Áætlun um gæðaþróun í heilbrigðisþjónustu undirrituð Jóhann K. Jóhannsson skrifar 12. desember 2018 12:15 Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra og Alma D. Möller, landlæknir undirrita Áætlun um gæðaþróun í heilbrigðisþjónustu 2019-2030 Vísir/JóhannK Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og Alma Möller landlæknir kynntu nú fyrir hádegið áætlun um gæðaþróun í heilbrigðisþjónustu til næstu ellefu ára. Ráðherra segir áætlunina lið í að ná utan um vanda heilbrigðisþjónustunnar á Íslandi. Áætlunin um gæðaþróun í heilbrigðisþjónustu 2019–2030 var samþykkt og undirrituð af heilbrigðisráðherra og landlækni í morgun en með henni eru sett fram mikilvæg viðmið og leiðbeiningar um grundvallarþætti heilbrigðisþjónustunnar á Íslandi. Áætlunin mun ásamt Heilbrigðisstefnu ráðherra, sem nú er í umsagnarferli, verða einn af hornsteinum heilbrigðisþjónustunnar. Svandís segir áætlunina fyrst og fremst ná til öryggis- og gæðamála. „Við erum í rauninni að tala um að það sé farið sérstaklega yfir þá þjónustu sem verið er að veita og að hún sé þannig að öryggi sjúklinga sé í fyrirrúmi í öllum þáttum þjónustunnar. Alveg sama hvort við erum að tala um heilsugæsluna eða flóknar aðgerðir á Landspítalanum og svo framvegis,“ segir ráðherra.Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherravísir/vilhelmVandi heilbrigðisþjónustunnar mikill Vandi heilbrigðisþjónustunnar á Íslandi er margþættur og undanfarna daga höfum við heyrt af miklu álagi sem er á Landspítalanum. Forstjóri spítalans sagði í vikulegum pistli sínum á föstudag að rúmanýting hefði keyrt um þverbak en nýtingin var 117 prósent. Hann bætti við að við þær aðstæður væri augljóst að öryggi sjúklinga sé ekki tryggt. Erum við búin að ná utan um vandann sem er í heilbrigðisþjónustunni á Íslandi?„Nei við erum engan veginn búin að því. Við erum að setja saman heilbrigðisstefnu. Hún er í drögum á Samráðasgátt Stjórnarráðsins en heilbrigðisstefna er grundvöllur þess að við sjáum heildarmyndina og getum komið í veg fyrir það að við séum annars vegar í tvíverknaði og hins vegar séum við að hlaða upp biðlistum þannig að við séum í raun og veru með heildarsýnina og stefnan sé heildræn og samfelld og öryggi sjúklinga sé í fyrirrúmi alls staðar,“ sagði Svandís.Alma D. Möller, landlæknirStöð 2/AðsendÞannig mun áætlunin fylgja heilbrigðisstefnu ráðuneytisins sem nú er í umsagnarferli. Alma D. Möller landlæknir segir áætlunina til þess að takast á við vandamálin innan heilbrigðisþjónustunnar. „Þetta einmitt hjálpar okkur að taka á þeim og þetta er eitt af því sem að við höfum ekki efni á að gera ekki,“ segir Alma. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Raunhæfa og markvissa heilbrigðisstefnu fyrir alla Eitt markmiða í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er að fullvinna heildstæða heilbrigðisstefnu fyrir Ísland með hliðsjón af þörfum allra landsmanna og skilgreina betur hlutverk einstakra þátta innan heilbrigðisþjónustunnar og samspil þeirra. 6. desember 2018 07:00 Yfirfullt og ekki öruggt á spítala Þetta segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, í pistli á vefsíðu sjúkrahússins. 10. desember 2018 06:30 Öldrunarþjónustan á Íslandi - brettum upp ermar! Í grein sem kom út í hinu virta breska læknatímariti Lancet í maí 2017 var birtur samanburður á aðgengi og gæðum heilbrigðisþjónustu meðal 195 landa og svæða í heiminum árin 1990 til 2015. Hafnaði Ísland þar í öðru sæti rétt á eftir smáríkinu Andorra með næstbestu vísitölu aðgengis og gæða. 16. nóvember 2018 06:30 „Því miður kemur þó fyrir við sérstakar aðstæður að grípa verður til óyndisúrræða“ Forstjóri Landspítalans nefndi mál 92 ára konu sem gisti nótt inni á salerni í vikulegum forstjórapistli sínum. 23. nóvember 2018 21:02 Alvarlegt ástand á Landspítalanum Alvarlegt ástand skapaðist á Landspítalanum í síðustu viku og fór nýting rúma á bráðalegudeild upp í 117 prósent. Læknaráð bendir á að partur af vandanum sé vegna lakrar þjónustu við aldraða. 10. desember 2018 22:00 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Fleiri fréttir Vilja færa skipulagsvald alþjóðaflugvalla til ríkis Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og Alma Möller landlæknir kynntu nú fyrir hádegið áætlun um gæðaþróun í heilbrigðisþjónustu til næstu ellefu ára. Ráðherra segir áætlunina lið í að ná utan um vanda heilbrigðisþjónustunnar á Íslandi. Áætlunin um gæðaþróun í heilbrigðisþjónustu 2019–2030 var samþykkt og undirrituð af heilbrigðisráðherra og landlækni í morgun en með henni eru sett fram mikilvæg viðmið og leiðbeiningar um grundvallarþætti heilbrigðisþjónustunnar á Íslandi. Áætlunin mun ásamt Heilbrigðisstefnu ráðherra, sem nú er í umsagnarferli, verða einn af hornsteinum heilbrigðisþjónustunnar. Svandís segir áætlunina fyrst og fremst ná til öryggis- og gæðamála. „Við erum í rauninni að tala um að það sé farið sérstaklega yfir þá þjónustu sem verið er að veita og að hún sé þannig að öryggi sjúklinga sé í fyrirrúmi í öllum þáttum þjónustunnar. Alveg sama hvort við erum að tala um heilsugæsluna eða flóknar aðgerðir á Landspítalanum og svo framvegis,“ segir ráðherra.Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherravísir/vilhelmVandi heilbrigðisþjónustunnar mikill Vandi heilbrigðisþjónustunnar á Íslandi er margþættur og undanfarna daga höfum við heyrt af miklu álagi sem er á Landspítalanum. Forstjóri spítalans sagði í vikulegum pistli sínum á föstudag að rúmanýting hefði keyrt um þverbak en nýtingin var 117 prósent. Hann bætti við að við þær aðstæður væri augljóst að öryggi sjúklinga sé ekki tryggt. Erum við búin að ná utan um vandann sem er í heilbrigðisþjónustunni á Íslandi?„Nei við erum engan veginn búin að því. Við erum að setja saman heilbrigðisstefnu. Hún er í drögum á Samráðasgátt Stjórnarráðsins en heilbrigðisstefna er grundvöllur þess að við sjáum heildarmyndina og getum komið í veg fyrir það að við séum annars vegar í tvíverknaði og hins vegar séum við að hlaða upp biðlistum þannig að við séum í raun og veru með heildarsýnina og stefnan sé heildræn og samfelld og öryggi sjúklinga sé í fyrirrúmi alls staðar,“ sagði Svandís.Alma D. Möller, landlæknirStöð 2/AðsendÞannig mun áætlunin fylgja heilbrigðisstefnu ráðuneytisins sem nú er í umsagnarferli. Alma D. Möller landlæknir segir áætlunina til þess að takast á við vandamálin innan heilbrigðisþjónustunnar. „Þetta einmitt hjálpar okkur að taka á þeim og þetta er eitt af því sem að við höfum ekki efni á að gera ekki,“ segir Alma.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Raunhæfa og markvissa heilbrigðisstefnu fyrir alla Eitt markmiða í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er að fullvinna heildstæða heilbrigðisstefnu fyrir Ísland með hliðsjón af þörfum allra landsmanna og skilgreina betur hlutverk einstakra þátta innan heilbrigðisþjónustunnar og samspil þeirra. 6. desember 2018 07:00 Yfirfullt og ekki öruggt á spítala Þetta segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, í pistli á vefsíðu sjúkrahússins. 10. desember 2018 06:30 Öldrunarþjónustan á Íslandi - brettum upp ermar! Í grein sem kom út í hinu virta breska læknatímariti Lancet í maí 2017 var birtur samanburður á aðgengi og gæðum heilbrigðisþjónustu meðal 195 landa og svæða í heiminum árin 1990 til 2015. Hafnaði Ísland þar í öðru sæti rétt á eftir smáríkinu Andorra með næstbestu vísitölu aðgengis og gæða. 16. nóvember 2018 06:30 „Því miður kemur þó fyrir við sérstakar aðstæður að grípa verður til óyndisúrræða“ Forstjóri Landspítalans nefndi mál 92 ára konu sem gisti nótt inni á salerni í vikulegum forstjórapistli sínum. 23. nóvember 2018 21:02 Alvarlegt ástand á Landspítalanum Alvarlegt ástand skapaðist á Landspítalanum í síðustu viku og fór nýting rúma á bráðalegudeild upp í 117 prósent. Læknaráð bendir á að partur af vandanum sé vegna lakrar þjónustu við aldraða. 10. desember 2018 22:00 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Fleiri fréttir Vilja færa skipulagsvald alþjóðaflugvalla til ríkis Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Sjá meira
Raunhæfa og markvissa heilbrigðisstefnu fyrir alla Eitt markmiða í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er að fullvinna heildstæða heilbrigðisstefnu fyrir Ísland með hliðsjón af þörfum allra landsmanna og skilgreina betur hlutverk einstakra þátta innan heilbrigðisþjónustunnar og samspil þeirra. 6. desember 2018 07:00
Yfirfullt og ekki öruggt á spítala Þetta segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, í pistli á vefsíðu sjúkrahússins. 10. desember 2018 06:30
Öldrunarþjónustan á Íslandi - brettum upp ermar! Í grein sem kom út í hinu virta breska læknatímariti Lancet í maí 2017 var birtur samanburður á aðgengi og gæðum heilbrigðisþjónustu meðal 195 landa og svæða í heiminum árin 1990 til 2015. Hafnaði Ísland þar í öðru sæti rétt á eftir smáríkinu Andorra með næstbestu vísitölu aðgengis og gæða. 16. nóvember 2018 06:30
„Því miður kemur þó fyrir við sérstakar aðstæður að grípa verður til óyndisúrræða“ Forstjóri Landspítalans nefndi mál 92 ára konu sem gisti nótt inni á salerni í vikulegum forstjórapistli sínum. 23. nóvember 2018 21:02
Alvarlegt ástand á Landspítalanum Alvarlegt ástand skapaðist á Landspítalanum í síðustu viku og fór nýting rúma á bráðalegudeild upp í 117 prósent. Læknaráð bendir á að partur af vandanum sé vegna lakrar þjónustu við aldraða. 10. desember 2018 22:00