Telur ólíklegt að nuddsuð trufli bíógesti Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. desember 2018 13:46 Sætin eru alls 38 talsins. Sambíó Hinn svokallaði lúxussalur í kvikmyndahúsi Sambíóanna í Álfabakka hefur fengið yfirhalningu. Búið er að skipta út öllum 38 sætum salarins fyrir nýja hægindastóla sem hægt er að hita upp, ásamt því að þeir bjóða upp á fjórar nuddstillingar. Fá kvikmyndahús í heiminum hafa tekið slíka stóla í notkun en ætla má að hver og einn stóll kosti á þriðja hundrað þúsund eftir flutninginn frá Bandaríkjunum til landsins. Alfreð Árnason, framkvæmdastjóri Sambíóanna, segir í samtali við Vísi að fulltrúar fyrirtækisins hafi komið auga á stólana á vörusýningu erlendis í upphafi árs. Til hafi staðið að endurnýja sætakost lúxussalarins og endingu ákveðið að velja umrædda stóla, sem Alfreð segir að séu „nýjasta nýtt“ í kvikmyndahúsafræðunum. Í erlendum kvikmyndasölum sé víða hægt að fá upphituð sæti - „en maður hafði aldrei séð nudd,“ segir Alfreð. Hver sá sem sest hefur í nuddsæti þekkir það af eigin raun að sætin kunna að gefa frá sér leiðinlegt suð þegar kveikt er á nuddstillingunni. Alfreð hefur þó ekki mikla trú á því að lágværa malið sem lúxussalssætin gefa frá sér muni trufla upplifun annarra gesta. Líklegt verði að teljast að kvikmyndin á skjánum muni yfirgnæfa hvers kyns nuddhljóð. Alfreð gerir ráð fyrir að stólarnir verði komnir í gagnið í vikunni. Hann segist sjálfur ætla að prófa sætin yfir kvikmyndinni Mortal Engines, sem skartar Heru Hilmarsdóttur í aðalhlutverki og tekin verður til sýninga fljótlega. View this post on Instagram VIP salurinn í Sambíóunum Álfabakka hefur verið uppfærður og er kominn með ný sæti. Sætin er það allra nýjasta og flottasta sem gerist í bíóum í dag og eru þau útbúin rafdrifnum fótskemlum og hægt að halla stólbakinu, en einnig hægt er að hita þau upp og fá nudd. Eins og áður eru númeruð sæti og ekkert hlé í VIP salnum, og ótakmarkað popp og gos fylgir miðanum meðan á sýningu stendur. A post shared by Sambíóin (@sambioin) on Dec 11, 2018 at 8:07am PST Bíó og sjónvarp Neytendur Mest lesið Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Andri Sævar og Svava til Daga Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Birgir til Banana Viðskipti innlent Fleiri fréttir Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Sjá meira
Hinn svokallaði lúxussalur í kvikmyndahúsi Sambíóanna í Álfabakka hefur fengið yfirhalningu. Búið er að skipta út öllum 38 sætum salarins fyrir nýja hægindastóla sem hægt er að hita upp, ásamt því að þeir bjóða upp á fjórar nuddstillingar. Fá kvikmyndahús í heiminum hafa tekið slíka stóla í notkun en ætla má að hver og einn stóll kosti á þriðja hundrað þúsund eftir flutninginn frá Bandaríkjunum til landsins. Alfreð Árnason, framkvæmdastjóri Sambíóanna, segir í samtali við Vísi að fulltrúar fyrirtækisins hafi komið auga á stólana á vörusýningu erlendis í upphafi árs. Til hafi staðið að endurnýja sætakost lúxussalarins og endingu ákveðið að velja umrædda stóla, sem Alfreð segir að séu „nýjasta nýtt“ í kvikmyndahúsafræðunum. Í erlendum kvikmyndasölum sé víða hægt að fá upphituð sæti - „en maður hafði aldrei séð nudd,“ segir Alfreð. Hver sá sem sest hefur í nuddsæti þekkir það af eigin raun að sætin kunna að gefa frá sér leiðinlegt suð þegar kveikt er á nuddstillingunni. Alfreð hefur þó ekki mikla trú á því að lágværa malið sem lúxussalssætin gefa frá sér muni trufla upplifun annarra gesta. Líklegt verði að teljast að kvikmyndin á skjánum muni yfirgnæfa hvers kyns nuddhljóð. Alfreð gerir ráð fyrir að stólarnir verði komnir í gagnið í vikunni. Hann segist sjálfur ætla að prófa sætin yfir kvikmyndinni Mortal Engines, sem skartar Heru Hilmarsdóttur í aðalhlutverki og tekin verður til sýninga fljótlega. View this post on Instagram VIP salurinn í Sambíóunum Álfabakka hefur verið uppfærður og er kominn með ný sæti. Sætin er það allra nýjasta og flottasta sem gerist í bíóum í dag og eru þau útbúin rafdrifnum fótskemlum og hægt að halla stólbakinu, en einnig hægt er að hita þau upp og fá nudd. Eins og áður eru númeruð sæti og ekkert hlé í VIP salnum, og ótakmarkað popp og gos fylgir miðanum meðan á sýningu stendur. A post shared by Sambíóin (@sambioin) on Dec 11, 2018 at 8:07am PST
Bíó og sjónvarp Neytendur Mest lesið Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Andri Sævar og Svava til Daga Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Birgir til Banana Viðskipti innlent Fleiri fréttir Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Sjá meira