Tækni Tengdar fréttir Hvíta húsið með Google til skoðunar eftir kvartanir Trump á Twitter Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur sakað tæknifyrirtækið Google um að „þagga raddir íhaldsmanna“ og fela sanngjarna umfjöllun um sig. 28. ágúst 2018 18:00 Segja Google mismuna hvítum og íhaldssömum körlum Fyrrverandi starfsmenn fyrirtækisins, sem voru reknir fyrir að segja að það væru líffræðilegar ástæður fyrir því að konur væru verri forritarar og fyrir ummæli um múslima, hafa stefnt Google fyrir mismunun. 8. janúar 2018 20:38 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira
Hvíta húsið með Google til skoðunar eftir kvartanir Trump á Twitter Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur sakað tæknifyrirtækið Google um að „þagga raddir íhaldsmanna“ og fela sanngjarna umfjöllun um sig. 28. ágúst 2018 18:00
Segja Google mismuna hvítum og íhaldssömum körlum Fyrrverandi starfsmenn fyrirtækisins, sem voru reknir fyrir að segja að það væru líffræðilegar ástæður fyrir því að konur væru verri forritarar og fyrir ummæli um múslima, hafa stefnt Google fyrir mismunun. 8. janúar 2018 20:38