Áætlun í gæðaþróun skref til þess að laga heilbrigðiskerfið Jóhann K. Jóhannsson skrifar 12. desember 2018 19:30 Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra og Alma D. Möller, landlæknir Vísir/JóhannK Heilbrigðisráðherra og landlæknir undirrituðu í dag áætlun um gæðaþróun í heilbrigðisþjónustu til næstu ellefu ára. Áætlunin er liður í að vinna á vandanum sem er í íslensku heilbrigðiskerfi.Samkvæmt 11. gr laga um landlækni og lýðheilsu, skal landlæknir gera áætlun um gæðaþróun innan heilbrigðisþjónustunnar og skal hún miða að því að efla gæði og öryggi heilbrigðisþjónustunnar og stuðla að framþróun hennar. Áætlunin var í dag, í fyrsta skipti lögð fram, samþykkt og undirrituð af ráðherra og landlækni. Erum við þar stödd í heilbrigðisþjónustunni að við getum farið að setja okkur gæðaáætlanir.Þurfum við ekki að ná fyrst utan um vandan í heilbrigðiskerfinu? „Þetta er ein af leiðunum til þess. Það er einmitt að beina sjónum að gæðum og öryggi,“ sagði Alma D. Möller, landlæknir, eftir undirritunina í dag. Vandinn í íslenska heilbrigðiskerfinu er margþættur. Umræðan um mikið álag á Landspítalanum hefur verið til umfjöllunar í fjölmiðlum en Páll Matthíasson, forstjóri sagði í pistli sínum á föstudag að álagið væri orðið það mikið að augljóst væri að öryggi sjúklinga er ekki tryggt. „Þegar við erum að tala um þessa stöðu sem hefur verið í fréttum undanfarna daga að þá höfum við auðvitað, og Embætti landlæknis í fyrsta lagi, skoðað hlutaúttekt embættisins á þessari stöðu á bráðamóttökunni og síðan fáum við sem heilbrigðisyfirvöld, þá úttekt í hendur og skoðum hvað það er í heilbrigðiskerfinu í heild sem við getum haft áhrif á,“ sagði Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra. Áætlunin um gæðaþróun í heilbrigðisþjónustu er hluti af Heilbrigðisstefnu ráðherra sem nú er til umsagnar í Samráðsgátt Stjórnarráðsins. Áætlunin miðar fyrst og fremst öryggis og gæðamálum og á að vera einn af hornsteinum íslenskrar heilbrigðisþjónustu. Áætlunin er fjórþætt. Hver og ein stofnun á að vera með kerfi til þess að vinna að stöðugum umbótum og sífellt að bæta þjónustuna. Skráning gæða í þjónustunni verði markvissari. Innleiða á samræmt atvikaskráningakerfi fyrir landið allt og að reglulega séu framkvæmdar þjónustukannanir hjá notendum.Er tíminn ekki útrunninn þar sem að við vitum að vandamálin í heilbrigðiskerfinu eru þegar mikil og stór?„Þetta einmitt hjálpar okkur að taka á þeim og þetta er eitt af því sem að við höfum ekki efni á að gera ekki,“ sagði Alma D. Möller Landlæknir. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Áætlun um gæðaþróun í heilbrigðisþjónustu undirrituð Heilbrigðisráðherra segir enn langt í land að ná utan um vandann í íslenskri heilbrigðisþjónustu en að áætlun um gæðaþróun sé liður í því 12. desember 2018 12:15 Raunhæfa og markvissa heilbrigðisstefnu fyrir alla Eitt markmiða í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er að fullvinna heildstæða heilbrigðisstefnu fyrir Ísland með hliðsjón af þörfum allra landsmanna og skilgreina betur hlutverk einstakra þátta innan heilbrigðisþjónustunnar og samspil þeirra. 6. desember 2018 07:00 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Fleiri fréttir Vilja færa skipulagsvald alþjóðaflugvalla til ríkis Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Sjá meira
