Færri mál bíða hjá kynferðisbrotadeild þrátt fyrir fleiri kærur Nadine Guðrún Yaghi skrifar 13. desember 2018 22:00 Eftir skipulagsbreytingar sem gerðar voru fyrr á þessu ári hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hafa afköst aukist gríðarlega. Færri mál bíði afgreiðslu þrátt fyrir að fleiri kærur. Kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu var harðlega gagnrýnd í upphafi árs eftir að upp komst um mistök sem urðu við rannsókn máls starfsmanns barnarverndar Reykjavíkur, sem hafði verið ákærður fyrir kynferðisbrot gegn börnum. Á þeim tíma var búið að vera gríðarlegt álag á deildinni, meðal annars vegna málafjölda og lélegrar mönnunar sem leiddi til þess að rannsókn mála dróst á langinn. Í mars ákvað ríkisstjórnin að verja meiri peningum til að efla málsmeðferð kynferðisbrota og fékk deildin fjóra starfsmenn til viðbótar í apríl. Auk starfsmanns í þjónustudeild og á ákærusvið. Theódór Kristjánsson, tók við sem nýr yfirmaður í mars, og hefur markvisst verið unnið að skipulagsbreytingum síðan. Hann segir fjáraukninguna hafa skilað sér í mun öflugri deild. „Fram til fyrsta apríl þá náðum við að rannsaka sex af hverjum tíu málum sem komu til okkar en eftir 1. apríl og til dagsins í dag þá náum við að rannsaka tólf mál ef þau koma til okkar tíu eða tveimur fleiri málum,“ segir Theodór. Þannig sé deildin að ná að vinna á bunkanum og klára eldri mál. Theódór segir að kærum vegna kynferðisbrota hafi fjölgað mikið. Fyrstu ellefu mánuðina árið 2016 voru þær 240 og 285 í fyrra. „Og við erum með núna 35 prósent meira af kærum til okkar heldur en að meðaltali síðustu þriggja ára og komnar 354 í ár.“ Samkvæmt þessu kemur að meðaltali ein kæra á dag á borð deildarinnar. Eins og staðan er í dag eru 145 mál sem liggja á borði deildarinnar og er það talsvert betri staða en síðustu ár. „Auðvitað væri best ef það væru engin mál. En þau taka tíma. Við þurfum að fá gögn, við þurfum að taka við kæru við þurfum að yfirheyra sakborninga. Allt tekur þetta tíma.“ Nú klárar deildin að rannsaka um þrjátíu mál á mánuði og tekur að meðaltali fjóra mánuði í að klára mál. Ef engar breytingar hefðu orðið væri ástandið allt annað. „Ef við hefðum haldið áfram á sömu braut þá væru 303 mál í deildinni í staðinn fyrir 145 sem við erum býsna ánægð með.“ Þá er verið að skoða það að breyta verkferlum í kringum tilkynningar um kynferðisafbrot til almennings. Lögreglumál Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Innlent Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Erlent Enginn Íslendingur í haldi ICE Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Innlent Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Innlent Fleiri fréttir Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Sjá meira
Eftir skipulagsbreytingar sem gerðar voru fyrr á þessu ári hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hafa afköst aukist gríðarlega. Færri mál bíði afgreiðslu þrátt fyrir að fleiri kærur. Kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu var harðlega gagnrýnd í upphafi árs eftir að upp komst um mistök sem urðu við rannsókn máls starfsmanns barnarverndar Reykjavíkur, sem hafði verið ákærður fyrir kynferðisbrot gegn börnum. Á þeim tíma var búið að vera gríðarlegt álag á deildinni, meðal annars vegna málafjölda og lélegrar mönnunar sem leiddi til þess að rannsókn mála dróst á langinn. Í mars ákvað ríkisstjórnin að verja meiri peningum til að efla málsmeðferð kynferðisbrota og fékk deildin fjóra starfsmenn til viðbótar í apríl. Auk starfsmanns í þjónustudeild og á ákærusvið. Theódór Kristjánsson, tók við sem nýr yfirmaður í mars, og hefur markvisst verið unnið að skipulagsbreytingum síðan. Hann segir fjáraukninguna hafa skilað sér í mun öflugri deild. „Fram til fyrsta apríl þá náðum við að rannsaka sex af hverjum tíu málum sem komu til okkar en eftir 1. apríl og til dagsins í dag þá náum við að rannsaka tólf mál ef þau koma til okkar tíu eða tveimur fleiri málum,“ segir Theodór. Þannig sé deildin að ná að vinna á bunkanum og klára eldri mál. Theódór segir að kærum vegna kynferðisbrota hafi fjölgað mikið. Fyrstu ellefu mánuðina árið 2016 voru þær 240 og 285 í fyrra. „Og við erum með núna 35 prósent meira af kærum til okkar heldur en að meðaltali síðustu þriggja ára og komnar 354 í ár.“ Samkvæmt þessu kemur að meðaltali ein kæra á dag á borð deildarinnar. Eins og staðan er í dag eru 145 mál sem liggja á borði deildarinnar og er það talsvert betri staða en síðustu ár. „Auðvitað væri best ef það væru engin mál. En þau taka tíma. Við þurfum að fá gögn, við þurfum að taka við kæru við þurfum að yfirheyra sakborninga. Allt tekur þetta tíma.“ Nú klárar deildin að rannsaka um þrjátíu mál á mánuði og tekur að meðaltali fjóra mánuði í að klára mál. Ef engar breytingar hefðu orðið væri ástandið allt annað. „Ef við hefðum haldið áfram á sömu braut þá væru 303 mál í deildinni í staðinn fyrir 145 sem við erum býsna ánægð með.“ Þá er verið að skoða það að breyta verkferlum í kringum tilkynningar um kynferðisafbrot til almennings.
Lögreglumál Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Innlent Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Erlent Enginn Íslendingur í haldi ICE Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Innlent Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Innlent Fleiri fréttir Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Sjá meira