Kristjana hefur starfað um nokkurt skeið sem íþróttafréttakona hjá RÚV og er þannig þaulvön því að koma fram á sjónvarpsskjánum. Hún segist spennt fyrir nýju hlutverki.
„Þetta er allt annað hlutverk en ég er gríðarlega spennt fyrir þessu því ég var sjálf virkur menntskælingur, án þess þó að hafa verið í Gettu betur. Það var kannski annar tími hvað varðar kynjahlutföllin í liðunum, þannig að það var kannski ekki á borðinu hjá mér að fara í liðið.“

Björn Bragi sagði sig frá starfis spyrils í kjölfar þess að myndskeið af honum fór í mikla dreifingu þar sem sést hvar hann er að þukla á ungri stúlku. Hann bað stúlkuna afsökunar í kjölfarið og tók hún afsökunarbeiðni hans gilda.
Dregið verður í fyrstu umferð Gettu betur í dag en keppnin hefst í janúar.