Heilbrigðisráðherra og landlæknir undirrituðu í dag áætlun um gæðaþróun í heilbrigðisþjónustu til næstu ellefu ára. Áætlunin er liður í að vinna á vandanum sem er í íslensku heilbrigðiskerfi.Samkvæmt 11. gr laga um landlækni og lýðheilsu, skal landlæknir gera áætlun um gæðaþróun innan heilbrigðisþjónustunnar og skal hún miða að því að efla gæði og öryggi heilbrigðisþjónustunnar og stuðla að framþróun hennar. Áætlunin var í dag, í fyrsta skipti lögð fram, samþykkt og undirrituð af ráðherra og landlækni. Erum við þar stödd í heilbrigðisþjónustunni að við getum farið að setja okkur gæðaáætlanir.Þurfum við ekki að ná fyrst utan um vandan í heilbrigðiskerfinu? „Þetta er ein af leiðunum til þess. Það er einmitt að beina sjónum að gæðum og öryggi,“ sagði Alma D. Möller, landlæknir, eftir undirritunina í dag. Vandinn í íslenska heilbrigðiskerfinu er margþættur. Umræðan um mikið álag á Landspítalanum hefur verið til umfjöllunar í fjölmiðlum en Páll Matthíasson, forstjóri sagði í pistli sínum á föstudag að álagið væri orðið það mikið að augljóst væri að öryggi sjúklinga er ekki tryggt. „Þegar við erum að tala um þessa stöðu sem hefur verið í fréttum undanfarna daga að þá höfum við auðvitað, og Embætti landlæknis í fyrsta lagi, skoðað hlutaúttekt embættisins á þessari stöðu á bráðamóttökunni og síðan fáum við sem heilbrigðisyfirvöld, þá úttekt í hendur og skoðum hvað það er í heilbrigðiskerfinu í heild sem við getum haft áhrif á,“ sagði Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra. Áætlunin um gæðaþróun í heilbrigðisþjónustu er hluti af Heilbrigðisstefnu ráðherra sem nú er til umsagnar í Samráðsgátt Stjórnarráðsins. Áætlunin miðar fyrst og fremst öryggis og gæðamálum og á að vera einn af hornsteinum íslenskrar heilbrigðisþjónustu. Áætlunin er fjórþætt. Hver og ein stofnun á að vera með kerfi til þess að vinna að stöðugum umbótum og sífellt að bæta þjónustuna. Skráning gæða í þjónustunni verði markvissari. Innleiða á samræmt atvikaskráningakerfi fyrir landið allt og að reglulega séu framkvæmdar þjónustukannanir hjá notendum.Er tíminn ekki útrunninn þar sem að við vitum að vandamálin í heilbrigðiskerfinu eru þegar mikil og stór?„Þetta einmitt hjálpar okkur að taka á þeim og þetta er eitt af því sem að við höfum ekki efni á að gera ekki,“ sagði Alma D. Möller Landlæknir.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Áætlun um gæðaþróun í heilbrigðisþjónustu undirrituð Heilbrigðisráðherra segir enn langt í land að ná utan um vandann í íslenskri heilbrigðisþjónustu en að áætlun um gæðaþróun sé liður í því 12. desember 2018 12:15 Raunhæfa og markvissa heilbrigðisstefnu fyrir alla Eitt markmiða í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er að fullvinna heildstæða heilbrigðisstefnu fyrir Ísland með hliðsjón af þörfum allra landsmanna og skilgreina betur hlutverk einstakra þátta innan heilbrigðisþjónustunnar og samspil þeirra. 6. desember 2018 07:00 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Fleiri fréttir Vilja færa skipulagsvald alþjóðaflugvalla til ríkis Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Sjá meira
Áætlun um gæðaþróun í heilbrigðisþjónustu undirrituð Heilbrigðisráðherra segir enn langt í land að ná utan um vandann í íslenskri heilbrigðisþjónustu en að áætlun um gæðaþróun sé liður í því 12. desember 2018 12:15
Raunhæfa og markvissa heilbrigðisstefnu fyrir alla Eitt markmiða í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er að fullvinna heildstæða heilbrigðisstefnu fyrir Ísland með hliðsjón af þörfum allra landsmanna og skilgreina betur hlutverk einstakra þátta innan heilbrigðisþjónustunnar og samspil þeirra. 6. desember 2018 07:00