Sólveig Anna vill kjaramálin strax til ríkissáttasemjara Sighvatur Arnmundsson skrifar 18. desember 2018 07:00 Sólveig Anna segir enga ástæðu til að bíða með að vísa kjaraviðræðum til ríkissáttasemjara. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK „Eins og ég sé þetta er staðan þannig að stundaglasið er orðið tómt. Kjarasamningar eru bara að renna út. Það er ákall frá hinum almenna félagsmanni um að það verði tekin upp öguð og vönduð vinnubrögð sem eru fólgin í því að nýr kjarasamningur taki við af þeim gamla,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og fyrsti varaforseti ASÍ. Hann segir það liggja fyrir að nýr samningur muni ekki liggja fyrir þegar sá gildandi rennur út um áramót. „Það þyrfti allavega algjört kraftaverk til þess. Það liggur fyrir að við höfum ekki fengið að sjá á nein spil SA um hvað er í boði svo ég tali nú ekki um skeytingarleysi stjórnvalda. Við hefðum viljað vísa þessari deilu til ríkissáttasemjara til að koma þessu í eitthvert ferli.“ Af 18 formönnum aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins (SGS) vildu sjö vísa málinu strax til ríkissáttasemjara en ellefu vildu bíða og taka stöðuna eftir áramót. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins úr verkalýðshreyfingunni er kominn talsverður brestur í samstöðuna innan SGS en umrædd ákvörðun var tekin fundi á föstudaginn. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sem er langstærsta aðildarfélag SGS, var ein þeirra sem vildu vísa málinu strax til ríkissáttasemjara. Heimildarmenn blaðsins búast við því að ákvörðun verði tekin á næstu dögum um næstu skref Eflingar í kjaraviðræðunum. Björn Snæbjörnsson, formaður SGS og Einingar-Iðju á Akureyri, segir það ekkert nýtt að það séu skiptar skoðanir og menn ræði sig venjulega út úr því. „Menn fóru bara í félögin og hittu sínar samninganefndir og þar eru bara mismunandi skoðanir um hvort það eigi að vísa strax eða ekki. Við formennirnir förum bara eftir því sem okkar samninganefndir segja. Mín samninganefnd vildi sjá til.“ Hann segist reikna með því að fundað verði með samninganefnd SA á fimmtudaginn. „Ég er ekki sátt við þessa niðurstöðu og tel hana ranga. Að mínu mati hefðum við átt að vísa málinu strax til ríkissáttasemjara,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, um þá ákvörðun formannafundar Starfsgreinasambandsins að vísa kjaraviðræðum ekki til ríkissáttasemjara fyrir jól. Á formannafundinum sem haldinn var á föstudaginn vildu formenn sjö félaga vísa málinu strax til ríkissáttasemjara en formenn ellefu félaga vildu bíða með það fram yfir áramót. Hafa formenn aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins jafnan atkvæðisrétt óháð stærð félaganna. Efling er langstærsta aðildarfélagið með um 27 þúsund félagsmenn en heildarfjöldinn í öllum félögum Starfsgreinasambandsins er um 57 þúsund. Sólveig Anna segist ekki sjá neina ástæðu til þess að bíða með að vísa málinu til ríkissáttasemjara. Samtök atvinnulífsins hafi lagt fram hugmyndir um grundvallarbreytingar á íslenskum vinnumarkaði á fundi þar sem samninganefnd Starfsgreinasambandsins hafi búist við að launaliðurinn yrði loksins ræddur. „Þá kom í ljós að til þess að við gætum farið að ræða launaliðinn áttum við fyrst að fara í gegnum hugmyndir um miklar breytingar á allri vinnutímatilhögun á Íslandi. Mér finnst það fráleitur staður til að vera á og af þeim sökum taldi ég langeðlilegast að vísa málinu strax til ríkissáttasemjara.“ Kjarasamningar á almennum markaði renna út um áramót og því ljóst að afar lítill tími er til stefnu eigi aðilar að ná saman án aðkomu ríkissáttasemjara. „Ég er mjög ósátt við þessa uppstillingu, að til þess að við getum fengið svör hjá okkar viðsemjendum um launaliðinn, um hvað sé í boði og hvaða augum þeir líti þessa kröfu okkar um 425 þúsund króna lágmarkslaun við lok samningstímans, þurfum við fyrst að ræða um mikla útvíkkun á dagvinnutíma og breytingar á því hvernig greitt er fyrir yfirvinnu. Mér finnst það ekki eðlilegt og til marks um það að það sé mikill munur á milli þeirra hugmynda sem eru í gangi.“ Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Íhuga að vísa deilunni til ríkissáttasemjara Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að ef ekki fari að sjá til sólar í kjaradeilunni komi vel til greina að vísa henni til ríkissáttasemjara. 17. desember 2018 18:34 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
„Eins og ég sé þetta er staðan þannig að stundaglasið er orðið tómt. Kjarasamningar eru bara að renna út. Það er ákall frá hinum almenna félagsmanni um að það verði tekin upp öguð og vönduð vinnubrögð sem eru fólgin í því að nýr kjarasamningur taki við af þeim gamla,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og fyrsti varaforseti ASÍ. Hann segir það liggja fyrir að nýr samningur muni ekki liggja fyrir þegar sá gildandi rennur út um áramót. „Það þyrfti allavega algjört kraftaverk til þess. Það liggur fyrir að við höfum ekki fengið að sjá á nein spil SA um hvað er í boði svo ég tali nú ekki um skeytingarleysi stjórnvalda. Við hefðum viljað vísa þessari deilu til ríkissáttasemjara til að koma þessu í eitthvert ferli.“ Af 18 formönnum aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins (SGS) vildu sjö vísa málinu strax til ríkissáttasemjara en ellefu vildu bíða og taka stöðuna eftir áramót. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins úr verkalýðshreyfingunni er kominn talsverður brestur í samstöðuna innan SGS en umrædd ákvörðun var tekin fundi á föstudaginn. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sem er langstærsta aðildarfélag SGS, var ein þeirra sem vildu vísa málinu strax til ríkissáttasemjara. Heimildarmenn blaðsins búast við því að ákvörðun verði tekin á næstu dögum um næstu skref Eflingar í kjaraviðræðunum. Björn Snæbjörnsson, formaður SGS og Einingar-Iðju á Akureyri, segir það ekkert nýtt að það séu skiptar skoðanir og menn ræði sig venjulega út úr því. „Menn fóru bara í félögin og hittu sínar samninganefndir og þar eru bara mismunandi skoðanir um hvort það eigi að vísa strax eða ekki. Við formennirnir förum bara eftir því sem okkar samninganefndir segja. Mín samninganefnd vildi sjá til.“ Hann segist reikna með því að fundað verði með samninganefnd SA á fimmtudaginn. „Ég er ekki sátt við þessa niðurstöðu og tel hana ranga. Að mínu mati hefðum við átt að vísa málinu strax til ríkissáttasemjara,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, um þá ákvörðun formannafundar Starfsgreinasambandsins að vísa kjaraviðræðum ekki til ríkissáttasemjara fyrir jól. Á formannafundinum sem haldinn var á föstudaginn vildu formenn sjö félaga vísa málinu strax til ríkissáttasemjara en formenn ellefu félaga vildu bíða með það fram yfir áramót. Hafa formenn aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins jafnan atkvæðisrétt óháð stærð félaganna. Efling er langstærsta aðildarfélagið með um 27 þúsund félagsmenn en heildarfjöldinn í öllum félögum Starfsgreinasambandsins er um 57 þúsund. Sólveig Anna segist ekki sjá neina ástæðu til þess að bíða með að vísa málinu til ríkissáttasemjara. Samtök atvinnulífsins hafi lagt fram hugmyndir um grundvallarbreytingar á íslenskum vinnumarkaði á fundi þar sem samninganefnd Starfsgreinasambandsins hafi búist við að launaliðurinn yrði loksins ræddur. „Þá kom í ljós að til þess að við gætum farið að ræða launaliðinn áttum við fyrst að fara í gegnum hugmyndir um miklar breytingar á allri vinnutímatilhögun á Íslandi. Mér finnst það fráleitur staður til að vera á og af þeim sökum taldi ég langeðlilegast að vísa málinu strax til ríkissáttasemjara.“ Kjarasamningar á almennum markaði renna út um áramót og því ljóst að afar lítill tími er til stefnu eigi aðilar að ná saman án aðkomu ríkissáttasemjara. „Ég er mjög ósátt við þessa uppstillingu, að til þess að við getum fengið svör hjá okkar viðsemjendum um launaliðinn, um hvað sé í boði og hvaða augum þeir líti þessa kröfu okkar um 425 þúsund króna lágmarkslaun við lok samningstímans, þurfum við fyrst að ræða um mikla útvíkkun á dagvinnutíma og breytingar á því hvernig greitt er fyrir yfirvinnu. Mér finnst það ekki eðlilegt og til marks um það að það sé mikill munur á milli þeirra hugmynda sem eru í gangi.“
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Íhuga að vísa deilunni til ríkissáttasemjara Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að ef ekki fari að sjá til sólar í kjaradeilunni komi vel til greina að vísa henni til ríkissáttasemjara. 17. desember 2018 18:34 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Íhuga að vísa deilunni til ríkissáttasemjara Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að ef ekki fari að sjá til sólar í kjaradeilunni komi vel til greina að vísa henni til ríkissáttasemjara. 17. desember 2018 18:34
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent