„Ég er afgönsk í hjartanu mínu og ég er líka íslensk“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 15. desember 2018 19:45 Zahra Mesbah Sayed Ali, 26 ára afgönsk kona sem fékk íslenskan ríkisborgararétt í gær, segir það vera skrítna en góða tilfinningu að vera í fyrsta sinn á ævinni með ríkisfang. Hún hefur búið á Íslandi í sex ár og segist afar sjaldan hafa mætt fordómum hér á landi. Zahra á afganska foreldra en er fædd í Íran þaðan sem kom til Íslands sem kvótaflóttamaður ásamt móður sinni og yngri systur í október árið 2012. Aðstæður mæðgnanna sem kvenna af afgönskum uppruna voru afar erfiðar í Íran. „Ég get ekki ímyndað mér núna hver var tilfinningin mín á þeim tíma. Af því að við gátum ekki farið í háskóla, eða við þurftum að borga mjög mikið. Og við gátum ekki keyrt mótorhjól né bíl,“ útskýrir Zahra sem segir mikla mismunun hafa ríkt í garð Afgana í Íran. „Þetta var erfitt fyrir barn.“ Þótt henni hafi ekki litist á blikuna til að byrja með þegar hún kom til Íslands í myrkri og kulda haustið 2012 var hún nokkuð fljót að aðlagast og kveðst afar ánægð með lífið á Íslandi. Hún og eiginmaður hennar eignuðust sitt fyrsta barn í fyrra en dóttir þeirra er nú ellefu mánaða. Zahra og dóttir hennar sem verður eins árs á næsta ári.Vísir/Friðrik Þór„Ég byrjaði að læra íslensku á íslenskunámsskeiði í fjóra mánuði. Svo fórum við í menntaskóla og eftir svona eitt og hálft ár kláraði ég menntaskóla, útskrifaðist af náttúrufræðibraut og ég fór í háskólann. Ég lærði rosalega mikla íslensku á leiðinni,“ segir Zahra. Hún stundar nú nám í tanntækni, starfar sem túlkur og hefur stofnað eigin túlkaþjónustu og persneskunámskeið. Allt sitt líf hefur hún verið án ríkisfangs, allt þar til alþingi veitti henni íslenskan ríkisborgararétt í gær. „Ég er mjög ánægð og þetta er mjög skrítið. Vegna þess að ég er 26 ára gömul núna en þetta er fyrsti ríkisborgarétturinn sem ég er með,“ segir Zahra. Hún hafði í tvígang sótt um ríkisborgararétt og fékk synjun í fyrra en hún segir ferlið við umsókn um ríkisborgararétt hjá Útlendingastofnun hafa verið afar flókið. Hún kveðst afar þakklát öllu því fólki sem hefur reynst henni vel á Íslandi, vinum, kennurum og fjölskyldu og ekki síst eignmanni sínum sem hafi ávalt staðið þétt við bak sér. „Ég er afgönsk inni í hjartanu mínu og ég er líka íslensk. Af því að Ísland er landið þar sem ég fann karakterinn minn. Ég fann hér hver ég er og hvaða möguleika og hæfileika ég er með,“ segir Zahra.Systurnar komu til Íslands ásamt móður sinni sem kvótaflóttamenn haustið 2012.Vísir/Friðrik Þór Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Þessi 26 fá ríkisborgararétt Alls bárust nefndinni 220 umsóknir um ríkisborgararétt á haustþingi. 14. desember 2018 06:53 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Zahra Mesbah Sayed Ali, 26 ára afgönsk kona sem fékk íslenskan ríkisborgararétt í gær, segir það vera skrítna en góða tilfinningu að vera í fyrsta sinn á ævinni með ríkisfang. Hún hefur búið á Íslandi í sex ár og segist afar sjaldan hafa mætt fordómum hér á landi. Zahra á afganska foreldra en er fædd í Íran þaðan sem kom til Íslands sem kvótaflóttamaður ásamt móður sinni og yngri systur í október árið 2012. Aðstæður mæðgnanna sem kvenna af afgönskum uppruna voru afar erfiðar í Íran. „Ég get ekki ímyndað mér núna hver var tilfinningin mín á þeim tíma. Af því að við gátum ekki farið í háskóla, eða við þurftum að borga mjög mikið. Og við gátum ekki keyrt mótorhjól né bíl,“ útskýrir Zahra sem segir mikla mismunun hafa ríkt í garð Afgana í Íran. „Þetta var erfitt fyrir barn.“ Þótt henni hafi ekki litist á blikuna til að byrja með þegar hún kom til Íslands í myrkri og kulda haustið 2012 var hún nokkuð fljót að aðlagast og kveðst afar ánægð með lífið á Íslandi. Hún og eiginmaður hennar eignuðust sitt fyrsta barn í fyrra en dóttir þeirra er nú ellefu mánaða. Zahra og dóttir hennar sem verður eins árs á næsta ári.Vísir/Friðrik Þór„Ég byrjaði að læra íslensku á íslenskunámsskeiði í fjóra mánuði. Svo fórum við í menntaskóla og eftir svona eitt og hálft ár kláraði ég menntaskóla, útskrifaðist af náttúrufræðibraut og ég fór í háskólann. Ég lærði rosalega mikla íslensku á leiðinni,“ segir Zahra. Hún stundar nú nám í tanntækni, starfar sem túlkur og hefur stofnað eigin túlkaþjónustu og persneskunámskeið. Allt sitt líf hefur hún verið án ríkisfangs, allt þar til alþingi veitti henni íslenskan ríkisborgararétt í gær. „Ég er mjög ánægð og þetta er mjög skrítið. Vegna þess að ég er 26 ára gömul núna en þetta er fyrsti ríkisborgarétturinn sem ég er með,“ segir Zahra. Hún hafði í tvígang sótt um ríkisborgararétt og fékk synjun í fyrra en hún segir ferlið við umsókn um ríkisborgararétt hjá Útlendingastofnun hafa verið afar flókið. Hún kveðst afar þakklát öllu því fólki sem hefur reynst henni vel á Íslandi, vinum, kennurum og fjölskyldu og ekki síst eignmanni sínum sem hafi ávalt staðið þétt við bak sér. „Ég er afgönsk inni í hjartanu mínu og ég er líka íslensk. Af því að Ísland er landið þar sem ég fann karakterinn minn. Ég fann hér hver ég er og hvaða möguleika og hæfileika ég er með,“ segir Zahra.Systurnar komu til Íslands ásamt móður sinni sem kvótaflóttamenn haustið 2012.Vísir/Friðrik Þór
Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Þessi 26 fá ríkisborgararétt Alls bárust nefndinni 220 umsóknir um ríkisborgararétt á haustþingi. 14. desember 2018 06:53 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Þessi 26 fá ríkisborgararétt Alls bárust nefndinni 220 umsóknir um ríkisborgararétt á haustþingi. 14. desember 2018 06:53