Sakaður um stórfelldar ærumeiðingar um fyrrverandi á Facebook og víðar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. desember 2018 11:30 Maðurinn er sakaður um að hafa dreift myndum af fyrrverandi kærustu sinni. Héraðssaksóknari hefur höfðað mál á hendur karlmanni fyrir brot gegn blygðunarsemi og stórfelldar ærumeiðingar gegn fyrrverandi kærustu sinni árið 2016. Er karlmaðurinn sagður hafa sært blygðunarsemi konunnar, móðgað hana og smánað. Um er að ræða þrjú tilfelli en í öllum tilfellum er um að ræða brot á Internetinu þar sem karlmaðurinn birti myndir og ummæli af konunni. Maðurinn nafngreindi konuna í sumum tilfellum. 1. Með því að hafa skrifað eftirfarandi ummæli við mynd af konunni sem birt var í Facebook-hópi: „Hvað er þessi frammhjáhalds vændiskona að gera á fundi []. Feminissti sem rukkar menn fyrir mjög lélegt kynlíf og kugar svo þessa menn.“ 2. Með því að hafa í september það ár sett andlitsmynd af konunni inn á vefsíðu þar sem nektarmyndum er deilt án leyfis og skrifað eftirfarandi texta: „Litil kinky og ráðvilt hóra. Eiga margir myndir? Fann sima með þessum myndum. Hún seldi sig fyrir 10 þus.“ 3. Með því að hafa sett þrjár myndir af konunni inn á sömu síðu sem karlmaðurinn tók af henni þegar þau voru í sambandi og sýndu konuna fáklædda og skrifaði eftirfarandi texta undir tvær myndanna: „Eg stal handa okkur myndum af þessari [] melluni sem er í [] or som. Hun er vist svaka dráttur. Deepthrot og allur pakkin. Hard anal og allt. Rukkar yfir leit bara 20 fyrir allt. Hun var að með gaur sem eg þeki og seldi sig regluleva og sagði svo að srr hafi verið nauðgað ... bellað lið þarna handan gangana :D““ Töluvert hefur verið fjallað um fyrrnefnda hrelliklámsíðu í fjölmiðlum undanfarin ár. Þar hafa notendur meðal annars deilt kynferðislegum myndum og myndskeiðum auk þess að óska eftir þeim. Vefsíðan hefur verið til rannsóknar hjá lögreglunni í lengri tíma vegna refsiverðra myndbirtinga. Þess er krafist að karlmaðurinn verðir dæmdur til refsingar og til að greiða konunni 2,5 milljónir í miskabætur. Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær.Fréttin var uppfærð klukkan 13 og nafn hrelliklámsíðunnar fjarlægt. Dómsmál Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Héraðssaksóknari hefur höfðað mál á hendur karlmanni fyrir brot gegn blygðunarsemi og stórfelldar ærumeiðingar gegn fyrrverandi kærustu sinni árið 2016. Er karlmaðurinn sagður hafa sært blygðunarsemi konunnar, móðgað hana og smánað. Um er að ræða þrjú tilfelli en í öllum tilfellum er um að ræða brot á Internetinu þar sem karlmaðurinn birti myndir og ummæli af konunni. Maðurinn nafngreindi konuna í sumum tilfellum. 1. Með því að hafa skrifað eftirfarandi ummæli við mynd af konunni sem birt var í Facebook-hópi: „Hvað er þessi frammhjáhalds vændiskona að gera á fundi []. Feminissti sem rukkar menn fyrir mjög lélegt kynlíf og kugar svo þessa menn.“ 2. Með því að hafa í september það ár sett andlitsmynd af konunni inn á vefsíðu þar sem nektarmyndum er deilt án leyfis og skrifað eftirfarandi texta: „Litil kinky og ráðvilt hóra. Eiga margir myndir? Fann sima með þessum myndum. Hún seldi sig fyrir 10 þus.“ 3. Með því að hafa sett þrjár myndir af konunni inn á sömu síðu sem karlmaðurinn tók af henni þegar þau voru í sambandi og sýndu konuna fáklædda og skrifaði eftirfarandi texta undir tvær myndanna: „Eg stal handa okkur myndum af þessari [] melluni sem er í [] or som. Hun er vist svaka dráttur. Deepthrot og allur pakkin. Hard anal og allt. Rukkar yfir leit bara 20 fyrir allt. Hun var að með gaur sem eg þeki og seldi sig regluleva og sagði svo að srr hafi verið nauðgað ... bellað lið þarna handan gangana :D““ Töluvert hefur verið fjallað um fyrrnefnda hrelliklámsíðu í fjölmiðlum undanfarin ár. Þar hafa notendur meðal annars deilt kynferðislegum myndum og myndskeiðum auk þess að óska eftir þeim. Vefsíðan hefur verið til rannsóknar hjá lögreglunni í lengri tíma vegna refsiverðra myndbirtinga. Þess er krafist að karlmaðurinn verðir dæmdur til refsingar og til að greiða konunni 2,5 milljónir í miskabætur. Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær.Fréttin var uppfærð klukkan 13 og nafn hrelliklámsíðunnar fjarlægt.
Dómsmál Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira